Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Í hegningarlögum er kveðið á um hver refsirammi vegna afbrota er og dómarar eru bundnir af þeim ákvæðum við ákvörðun refsingar.
Í 211. gr. hegningarlaga er kveðið á um refsingu vegna manndráps. Þar segir: "Hver, sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt."
Lögin setja því ákveðinn refsiramma, að lágmarki 5 ár en að hámarki ævilangt fangelsi. Það er svo í höndum dómstólanna að ákvarða refsingu innan þess ramma. Dómstólar á Íslandi eru fremur varfærnir við ákvörðun refsingar og Hæstiréttur hefur aldrei dæmt nokkurn í ævilangt fangelsi heldur eingöngu til tímabundinnar refsingar. Héraðsdómur hefur hins vegar tvívegis dæmt mann í ævilangt fangelsi en Hæstiréttur hefur í bæði skiptin mildað refsinguna og tímabundið hana.
Í 1. mgr. 34. gr. hegningarlaga segir: "Í fangelsi má dæma menn ævilangt eða um tiltekinn tíma, ekki skemur en 30 daga og ekki lengur en 16 ár."
Í þessu felst að dómstólar geta ýmist tímabundið refsingar, eins og vaninn er að gera, og verða þá að miða við 16 ára hámark, eða þá að kveða á um ævilangt fangelsi.
Aftur á móti geta dómstólar samkvæmt 1. mgr. 79. gr. hegningarlaga dæmt þyngri dóma en þessi rammi segir til um. Þar segir: "Nú heimila lög aukna refsingu við broti og skulu þá takmörk þau, sem sett eru í 34. gr., ekki vera því til fyrirstöðu að dæma megi í fangelsi allt að 20 árum."
Þannig getur dómstóll, sem ákveður að fara þá leið að tímabinda refsingu að hámarki kveðið á um 20 ára fangelsi.
Í rannsókn sem unnin var með því að skoða dóma Hæstaréttar í manndrápsmálum frá 1955-2005 kom fram að refsiákvarðanir hafi allar verið tímabundnar og yfirleitt á bilinu 5 ára fangelsi upp í 16 ára fangelsi.
Í dómi Hæstaréttar í máli 461/1993 kvað dómstólinn upp sinn þyngsta dóm í manndrápsmáli sem var 20 ára fangelsisvist.
Eitt dæmi er um að Hæstiréttur hafi farið niður fyrir neðri mörkin, það er 5 ára fangelsi, en það var í máli 62/1987, þar sem brotamaður var dæmdur til 4 ára skilorðsbundinnar refsingar en í því máli voru afar sérstakar aðstæður, meðal annars ungur aldur brotamanns og erfiðar og sérstæðar aðstæður.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Manndráp af ásetningi. Um ýmis atriði sem áhrif hafa á þyngd refsinga fyrir brot gegn 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Júlía Ósk Antonsdóttir, lokaverkefni til 90 eininga B.A.-prófs í félagsvísinda- og lagadeild HA.
Árni Helgason. „Er hægt að dæma fjöldamorðingja á Íslandi í lengra en 16 ára fangelsi?“ Vísindavefurinn, 31. ágúst 2009, sótt 6. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52904.
Árni Helgason. (2009, 31. ágúst). Er hægt að dæma fjöldamorðingja á Íslandi í lengra en 16 ára fangelsi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52904
Árni Helgason. „Er hægt að dæma fjöldamorðingja á Íslandi í lengra en 16 ára fangelsi?“ Vísindavefurinn. 31. ágú. 2009. Vefsíða. 6. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52904>.