Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju drepa minkar bráð sína til gamans?

JGÞ

Minkar (Mustela vison) eru rándýr sem drepa önnur dýr sér til matar. Það atferli minksins sem spyrjandi vísar til kallast afrán umfram þarfir (e. surplus/superfluous killing) en með því er átt við að dýr drepi meira en það þarf í eina máltíð. Orðalagið að „drepa til gamans“ á þess vegna ekki við hér.

Fjölmargar aðrar dýrategundir stunda afrán umfram þarfir, til að mynda menn, ljón, úlfar, hvítabirnir og köngulær, svo nokkur dæmi séu nefnd. Við fyrstu sýn gæti háttalagið virst tilgangslaust en svo er ekki og ýmsar ástæður geta verið fyrir því. Í svari eftir Rannveigu Magnúsdóttur við spurningunni Hvenær er minkurinn grimmastur og af hverju? er fjallað sérstaklega um þetta og þar segir meðal annars:

Sum dýr grafa bráðina í jörðu og éta hana seinna en hjá öðrum er þetta aðferð til að afla reynslu og þekkingar og til að kenna ungum að veiða. Stundum fæst meiri orka í mörgum hálfétnum en einni heilli bráð, eins og við þekkjum sjálf þegar við viljum ekki eyða tíma og orku í að ná öllu kjötinu af kjúklingabeinum, og stór bráð sem veiðist seinna getur verið orkumeiri en margar litlar. Það geta einnig legið erfðafræðilegar ástæður að baki því að dýr stundi afrán umfram þarfir. Dýr sem lifa í fæðulitlu umhverfi, til dæmis sumar köngulær, drepa þegar færi gefst hvort sem þau eru svöng eða ekki. Hér getur verið um líf eða dauða að ræða. Einstaklingar af sömu tegund sem lifa í umhverfi með mikilli fæðu drepa einungis bráð sína þegar þeir eru svangir. Þessir eiginleikar erfast milli kynslóða, óháð því hve mikil bráð finnst í umhverfi þeirra.

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

8.8.2024

Spyrjandi

Brynjar Elvarsson

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju drepa minkar bráð sína til gamans?“ Vísindavefurinn, 8. ágúst 2024, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86584.

JGÞ. (2024, 8. ágúst). Af hverju drepa minkar bráð sína til gamans? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86584

JGÞ. „Af hverju drepa minkar bráð sína til gamans?“ Vísindavefurinn. 8. ágú. 2024. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86584>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju drepa minkar bráð sína til gamans?
Minkar (Mustela vison) eru rándýr sem drepa önnur dýr sér til matar. Það atferli minksins sem spyrjandi vísar til kallast afrán umfram þarfir (e. surplus/superfluous killing) en með því er átt við að dýr drepi meira en það þarf í eina máltíð. Orðalagið að „drepa til gamans“ á þess vegna ekki við hér.

Fjölmargar aðrar dýrategundir stunda afrán umfram þarfir, til að mynda menn, ljón, úlfar, hvítabirnir og köngulær, svo nokkur dæmi séu nefnd. Við fyrstu sýn gæti háttalagið virst tilgangslaust en svo er ekki og ýmsar ástæður geta verið fyrir því. Í svari eftir Rannveigu Magnúsdóttur við spurningunni Hvenær er minkurinn grimmastur og af hverju? er fjallað sérstaklega um þetta og þar segir meðal annars:

Sum dýr grafa bráðina í jörðu og éta hana seinna en hjá öðrum er þetta aðferð til að afla reynslu og þekkingar og til að kenna ungum að veiða. Stundum fæst meiri orka í mörgum hálfétnum en einni heilli bráð, eins og við þekkjum sjálf þegar við viljum ekki eyða tíma og orku í að ná öllu kjötinu af kjúklingabeinum, og stór bráð sem veiðist seinna getur verið orkumeiri en margar litlar. Það geta einnig legið erfðafræðilegar ástæður að baki því að dýr stundi afrán umfram þarfir. Dýr sem lifa í fæðulitlu umhverfi, til dæmis sumar köngulær, drepa þegar færi gefst hvort sem þau eru svöng eða ekki. Hér getur verið um líf eða dauða að ræða. Einstaklingar af sömu tegund sem lifa í umhverfi með mikilli fæðu drepa einungis bráð sína þegar þeir eru svangir. Þessir eiginleikar erfast milli kynslóða, óháð því hve mikil bráð finnst í umhverfi þeirra.

Mynd:...