Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjir fremja morð á Íslandi?

Helgi Gunnlaugsson

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:

Hverjir fremja morð og er það rétt að gerendur í morðmálum séu nær alltaf tengdir þeim sem þeir myrða?

Í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru að meðaltali framin mörg morð á ári á Íslandi? kemur fram að frá aldamótum 2000 fram á árið 2024 voru alls skráð um 60 manndrápsmál hjá lögreglu. Ef aðeins síðustu fjögur ár eru skoðuð, frá og með 2020 til 2024 eru framin um 3,6 manndráp að meðaltali á ári.

En hver er félagslegur veruleiki manndrápa? Yfir 80 prósent gerenda hér á landi eru karlar og þolendur mestmegnis karlar líka eða um 75 prósent. Að konur drepi eða séu drepnar er því mun fátíðara. Oftast eru tengsl milli gerenda og þolenda, fjölskyldutengsl, vina- eða kunningjatengsl, vinnufélagar. Manndráp alls ókunnugra aðila eru mun sjaldgæfari eða innan við 20 prósent allra manndrápa. Mynstrið erlendis er ekki ósvipað mynstrinu á Íslandi.

Yfir 80 prósent gerenda í morðmálum hér á landi eru karlar og þolendur mestmegnis karlar líka eða um 75 prósent. Oftast eru tengsl milli gerenda og þolenda, fjölskyldutengsl, vina- eða kunningjatengsl, vinnufélagar. Manndráp alls ókunnugra aðila eru mun sjaldgæfari eða innan við 20 prósent allra manndrápa.

Algengasta verknaðaraðferðin á Íslandi eru eggvopn eins og hnífur; kyrking; barsmíðar. Skotvopn koma við sögu, samt ekki eins algeng. Gerendur eiga oft einhverja afbrota- eða ofbeldissögu að baki, stríða stundum við félagslegar eða persónulegar áskoranir, en fremja sjaldan annað manndráp þegar þeir losna. Manndrápin eru yfirleitt ekki skipulögð með löngum fyrirvara, oft tengd áfengi og vímuefnum, ágreiningi og uppgjöri, sem enda í harmleik. Oft ekki mikil ráðgáta hver framdi verknaðinn, gerandinn tilkynnir jafnvel stundum drápið, þótt rannsókn lögreglu geti verið umfangsmikil.

Manndráp sem skera sig frá þessu mynstri vekja oft mikla athygli og ugg í samfélaginu eins og Rauðagerðismálið 2021 í Reykjavík er gott dæmi um. Það var ásetningsmorð sem bar öll einkenni skipulagðrar alþjóðlegrar brotastarfsemi. Umfangsmikla og faglega rannsóknarvinnu lögreglu þurfti til að leysa það mál.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Helgi Gunnlaugsson

prófessor í félagsfræði við HÍ

Útgáfudagur

26.9.2024

Spyrjandi

Sigrún Lilja, Eva S.

Tilvísun

Helgi Gunnlaugsson. „Hverjir fremja morð á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 26. september 2024, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=87035.

Helgi Gunnlaugsson. (2024, 26. september). Hverjir fremja morð á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87035

Helgi Gunnlaugsson. „Hverjir fremja morð á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 26. sep. 2024. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87035>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjir fremja morð á Íslandi?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:

Hverjir fremja morð og er það rétt að gerendur í morðmálum séu nær alltaf tengdir þeim sem þeir myrða?

Í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru að meðaltali framin mörg morð á ári á Íslandi? kemur fram að frá aldamótum 2000 fram á árið 2024 voru alls skráð um 60 manndrápsmál hjá lögreglu. Ef aðeins síðustu fjögur ár eru skoðuð, frá og með 2020 til 2024 eru framin um 3,6 manndráp að meðaltali á ári.

En hver er félagslegur veruleiki manndrápa? Yfir 80 prósent gerenda hér á landi eru karlar og þolendur mestmegnis karlar líka eða um 75 prósent. Að konur drepi eða séu drepnar er því mun fátíðara. Oftast eru tengsl milli gerenda og þolenda, fjölskyldutengsl, vina- eða kunningjatengsl, vinnufélagar. Manndráp alls ókunnugra aðila eru mun sjaldgæfari eða innan við 20 prósent allra manndrápa. Mynstrið erlendis er ekki ósvipað mynstrinu á Íslandi.

Yfir 80 prósent gerenda í morðmálum hér á landi eru karlar og þolendur mestmegnis karlar líka eða um 75 prósent. Oftast eru tengsl milli gerenda og þolenda, fjölskyldutengsl, vina- eða kunningjatengsl, vinnufélagar. Manndráp alls ókunnugra aðila eru mun sjaldgæfari eða innan við 20 prósent allra manndrápa.

Algengasta verknaðaraðferðin á Íslandi eru eggvopn eins og hnífur; kyrking; barsmíðar. Skotvopn koma við sögu, samt ekki eins algeng. Gerendur eiga oft einhverja afbrota- eða ofbeldissögu að baki, stríða stundum við félagslegar eða persónulegar áskoranir, en fremja sjaldan annað manndráp þegar þeir losna. Manndrápin eru yfirleitt ekki skipulögð með löngum fyrirvara, oft tengd áfengi og vímuefnum, ágreiningi og uppgjöri, sem enda í harmleik. Oft ekki mikil ráðgáta hver framdi verknaðinn, gerandinn tilkynnir jafnvel stundum drápið, þótt rannsókn lögreglu geti verið umfangsmikil.

Manndráp sem skera sig frá þessu mynstri vekja oft mikla athygli og ugg í samfélaginu eins og Rauðagerðismálið 2021 í Reykjavík er gott dæmi um. Það var ásetningsmorð sem bar öll einkenni skipulagðrar alþjóðlegrar brotastarfsemi. Umfangsmikla og faglega rannsóknarvinnu lögreglu þurfti til að leysa það mál.

Heimildir:

Mynd:...