Sólin Sólin Rís 04:51 • sest 22:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:07 • Sest 14:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:33 • Síðdegis: 20:56 í Reykjavík

Hvort er réttara mál að beita gagnrýnni hugsun eða gagnrýninni hugsun?

Eiríkur Rögnvaldsson

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:
Hvenær kom orðið gagnrýni inn í íslensku?

Stundum er spurt hvort eigi að segja beita gagnrýnni hugsun eða gagnrýninni hugsun. Stutta svarið er að hvort tveggja er rétt, en það þarfnast nánari skýringar. Venjuleg mynd þessa lýsingarorðs í nefnifalli eintölu er gagnrýninn í karlkyni eins og gefið er upp í Íslenskri nútímamálsorðabók, gagnrýnin í kvenkyni og gagnrýnið í hvorugkyni. Þágufall eintölu í kvenkyni, eins og í umræddu dæmi, er gagnrýninni. En hins vegar er líka til myndin gagnrýnn í nefnifalli eintölu karlkyn, sem er þá gagnrýn í kvenkyni og gagnrýnt í hvorugkyni, og þágufall eintölu í kvenkyni af þeirri mynd er gagnrýnni. Þessi mynd er þó margfalt sjaldgæfari eins og marka má af því að hana er hvorki að finna í Íslenskri orðabókÍslenskri nútímamálsorðabók.

Orðið gagnrýni er ekki ýkja gamalt – var búið til í lok 19. aldar og kom fyrst fram í greininni „Gagnrýni“ í Eimreiðinni 1896. Höfundur hennar er dr. Valtýr Guðmundsson sem nefnir að íslensku skorti tilfinnanlega „orð yfir það sem á útlendu máli kallast „krítík“ og segir svo: „Þetta virðist oss að mætti kalla á íslenzku gagnrýni og gagnrýninn þann mann, sem sýnt er um að gagnrýna hlutina.“ Lýsingarorðið gagnrýninn kemur fyrst fram þarna, en myndin gagnrýnn er litlu yngri – í Fjallkonunni 1903 segir: „Hann var skarpvitur maður og gagnrýnn í mörgum greinum.“ Í Heimi 1906 segir: „Eg vil benda á að alstaðar á meðal mótmælenda í trúarbragðaheiminum fer nú fram söguleg gagnrýn endurskoðun á kenninga kerfunum.“

Orðið gagnrýni var búið til í lok 19. aldar og kom fyrst fram í greininni „Gagnrýni“ í Eimreiðinni 1896.

Bæði -rýnn og -rýninn eru eðlilegar orðmyndanir af sögninni rýna og koma fyrir í samsetningum í fornu máli – glöggrýnn í Völsunga sögu og fullrýninn í Atlamálum hinum grænlensku. Það er því engin sérstök ástæða til að taka gagnrýninn fram yfir gagnrýnn þótt Valtýr hafi notað þá mynd í grein sinni, en hún hefur samt orðið ofan á eins og áður segir. Frá því er þó mikilvæg undantekning – þágufall og eignarfall eintölu í kvenkyni. Ég skoðaði á tímarit.is og í Risamálheildinni fjölda dæma um nefnifalls- og þágufallsmyndir af bæði gagnrýnin og gagnrýn með átta algengustu kvenkynsnafnorðum sem lýsingarorðin standa með – það eru orðin hugsun, umræða, umfjöllun, afstaða, sýn, úttekt, skoðun og greining.

Á tímarit.is voru dæmin um gagnrýnin hugsun og hin orðin sjö 96% af fjölda dæma um nefnifallið, en gagnrýn hugsun aðeins 4%. Þetta er það sem við er að búast – gagnrýnin er venjulega kvenkynsmyndin en gagrýn sjaldgæf. En í þágufallinu snerist þetta við – þar eru dæmin um gagnrýninni hugsun og hin sjö 42,5% af heildarfjölda dæma en gagnrýnni hugsun 57,5%. Í Risamálheildinni eru samsvarandi hlutföll mjög svipuð – 92,3% á móti 7,7% í nefnifalli en 38,8% á móti 61,2% í þágufalli. Þetta sýnir að málnotendur blanda mjög oft saman beygingu orðanna gagnrýninn og gagnrýnn í kvenkyni eintölu – nota langoftast nefnifallsmynd hins fyrrnefnda en mun frekar þágufallsmynd hins síðarnefnda (og einnig eignarfallsmynd).

Algengasta beygingin í kvenkyni eintölu er því gagnrýningagnrýnagagnrýnni (í stað gagnrýninni) – gagnrýnnar (í stað gagnrýninnar). Það ýtir sennilega undir þessa beygingu að þolfall beggja orða er eins, gagnrýna. Í gagnrýn bætist þolfallsendingin -a einfaldlega við stofninn gagnrýn og út kemur gagnrýna. Í gagnrýnin er þetta dálítið flóknara. Þegar þolfallsendingin -a bætist við stofninn gagnrýnin- fellur áherslulausa sérhljóðið i brott úr stofninum (gagnrýnin+a > gagnrýnna) og tvöfalt nn styttist í áhersluleysi (gagnrýnna > gagnrýna) – hvort tveggja eru almennar reglur í málinu þannig að þetta er alveg reglulegt en ekki einstakt fyrir þetta orð. Það sem truflar fólk er að bæði gagnrýnin og gagnrýn er til.

Það er ekkert einsdæmi að tvímyndir séu til af orðum og beygingu myndanna blandað saman þannig að regluleg mynd annars orðsins sé notuð í sumum föllum en í öðrum föllum séu notaðar reglulegar myndir hins orðsins. Þekktasta dæmið um þetta er líklega orðið sannleikur sem einnig er til í myndinni sannleiki, en sú mynd er þó nær eingöngu bundin við aukaföllin. Við segjum sannleikurinn er sagna bestur en tæplega sannleikinn er sagna bestur, en aftur á móti segjum við segðu sannleikann en miklu síður segðu sannleikinn – notum sem sé sterka mynd í nefnifallinu en veika í aukaföllum. Þetta gerum við án þess að taka nokkuð eftir því eða það trufli okkur nokkuð – og það er í góðu lagi. Sama máli gegnir með gagnrýninn og gagnrýnn.

Mynd:

Þetta svar birtist upprunalega á heimasíðu höfundar en var endurskoðað fyrir birtingu á Vísindavefnum.

Höfundur

Eiríkur Rögnvaldsson

prófessor emeritus í íslenskri málfræði

Útgáfudagur

22.4.2024

Spyrjandi

Guðbrandur Þorvaldsson, ritstjórn

Tilvísun

Eiríkur Rögnvaldsson. „Hvort er réttara mál að beita gagnrýnni hugsun eða gagnrýninni hugsun?“ Vísindavefurinn, 22. apríl 2024. Sótt 3. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=86487.

Eiríkur Rögnvaldsson. (2024, 22. apríl). Hvort er réttara mál að beita gagnrýnni hugsun eða gagnrýninni hugsun? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=86487

Eiríkur Rögnvaldsson. „Hvort er réttara mál að beita gagnrýnni hugsun eða gagnrýninni hugsun?“ Vísindavefurinn. 22. apr. 2024. Vefsíða. 3. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=86487>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort er réttara mál að beita gagnrýnni hugsun eða gagnrýninni hugsun?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:

Hvenær kom orðið gagnrýni inn í íslensku?

Stundum er spurt hvort eigi að segja beita gagnrýnni hugsun eða gagnrýninni hugsun. Stutta svarið er að hvort tveggja er rétt, en það þarfnast nánari skýringar. Venjuleg mynd þessa lýsingarorðs í nefnifalli eintölu er gagnrýninn í karlkyni eins og gefið er upp í Íslenskri nútímamálsorðabók, gagnrýnin í kvenkyni og gagnrýnið í hvorugkyni. Þágufall eintölu í kvenkyni, eins og í umræddu dæmi, er gagnrýninni. En hins vegar er líka til myndin gagnrýnn í nefnifalli eintölu karlkyn, sem er þá gagnrýn í kvenkyni og gagnrýnt í hvorugkyni, og þágufall eintölu í kvenkyni af þeirri mynd er gagnrýnni. Þessi mynd er þó margfalt sjaldgæfari eins og marka má af því að hana er hvorki að finna í Íslenskri orðabókÍslenskri nútímamálsorðabók.

Orðið gagnrýni er ekki ýkja gamalt – var búið til í lok 19. aldar og kom fyrst fram í greininni „Gagnrýni“ í Eimreiðinni 1896. Höfundur hennar er dr. Valtýr Guðmundsson sem nefnir að íslensku skorti tilfinnanlega „orð yfir það sem á útlendu máli kallast „krítík“ og segir svo: „Þetta virðist oss að mætti kalla á íslenzku gagnrýni og gagnrýninn þann mann, sem sýnt er um að gagnrýna hlutina.“ Lýsingarorðið gagnrýninn kemur fyrst fram þarna, en myndin gagnrýnn er litlu yngri – í Fjallkonunni 1903 segir: „Hann var skarpvitur maður og gagnrýnn í mörgum greinum.“ Í Heimi 1906 segir: „Eg vil benda á að alstaðar á meðal mótmælenda í trúarbragðaheiminum fer nú fram söguleg gagnrýn endurskoðun á kenninga kerfunum.“

Orðið gagnrýni var búið til í lok 19. aldar og kom fyrst fram í greininni „Gagnrýni“ í Eimreiðinni 1896.

Bæði -rýnn og -rýninn eru eðlilegar orðmyndanir af sögninni rýna og koma fyrir í samsetningum í fornu máli – glöggrýnn í Völsunga sögu og fullrýninn í Atlamálum hinum grænlensku. Það er því engin sérstök ástæða til að taka gagnrýninn fram yfir gagnrýnn þótt Valtýr hafi notað þá mynd í grein sinni, en hún hefur samt orðið ofan á eins og áður segir. Frá því er þó mikilvæg undantekning – þágufall og eignarfall eintölu í kvenkyni. Ég skoðaði á tímarit.is og í Risamálheildinni fjölda dæma um nefnifalls- og þágufallsmyndir af bæði gagnrýnin og gagnrýn með átta algengustu kvenkynsnafnorðum sem lýsingarorðin standa með – það eru orðin hugsun, umræða, umfjöllun, afstaða, sýn, úttekt, skoðun og greining.

Á tímarit.is voru dæmin um gagnrýnin hugsun og hin orðin sjö 96% af fjölda dæma um nefnifallið, en gagnrýn hugsun aðeins 4%. Þetta er það sem við er að búast – gagnrýnin er venjulega kvenkynsmyndin en gagrýn sjaldgæf. En í þágufallinu snerist þetta við – þar eru dæmin um gagnrýninni hugsun og hin sjö 42,5% af heildarfjölda dæma en gagnrýnni hugsun 57,5%. Í Risamálheildinni eru samsvarandi hlutföll mjög svipuð – 92,3% á móti 7,7% í nefnifalli en 38,8% á móti 61,2% í þágufalli. Þetta sýnir að málnotendur blanda mjög oft saman beygingu orðanna gagnrýninn og gagnrýnn í kvenkyni eintölu – nota langoftast nefnifallsmynd hins fyrrnefnda en mun frekar þágufallsmynd hins síðarnefnda (og einnig eignarfallsmynd).

Algengasta beygingin í kvenkyni eintölu er því gagnrýningagnrýnagagnrýnni (í stað gagnrýninni) – gagnrýnnar (í stað gagnrýninnar). Það ýtir sennilega undir þessa beygingu að þolfall beggja orða er eins, gagnrýna. Í gagnrýn bætist þolfallsendingin -a einfaldlega við stofninn gagnrýn og út kemur gagnrýna. Í gagnrýnin er þetta dálítið flóknara. Þegar þolfallsendingin -a bætist við stofninn gagnrýnin- fellur áherslulausa sérhljóðið i brott úr stofninum (gagnrýnin+a > gagnrýnna) og tvöfalt nn styttist í áhersluleysi (gagnrýnna > gagnrýna) – hvort tveggja eru almennar reglur í málinu þannig að þetta er alveg reglulegt en ekki einstakt fyrir þetta orð. Það sem truflar fólk er að bæði gagnrýnin og gagnrýn er til.

Það er ekkert einsdæmi að tvímyndir séu til af orðum og beygingu myndanna blandað saman þannig að regluleg mynd annars orðsins sé notuð í sumum föllum en í öðrum föllum séu notaðar reglulegar myndir hins orðsins. Þekktasta dæmið um þetta er líklega orðið sannleikur sem einnig er til í myndinni sannleiki, en sú mynd er þó nær eingöngu bundin við aukaföllin. Við segjum sannleikurinn er sagna bestur en tæplega sannleikinn er sagna bestur, en aftur á móti segjum við segðu sannleikann en miklu síður segðu sannleikinn – notum sem sé sterka mynd í nefnifallinu en veika í aukaföllum. Þetta gerum við án þess að taka nokkuð eftir því eða það trufli okkur nokkuð – og það er í góðu lagi. Sama máli gegnir með gagnrýninn og gagnrýnn.

Mynd:

Þetta svar birtist upprunalega á heimasíðu höfundar en var endurskoðað fyrir birtingu á Vísindavefnum....