Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hver var fyrsta plantan á Íslandi?

Leifur A. Símonarson

Neðarlega í fjöllum á ystu nesjum Vestfjarða hafa fundist trjábolaför sem eru elstu menjar um gróður á Íslandi eins og landið lítur út í dag. Þannig för hafa til dæmis fundist í Lónafirði í Jökulfjörðum. Ekki hefur tekist að greina förin til tegunda og trúlega reynist það erfitt, en mjög líklega eru þau eftir einhverjar furu- eða rauðviðartegundir. Aldur þessara trjábolafara er talinn vera 15-16 milljónir ára.

Líkan af plöntusamfélögum í Selárdal, Botni og við Ketilseyri fyrir 15-13,5 milljónum ára. Í elstu íslensku gróðurfélögunum ber mikið á plöntum sem eru náskyldar núlifandi plöntum á heittempruðum miðjarðarsvæðum.

Elstu íslensku gróðurfélögin eru hins vegar talin rétt um 15 milljóna ára gömul og hafa fundist í setlögum í Þórishlíðarfjalli í Selárdal í Arnarfirði og fyrir ofan Botn í Súgandafirði. Mest ber á lauftrjám í Selárdal, einkum arnarbeyki (Fagus friedrichii), en leifar barrtrjáa eru meira áberandi í Botni.

Gróðurfélögin voru þá þegar af mismunandi gerðum og réðu umhverfisaðstæður mestu um hvaða félög voru ríkjandi á hverjum stað, en í þeim ber allmikið á plöntum náskyldum núlifandi plöntum sem einkenna heittempruð miðjarðarsvæði. Má þar nefna evrópuvatnafuru (Glyptostrobus europaeus), magnólíu (Magnolia) og hjartatré (Cercidiphyllum). Þá hafa fundist í þessum setlögum leifar fornrauðviðar (Sequoia abietina), plöntur af grátviðarætt (Cupressaceae) og greninálar (Picea). Einnig hefur fundist arnarlind (Tilia selardalense), askur (Fraxinus), álmur (Ulmus), birki (Betula), hvítplatanviður (Platanus leucophylla), kastanía (Aesculus), lyngrós (Rhododendron) og toppur (Lonicera).

Rannsóknir sýna að þegar plöntur numu land á frum-Íslandi var það enn tengt við meginland Evrópu og Norður-Ameríku, en landsvæðið var og er hluti af Grænlands-Skotlands-þverhryggnum. Stór hluti hans var ofan sjávarmáls frá upphafi tertíertímabils fyrir um það bil 65 milljónum ára.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

prófessor í steingervingafræði við HÍ

Útgáfudagur

25.2.2010

Spyrjandi

Þórhildur Vígdögg Kristínardóttir, f. 1999

Tilvísun

Leifur A. Símonarson. „Hver var fyrsta plantan á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2010. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53707.

Leifur A. Símonarson. (2010, 25. febrúar). Hver var fyrsta plantan á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53707

Leifur A. Símonarson. „Hver var fyrsta plantan á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2010. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53707>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var fyrsta plantan á Íslandi?
Neðarlega í fjöllum á ystu nesjum Vestfjarða hafa fundist trjábolaför sem eru elstu menjar um gróður á Íslandi eins og landið lítur út í dag. Þannig för hafa til dæmis fundist í Lónafirði í Jökulfjörðum. Ekki hefur tekist að greina förin til tegunda og trúlega reynist það erfitt, en mjög líklega eru þau eftir einhverjar furu- eða rauðviðartegundir. Aldur þessara trjábolafara er talinn vera 15-16 milljónir ára.

Líkan af plöntusamfélögum í Selárdal, Botni og við Ketilseyri fyrir 15-13,5 milljónum ára. Í elstu íslensku gróðurfélögunum ber mikið á plöntum sem eru náskyldar núlifandi plöntum á heittempruðum miðjarðarsvæðum.

Elstu íslensku gróðurfélögin eru hins vegar talin rétt um 15 milljóna ára gömul og hafa fundist í setlögum í Þórishlíðarfjalli í Selárdal í Arnarfirði og fyrir ofan Botn í Súgandafirði. Mest ber á lauftrjám í Selárdal, einkum arnarbeyki (Fagus friedrichii), en leifar barrtrjáa eru meira áberandi í Botni.

Gróðurfélögin voru þá þegar af mismunandi gerðum og réðu umhverfisaðstæður mestu um hvaða félög voru ríkjandi á hverjum stað, en í þeim ber allmikið á plöntum náskyldum núlifandi plöntum sem einkenna heittempruð miðjarðarsvæði. Má þar nefna evrópuvatnafuru (Glyptostrobus europaeus), magnólíu (Magnolia) og hjartatré (Cercidiphyllum). Þá hafa fundist í þessum setlögum leifar fornrauðviðar (Sequoia abietina), plöntur af grátviðarætt (Cupressaceae) og greninálar (Picea). Einnig hefur fundist arnarlind (Tilia selardalense), askur (Fraxinus), álmur (Ulmus), birki (Betula), hvítplatanviður (Platanus leucophylla), kastanía (Aesculus), lyngrós (Rhododendron) og toppur (Lonicera).

Rannsóknir sýna að þegar plöntur numu land á frum-Íslandi var það enn tengt við meginland Evrópu og Norður-Ameríku, en landsvæðið var og er hluti af Grænlands-Skotlands-þverhryggnum. Stór hluti hans var ofan sjávarmáls frá upphafi tertíertímabils fyrir um það bil 65 milljónum ára.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...