Ungur var eg forðum,Í nútímamáli er 'villur' hins vegar oft skilið sem fleirtölumynd nafnorðsins 'villa'. Ástæðan fyrir því er væntanlega sú að nafnorðið 'villur' er mjög algengt en lýsingarorðið 'villur' kemur nær aldrei fyrir, nema þá í umræddu orðasambandi. Þessi skilningur á orðasambandinu er talinn rangur í Málfarsbankanum:
fór eg einn saman:
þá varð eg villur vega. (Háv. 47).
Lýsingarorðið villur (vill, villt) hefur sömu merkinu og lýsingarorðið villtur. Hann fer villur vegar. Þeir fara villir vegar. Hún fer vill vegar. Ekki: „þeir fara villur vegar“, „hún fer villur vegar“ enda er það ekki nafnorðið villa sem hér um ræðir.Í pistlinum Fóru þau vill vega eða villur vega? færir Eiríkur Rögnvaldsson hins vegar rök fyrir því að löng og mikil notkun nafnorðsins 'villur' í orðasambandinu hafi skapað nýja málvenju:
Vissulega er enginn vafi á því að villur er upphaflega lýsingarorð í sambandinu fara villur vega(r). En það þýðir ekki endilega að við séum bundin við þann skilning og annar skilningur sé sjálfkrafa rangur – það eru fjölmörg dæmi um að orð og orðasambönd hafi nú aðra merkingu eða séu skilin á annan hátt en í fornu máli. Það er enginn vafi á því að löng og mikil notkun orðsins villur sem nafnorðs í þessu sambandi hefur skapað nýja málvenju – til hliðar við þá gömlu sem auðvitað er enn í fullu gildi. Það er nefnilega ekkert að því að tvær mismunandi málvenjur séu í gangi – við þurfum ekkert öll að tala eins. Tilbrigði sýna að það er líf í málinu. Bæði blaðið fór villt vega og blaðið fór villur vega hlýtur að teljast rétt mál.Hvort tveggja er þess vegna rétt mál og málvenjurnar tvær bera vitni um lifandi mál. Heimildir:
- Málfarsbankinn. (Sótt 14.10.2025).
- Fóru þau vill vega eða villur vega? – Eiríkur Rögnvaldsson. (Sótt 14.10.2025).