Sólin Sólin Rís 10:13 • sest 16:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:22 • Sest 14:12 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:19 • Síðdegis: 18:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:05 • Síðdegis: 12:32 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:13 • sest 16:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:22 • Sest 14:12 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:19 • Síðdegis: 18:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:05 • Síðdegis: 12:32 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða villur eru þetta þegar einhver fer villur vegar?

JGÞ

Stutta svarið er að 'villur' getur bæði verið fleirtölumynd nafnorðsins 'villa' eða lýsingarorðið 'villur' sem nú heyrist sjaldan. Seinni merkingin er sú upprunalega.

Orðasambandið fara villur vega(vegar) merkir að 'hafa rangt' fyrir sér eða 'skjátlast'. 'Villur' í orðasambandinu er upprunalega lýsingarorð með sömu merkingu og lýsingarorðið 'villtur', samanber til dæmis það sem segir í Hávamálum:

Ungur var eg forðum,
fór eg einn saman:
þá varð eg villur vega. (Háv. 47).

Í nútímamáli er 'villur' hins vegar oft skilið sem fleirtölumynd nafnorðsins 'villa'. Ástæðan fyrir því er væntanlega sú að nafnorðið 'villur' er mjög algengt en lýsingarorðið 'villur' kemur nær aldrei fyrir, nema þá í umræddu orðasambandi. Þessi skilningur á orðasambandinu er talinn rangur í Málfarsbankanum:

Lýsingarorðið villur (vill, villt) hefur sömu merkinu og lýsingarorðið villtur. Hann fer villur vegar. Þeir fara villir vegar. Hún fer vill vegar. Ekki: „þeir fara villur vegar“, „hún fer villur vegar“ enda er það ekki nafnorðið villa sem hér um ræðir.

Í pistlinum Fóru þau vill vega eða villur vega? færir Eiríkur Rögnvaldsson hins vegar rök fyrir því að löng og mikil notkun nafnorðsins 'villur' í orðasambandinu hafi skapað nýja málvenju:

Vissulega er enginn vafi á því að villur er upphaflega lýsingarorð í sambandinu fara villur vega(r). En það þýðir ekki endilega að við séum bundin við þann skilning og annar skilningur sé sjálfkrafa rangur – það eru fjölmörg dæmi um að orð og orðasambönd hafi nú aðra merkingu eða séu skilin á annan hátt en í fornu máli. Það er enginn vafi á því að löng og mikil notkun orðsins villur sem nafnorðs í þessu sambandi hefur skapað nýja málvenju – til hliðar við þá gömlu sem auðvitað er enn í fullu gildi. Það er nefnilega ekkert að því að tvær mismunandi málvenjur séu í gangi – við þurfum ekkert öll að tala eins. Tilbrigði sýna að það er líf í málinu. Bæði blaðið fór villt vega og blaðið fór villur vega hlýtur að teljast rétt mál.

Hvort tveggja er þess vegna rétt mál og málvenjurnar tvær bera vitni um lifandi mál.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

20.11.2025

Spyrjandi

Arnar Gunnarsson

Tilvísun

JGÞ. „Hvaða villur eru þetta þegar einhver fer villur vegar?“ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2025, sótt 20. nóvember 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=88141.

JGÞ. (2025, 20. nóvember). Hvaða villur eru þetta þegar einhver fer villur vegar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88141

JGÞ. „Hvaða villur eru þetta þegar einhver fer villur vegar?“ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2025. Vefsíða. 20. nóv. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88141>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða villur eru þetta þegar einhver fer villur vegar?
Stutta svarið er að 'villur' getur bæði verið fleirtölumynd nafnorðsins 'villa' eða lýsingarorðið 'villur' sem nú heyrist sjaldan. Seinni merkingin er sú upprunalega.

Orðasambandið fara villur vega(vegar) merkir að 'hafa rangt' fyrir sér eða 'skjátlast'. 'Villur' í orðasambandinu er upprunalega lýsingarorð með sömu merkingu og lýsingarorðið 'villtur', samanber til dæmis það sem segir í Hávamálum:

Ungur var eg forðum,
fór eg einn saman:
þá varð eg villur vega. (Háv. 47).

Í nútímamáli er 'villur' hins vegar oft skilið sem fleirtölumynd nafnorðsins 'villa'. Ástæðan fyrir því er væntanlega sú að nafnorðið 'villur' er mjög algengt en lýsingarorðið 'villur' kemur nær aldrei fyrir, nema þá í umræddu orðasambandi. Þessi skilningur á orðasambandinu er talinn rangur í Málfarsbankanum:

Lýsingarorðið villur (vill, villt) hefur sömu merkinu og lýsingarorðið villtur. Hann fer villur vegar. Þeir fara villir vegar. Hún fer vill vegar. Ekki: „þeir fara villur vegar“, „hún fer villur vegar“ enda er það ekki nafnorðið villa sem hér um ræðir.

Í pistlinum Fóru þau vill vega eða villur vega? færir Eiríkur Rögnvaldsson hins vegar rök fyrir því að löng og mikil notkun nafnorðsins 'villur' í orðasambandinu hafi skapað nýja málvenju:

Vissulega er enginn vafi á því að villur er upphaflega lýsingarorð í sambandinu fara villur vega(r). En það þýðir ekki endilega að við séum bundin við þann skilning og annar skilningur sé sjálfkrafa rangur – það eru fjölmörg dæmi um að orð og orðasambönd hafi nú aðra merkingu eða séu skilin á annan hátt en í fornu máli. Það er enginn vafi á því að löng og mikil notkun orðsins villur sem nafnorðs í þessu sambandi hefur skapað nýja málvenju – til hliðar við þá gömlu sem auðvitað er enn í fullu gildi. Það er nefnilega ekkert að því að tvær mismunandi málvenjur séu í gangi – við þurfum ekkert öll að tala eins. Tilbrigði sýna að það er líf í málinu. Bæði blaðið fór villt vega og blaðið fór villur vega hlýtur að teljast rétt mál.

Hvort tveggja er þess vegna rétt mál og málvenjurnar tvær bera vitni um lifandi mál.

Heimildir:

Mynd:...