Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru að meðaltali framin mörg morð á ári á Íslandi?

Helgi Gunnlaugsson

Ofbeldismál hafa verið áberandi í umræðunni á Íslandi undanfarin misseri og hnífaburður ungmenna talinn vaxandi vandi. Manndrápsmál vekja þó jafnan meiri óhug ekki síst þegar börn eiga í hlut sem gerendur eða þolendur. Manndrápsmál hafa verið óvenjutíð á Íslandi undanfarið og því brýnt að greina þróunina og þann vanda sem við er að eiga.

Manndráp skiptast í nokkrar tegundir sem gagnlegt er að hafa í huga þegar manndráp eru greind og metin.[1] Ásetningsmorð, ætla sér að drepa og það tekst; alvarleg líkamsárás sem endar í drápi og manndráp sem hlýst af gáleysi eða óhappi. Dráp í sjálfsvörn, lögregla drepur hættulegan brotamann á vettvangi eða hermaður óvin í stríði og í BNA dauðarefsingar, aftaka brotamanna. Ef gerandi manndráps er metinn ósakhæfur er hann iðulega sýknaður og engin formleg refsing gerð en viðeigandi úrræði jafnan áskilin.

Manndráp er alvarlegast ofbeldisbrota, þyngri refsing liggur ekki við neinu öðru broti.[2] Viðurlög taka mið af eðli og tildrögum ólíkra manndrápa, þyngstu viðurlögin eru jafnan við ásetningsmorði. Í almennum hegningarlögum á Íslandi lagagrein nr. 211; hver sem sviptir annan mann lífi skal sæta fangelsi ekki skemur en fimm ár eða ævilangt.

Ársskýrslur Ríkislögreglustjóra og tölfræðileg úrvinnsla á vegum embættisins geyma gögn um fjölda og tegundir afbrotamála á Íslandi, þar á meðal manndrápsmála.[3] Frá aldamótum 2000 fram á árið 2024 voru alls um 60 manndrápsmál skráð hjá lögreglu, þar af um tugur á síðustu tveimur árum.[4] Á fyrstu tveimur áratugum aldarinnar voru manndrápin rúmlega tvö á ári að meðaltali. Ef aðeins síðustu ár frá og með 2020 eru skoðuð eru um 3,6 manndráp að meðaltali á ári eða talsverð aukning frá fyrri árum.

Ísland er fámenn þjóð og manndrápsmál eru sem betur fer fátíð hér á landi. Í tilfelli fámennra þjóða og fárra mála má alltaf búast við sveiflum milli ára. Í fræðunum verður því að skoða þróunina yfir lengra tímabil en einungis eitt eða tvö ár. Fjöldi manndrápa á Íslandi frá 2016 er samt áhyggjuefni.

Til að meta þróunina í fjölda manndrápa er nauðsynlegt að taka mið af mannfjöldabreytingum. Um aldamótin síðustu voru íbúar á Íslandi um 280 þúsund en árið 2024 er fjöldinn nær 400 þúsund.[5] Ef mannfjöldabreytingar eru teknar með í reikninginn er hlutfallsleg aukning manndrápa á Íslandi því ekki eins veruleg og virðist við fyrstu sýn þegar fjöldinn einn og sér er skoðaður.

Ef við skoðum manndráp frá aldamótum virðast þau koma í bylgjum. Um og upp úr aldamótum sáum við hrinu manndrápa; fimm manndráp aldamótaárið 2000; önnur fimm árið 2002; og aftur fimm árið 2004. Það er síðan ekki fyrr en á allra síðustu árum sem við erum að sjá viðlíka toppa hjá okkur eða fimm manndráp 2023 og alls sex fram í september árið 2024.

Ísland er fámenn þjóð og manndrápsmál eru þrátt fyrir allt fátíð hér á landi, sem betur fer. Í tilfelli fámennra þjóða og fárra mála má alltaf búast við sveiflum milli ára. Í fræðunum verður því að skoða þróunina yfir lengra tímabil en einungis eitt eða tvö ár. Hjá milljónaþjóðum er tíðnin gjarnan stöðugri milli einstakra ára. Ef við greinum þróunina á Íslandi frá aldamótum er tíðnin því lægri en þegar topparnir í manndrápum koma upp hjá okkur. Aftur á móti mælast topparnir hátt hjá okkur í samanburði við margar Evrópuþjóðir.

Fyrir nokkrum árum var gefin út skýrsla um manndráp á Norðurlöndum 2007-2016.[6] Þar kom fram að manndrápstíðnin á Íslandi var lægst á Norðurlöndum.

Fjöldi manndrápa á Íslandi frá 2016 er samt áhyggjuefni. Að jafnaði hafa verið framin um þrjú manndráp á ári sem er nálægt meðaltali margra Evrópuþjóða. Manndrápstíðnin á Íslandi fyrir allt tímabilið 2016-2024 er um það bil 0,7 manndráp á hverja hundrað þúsund íbúa en tíðnin einstök ár getur verið hærri – eða lægri.[7]

Tilvísanir:
  1. ^ Sjá til dæmis Siegel, 2023 og Jónatan Þórmundsson, 2023.
  2. ^ Sigurður Tómas Magnússon og Hildigunnur Ólafsdóttir, 2003.
  3. ^ Sjá Ársskýrslur Ríkislögreglustjóra, 2024.
  4. ^ Sjá Ólafur Pálsson, 2024.
  5. ^ Sjá Hagstofu Íslands, 2024.
  6. ^ Nordic Homicide Report, 2019.
  7. ^ Sjá til dæmis Homicide Report, 2024.

Heimildir:
  • Ársskýrslur Ríkislögreglustjóra, (2024). Ársskýrslur. Heimasíða Ríkislögreglustjóra. Sótt 23. september, 2024: https://www.logreglan.is/utgafa/arsskyrslur/
  • Hagstofa Íslands, (2024). Mannfjöldi. Reykjavík: Hagstofa Íslands. Sótt 23. september 2024: https://hagstofa.is/talnaefni/ibuar/mannfjoldi/
  • Homicide Report, (2024). Homicide rate in Europe in 2022, by country. Statista Research Department, Sep 2, 2024. Sótt 23. september 2024: https://www.statista.com/statistics/1268504/homicide-rate-europe-country/
  • Jónatan Þórmundsson, (2023). Afbrot og refsiábyrgð I. Önnur útgáfa. Reykjavík: Háskólaútgáfan.
  • Nordic Homicide Report, (2019). Nordic homicide report : Homicide in Denmark, Finland, Iceland, Norway and Sweden, 2007–2016. University of Helsinki. Sótt 23. september 2024: https://helda.helsinki.fi/items/c832b95c-a2d1-4f21-a8f6-da08ca04ac8c
  • Ólafur Pálsson, (2024: 6). Manndráp áður komið í hrinum. Morgunblaðið, 17. september, 2024.
  • Siegel, L.J., (2023). Criminology. Eighth Edition. Boston, MA: Cengage.
  • Sigurður Tómas Magnússon og Hildigunnur Ólafsdóttir, (2003). Ákvörðun refsingar. Reykjavík: Bókaútgáfa Orators.

Mynd:

Höfundur

Helgi Gunnlaugsson

prófessor í félagsfræði við HÍ

Útgáfudagur

25.9.2024

Spyrjandi

Jón Pálsson, Ragnar Jensson, Arnar Björn Sigurðsson

Tilvísun

Helgi Gunnlaugsson. „Hvað eru að meðaltali framin mörg morð á ári á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 25. september 2024, sótt 6. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=13404.

Helgi Gunnlaugsson. (2024, 25. september). Hvað eru að meðaltali framin mörg morð á ári á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=13404

Helgi Gunnlaugsson. „Hvað eru að meðaltali framin mörg morð á ári á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 25. sep. 2024. Vefsíða. 6. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=13404>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru að meðaltali framin mörg morð á ári á Íslandi?
Ofbeldismál hafa verið áberandi í umræðunni á Íslandi undanfarin misseri og hnífaburður ungmenna talinn vaxandi vandi. Manndrápsmál vekja þó jafnan meiri óhug ekki síst þegar börn eiga í hlut sem gerendur eða þolendur. Manndrápsmál hafa verið óvenjutíð á Íslandi undanfarið og því brýnt að greina þróunina og þann vanda sem við er að eiga.

Manndráp skiptast í nokkrar tegundir sem gagnlegt er að hafa í huga þegar manndráp eru greind og metin.[1] Ásetningsmorð, ætla sér að drepa og það tekst; alvarleg líkamsárás sem endar í drápi og manndráp sem hlýst af gáleysi eða óhappi. Dráp í sjálfsvörn, lögregla drepur hættulegan brotamann á vettvangi eða hermaður óvin í stríði og í BNA dauðarefsingar, aftaka brotamanna. Ef gerandi manndráps er metinn ósakhæfur er hann iðulega sýknaður og engin formleg refsing gerð en viðeigandi úrræði jafnan áskilin.

Manndráp er alvarlegast ofbeldisbrota, þyngri refsing liggur ekki við neinu öðru broti.[2] Viðurlög taka mið af eðli og tildrögum ólíkra manndrápa, þyngstu viðurlögin eru jafnan við ásetningsmorði. Í almennum hegningarlögum á Íslandi lagagrein nr. 211; hver sem sviptir annan mann lífi skal sæta fangelsi ekki skemur en fimm ár eða ævilangt.

Ársskýrslur Ríkislögreglustjóra og tölfræðileg úrvinnsla á vegum embættisins geyma gögn um fjölda og tegundir afbrotamála á Íslandi, þar á meðal manndrápsmála.[3] Frá aldamótum 2000 fram á árið 2024 voru alls um 60 manndrápsmál skráð hjá lögreglu, þar af um tugur á síðustu tveimur árum.[4] Á fyrstu tveimur áratugum aldarinnar voru manndrápin rúmlega tvö á ári að meðaltali. Ef aðeins síðustu ár frá og með 2020 eru skoðuð eru um 3,6 manndráp að meðaltali á ári eða talsverð aukning frá fyrri árum.

Ísland er fámenn þjóð og manndrápsmál eru sem betur fer fátíð hér á landi. Í tilfelli fámennra þjóða og fárra mála má alltaf búast við sveiflum milli ára. Í fræðunum verður því að skoða þróunina yfir lengra tímabil en einungis eitt eða tvö ár. Fjöldi manndrápa á Íslandi frá 2016 er samt áhyggjuefni.

Til að meta þróunina í fjölda manndrápa er nauðsynlegt að taka mið af mannfjöldabreytingum. Um aldamótin síðustu voru íbúar á Íslandi um 280 þúsund en árið 2024 er fjöldinn nær 400 þúsund.[5] Ef mannfjöldabreytingar eru teknar með í reikninginn er hlutfallsleg aukning manndrápa á Íslandi því ekki eins veruleg og virðist við fyrstu sýn þegar fjöldinn einn og sér er skoðaður.

Ef við skoðum manndráp frá aldamótum virðast þau koma í bylgjum. Um og upp úr aldamótum sáum við hrinu manndrápa; fimm manndráp aldamótaárið 2000; önnur fimm árið 2002; og aftur fimm árið 2004. Það er síðan ekki fyrr en á allra síðustu árum sem við erum að sjá viðlíka toppa hjá okkur eða fimm manndráp 2023 og alls sex fram í september árið 2024.

Ísland er fámenn þjóð og manndrápsmál eru þrátt fyrir allt fátíð hér á landi, sem betur fer. Í tilfelli fámennra þjóða og fárra mála má alltaf búast við sveiflum milli ára. Í fræðunum verður því að skoða þróunina yfir lengra tímabil en einungis eitt eða tvö ár. Hjá milljónaþjóðum er tíðnin gjarnan stöðugri milli einstakra ára. Ef við greinum þróunina á Íslandi frá aldamótum er tíðnin því lægri en þegar topparnir í manndrápum koma upp hjá okkur. Aftur á móti mælast topparnir hátt hjá okkur í samanburði við margar Evrópuþjóðir.

Fyrir nokkrum árum var gefin út skýrsla um manndráp á Norðurlöndum 2007-2016.[6] Þar kom fram að manndrápstíðnin á Íslandi var lægst á Norðurlöndum.

Fjöldi manndrápa á Íslandi frá 2016 er samt áhyggjuefni. Að jafnaði hafa verið framin um þrjú manndráp á ári sem er nálægt meðaltali margra Evrópuþjóða. Manndrápstíðnin á Íslandi fyrir allt tímabilið 2016-2024 er um það bil 0,7 manndráp á hverja hundrað þúsund íbúa en tíðnin einstök ár getur verið hærri – eða lægri.[7]

Tilvísanir:
  1. ^ Sjá til dæmis Siegel, 2023 og Jónatan Þórmundsson, 2023.
  2. ^ Sigurður Tómas Magnússon og Hildigunnur Ólafsdóttir, 2003.
  3. ^ Sjá Ársskýrslur Ríkislögreglustjóra, 2024.
  4. ^ Sjá Ólafur Pálsson, 2024.
  5. ^ Sjá Hagstofu Íslands, 2024.
  6. ^ Nordic Homicide Report, 2019.
  7. ^ Sjá til dæmis Homicide Report, 2024.

Heimildir:
  • Ársskýrslur Ríkislögreglustjóra, (2024). Ársskýrslur. Heimasíða Ríkislögreglustjóra. Sótt 23. september, 2024: https://www.logreglan.is/utgafa/arsskyrslur/
  • Hagstofa Íslands, (2024). Mannfjöldi. Reykjavík: Hagstofa Íslands. Sótt 23. september 2024: https://hagstofa.is/talnaefni/ibuar/mannfjoldi/
  • Homicide Report, (2024). Homicide rate in Europe in 2022, by country. Statista Research Department, Sep 2, 2024. Sótt 23. september 2024: https://www.statista.com/statistics/1268504/homicide-rate-europe-country/
  • Jónatan Þórmundsson, (2023). Afbrot og refsiábyrgð I. Önnur útgáfa. Reykjavík: Háskólaútgáfan.
  • Nordic Homicide Report, (2019). Nordic homicide report : Homicide in Denmark, Finland, Iceland, Norway and Sweden, 2007–2016. University of Helsinki. Sótt 23. september 2024: https://helda.helsinki.fi/items/c832b95c-a2d1-4f21-a8f6-da08ca04ac8c
  • Ólafur Pálsson, (2024: 6). Manndráp áður komið í hrinum. Morgunblaðið, 17. september, 2024.
  • Siegel, L.J., (2023). Criminology. Eighth Edition. Boston, MA: Cengage.
  • Sigurður Tómas Magnússon og Hildigunnur Ólafsdóttir, (2003). Ákvörðun refsingar. Reykjavík: Bókaútgáfa Orators.

Mynd:...