Sólin Sólin Rís 08:37 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:24 • Sest 08:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:12 í Reykjavík

Er alheimurinn endalaus? Ef ekki, hvar eru þá mörkin og hvað er hinum megin?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Það virðist felast í merkingu orðsins alheimur að ekki geti verið um það að ræða að alheimurinn eigi sér mörk sem eitthvað annað felst á bakvið. Ekki er þar með sagt að alheimurinn hljóti að vera endalaus en alheimurinn hlýtur að vera það sem innifelur allt sem er til. Þetta má sýna fram á með óbeinni sönnun sem svo er kölluð*:

1. Hugsum okkur að eitthvað sé til sem er handan endimarka alheimsins.

2. Það sem er handan endimarka alheimsins er ekki í alheiminum (því annars hlyti það að vera innan endamarka hans).

3. Í alheiminum er að finna allt sem er til. (Forsenda byggð á merkingu orðsins “alheimur”).

4. Samkvæmt því er þetta “eitthvað” sem sem er handan alheimsins í alheiminum.

5. Þar af leiðandi er það sem er handan endimarka alheimsins bæði í og ekki í alheiminum. (Ályktun dregin af 2. og 4.)

Þar sem það hlýtur að teljast mótsögn að einn og sami hluturinn sé bæði í og ekki í alheiminum leiðir fullyrðingin um að eitthvað sé handan endamarka alheimsins til mótsagnar og hlýtur því að vera ósönn. Niðurstaðan verður því að ekkert geti verið handan endamarka alheimsins.

Hér hefur einungis verið sýnt að ekkert geti verið hinum megin við endimörk alheimsins ef hann er ekki endalaus. Því er enn ósvarað hvort alheimurinn sé í raun og veru endalaus en um það efni er vísað í svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Mig langar að vita hvort geimurinn er endalaus eða er eitthvað á bak við hann?

Hér má ef til vill hreyfa þeirri mótbáru að það sem við köllum alheiminn sé ekki í raun og veru það sem innifelur allt sem er til. Það er að segja, að merking orðsins “alheimur” sé önnur en gefin var hér í upphafi og sem byggt var á í óbeinu sönnuninni hér á undan. Stundum notum við til dæmis orðið alheimur og eigum einfaldlega við “sá heimur sem við þekkjum”. Sá heimur getur að sjálfsögðu átt sér endimörk og við getum sagt að handan við þau sé sá heimur sem við þekkjum ekki. Við myndum samt segja að bæði sá heimur sem við þekkjum og sá heimur sem við þekkjum ekki væru hluti af alheiminum í ströngum skilningi þess orðs. Strangur skilningur orðsins alheimur er sá skilningur sem lagður var í það hér í upphafi, samkvæmt honum felur alheimurinn í sér bæði þann heim sem við þekkjum og þann heim sem við þekkjum ekki. Eftir stendur því að í ströngum skilningi orðsins alheimur geti ekkert verið handan endimarka hans, ef einhver eru.

*Óbein sönnun er rökleiðsla þar sem sýnt er fram á að það sem á að afsanna leiði til mótsagnar. Byrjað er á því að gefa sér (tímabundið) fullyrðinguna sem á að afsanna. Af henni er svo leidd mótsögn og af því er sú ályktun dregin að fullyrðingin sem gefin var í byrjun hljóti að vera ósönn.


Sjá einnig:

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

30.8.2000

Spyrjandi

Hannes, Margrét, Friðrik Örn Bjarnason

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Er alheimurinn endalaus? Ef ekki, hvar eru þá mörkin og hvað er hinum megin?“ Vísindavefurinn, 30. ágúst 2000. Sótt 29. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=862.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2000, 30. ágúst). Er alheimurinn endalaus? Ef ekki, hvar eru þá mörkin og hvað er hinum megin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=862

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Er alheimurinn endalaus? Ef ekki, hvar eru þá mörkin og hvað er hinum megin?“ Vísindavefurinn. 30. ágú. 2000. Vefsíða. 29. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=862>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er alheimurinn endalaus? Ef ekki, hvar eru þá mörkin og hvað er hinum megin?
Það virðist felast í merkingu orðsins alheimur að ekki geti verið um það að ræða að alheimurinn eigi sér mörk sem eitthvað annað felst á bakvið. Ekki er þar með sagt að alheimurinn hljóti að vera endalaus en alheimurinn hlýtur að vera það sem innifelur allt sem er til. Þetta má sýna fram á með óbeinni sönnun sem svo er kölluð*:

1. Hugsum okkur að eitthvað sé til sem er handan endimarka alheimsins.

2. Það sem er handan endimarka alheimsins er ekki í alheiminum (því annars hlyti það að vera innan endamarka hans).

3. Í alheiminum er að finna allt sem er til. (Forsenda byggð á merkingu orðsins “alheimur”).

4. Samkvæmt því er þetta “eitthvað” sem sem er handan alheimsins í alheiminum.

5. Þar af leiðandi er það sem er handan endimarka alheimsins bæði í og ekki í alheiminum. (Ályktun dregin af 2. og 4.)

Þar sem það hlýtur að teljast mótsögn að einn og sami hluturinn sé bæði í og ekki í alheiminum leiðir fullyrðingin um að eitthvað sé handan endamarka alheimsins til mótsagnar og hlýtur því að vera ósönn. Niðurstaðan verður því að ekkert geti verið handan endamarka alheimsins.

Hér hefur einungis verið sýnt að ekkert geti verið hinum megin við endimörk alheimsins ef hann er ekki endalaus. Því er enn ósvarað hvort alheimurinn sé í raun og veru endalaus en um það efni er vísað í svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Mig langar að vita hvort geimurinn er endalaus eða er eitthvað á bak við hann?

Hér má ef til vill hreyfa þeirri mótbáru að það sem við köllum alheiminn sé ekki í raun og veru það sem innifelur allt sem er til. Það er að segja, að merking orðsins “alheimur” sé önnur en gefin var hér í upphafi og sem byggt var á í óbeinu sönnuninni hér á undan. Stundum notum við til dæmis orðið alheimur og eigum einfaldlega við “sá heimur sem við þekkjum”. Sá heimur getur að sjálfsögðu átt sér endimörk og við getum sagt að handan við þau sé sá heimur sem við þekkjum ekki. Við myndum samt segja að bæði sá heimur sem við þekkjum og sá heimur sem við þekkjum ekki væru hluti af alheiminum í ströngum skilningi þess orðs. Strangur skilningur orðsins alheimur er sá skilningur sem lagður var í það hér í upphafi, samkvæmt honum felur alheimurinn í sér bæði þann heim sem við þekkjum og þann heim sem við þekkjum ekki. Eftir stendur því að í ströngum skilningi orðsins alheimur geti ekkert verið handan endimarka hans, ef einhver eru.

*Óbein sönnun er rökleiðsla þar sem sýnt er fram á að það sem á að afsanna leiði til mótsagnar. Byrjað er á því að gefa sér (tímabundið) fullyrðinguna sem á að afsanna. Af henni er svo leidd mótsögn og af því er sú ályktun dregin að fullyrðingin sem gefin var í byrjun hljóti að vera ósönn.


Sjá einnig:

...