Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað af innflytjendum?

Þórólfur Matthíasson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað íbúa aðflutningslands þegar innflytjendur á vinnualdri flytja til landsins?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvaða áhrif hafa fólksflutningar milli landa á þjóðarhag? eru áhrif aðflutnings fólks á vinnufærum aldri á aðstæður íbúa móttökulands margvísleg. Þar er bæði um að ræða bein áhrif (áhrif á opinber útgjöld) og óbein áhrif (áhrif á framleiðni heimafólks). Hægt er að áætla beinu áhrifin að vissum forsendum uppfylltum. Fjöldi þeirra sem flytjast til landsins í atvinnuskyni er þekktur, þó með skekkjumörkum þar sem erfitt kann að vera að rekja hverjir hyggjast dvelja skemur en 12 mánuði.

Efnahags- og framfarastofnunin (e. Organisation for Economic Co-operation and Development, skammstafað OECD) er samstarfsvettvangur nokkurra best stæðu landa heims á vettvangi efnahagsrannsókna og stefnumótunar á sviði efnahagsmála. Stofnunin tekur árlega saman skýrslu um horfur í málefnum innflytjenda, meðal annars vegna áhrifa innflytjenda á vinnumarkað aðildarlandanna. Árið 2021 var sérstaklega fjallað um áhrif innflytjenda á fjármál hins opinbera.[1] Til skoðunar voru 22 OECD lönd í Evrópu, auk Ástralíu, Kanada og Bandaríkja Norður-Ameríku. Skattagreiðslur innflytjenda voru bornar saman við framlög hins opinbera til einstaklingsbundinnar opinberrar þjónustu: félagsleg þjónustu (húsnæði og framfærsla), heilbrigðisþjónustu og menntunar.[2]

Við þessa beinu einstaklingsbundnu þjónustu má bæta kostnaði við tvennt, annars vegar fjöldabundin opinber gæði (e. congestable public goods) og hins vegar hrein opinber gæði (e. pure public goods). Til að gæði fjöldabundinnar opinberrar þjónustu haldist óbreytt þarf framboð að haldast í hendur við fólksfjölda. Dæmi um þetta er þjónusta veitufyrirtækja (kalt og heitt vatn), löggæsla, samgöngumannvirki og almannasamgöngur. Í þessum tilvikum er lítill munur á meðalkostnaði framboðs á hvern íbúa annars vegar og kostnaði vegna viðbótaríbúa (jaðarkostnaðar). Hrein opinber gæði einkennast af að viðbótaríbúi eykur ekki kostnað við að veita viðkomandi þjónustu. Dæmi um þess háttar gæði eru dómskerfið og opinber stjórnsýsla auk landvarna.

Framlag innflytjenda og innfæddra til fjármála hins opinbera í völdum OECD löndum, Hlutfall af VLF, meðaltal 2006-2018.

Land Innflytjendur Innfæddir
(1)

Skatttekjur að frádregnum kostnaði við einstaklingsbundna þjónustu og fjöldabundna þjónustu

(2)

Sama og (1) að viðbættum kostnaði við hrein opinber gæði

(3)

Skatttekjur að frádregnum kostnaði við einstaklingsbundna þjónustu og fjöldabundna þjónustu

(4)

Sama og (3) að viðbættum kostnaði við hrein opinber gæði

Kanada 2,16 -1,19 9,62 -0,25
Þýskaland

1,54
-0,28 9,24 0,02
Danmörk 0,87 -0,08 9,51 0,25
Finnland 0,13 -0,18 7,16 -0,30
Stóra-Bretland 2,02 0,23 0,24 -5,71
Noregur 1,34 1,22 10,80 9,99
Svíþjóð 1,00 -0,83 10,00 1,21
USA 1,00 -0,68 1,91 -6,25
Meðaltal (25 lönd) 1,56 -0,16 7,90 -1,90

Skatttekjur innflytjenda duga til að greiða fyrir allan þann kostnað sem hið opinbera hefur vegna dvalar þeirra í öllum löndunum 25. Ísland er ekki hluti af menginu, en engin ástæða til að ætla annað en sama eigi við hér. Staðan breytist sé litið til hlutdeildar innflytjenda í hreinum almannagæðum. Skatttekjur innflytjenda duga sem sé í öllum tilvikum til að greiða fyrir beinan og óbeinan kostnað sem dvölin veldur hjá hinu opinbera, en ekki til að taka fullan þátt í kostnaði við stjórnsýslu og varnir.[3] En sé litið til dálka (3) og (4) í töflunni sést að sama á við um innfædda. Skatttekjur duga fyrir beinum og óbeinum útgjöldum sem hægt er að tengja beint við veru þeirra í landinu, en í nokkrum tilvikum duga þær ekki til að greiða fyrir hrein almannagæði.

Í skýrslu OECD frá 2021, þar sem fjallað var sérstaklega um áhrif innflytjenda á fjármál hins opinbera, kemur fram að áhrif innflytjenda á fjármál hins opinbera eru jákvæð, en lítil að umfangi.

Ástæðan er að á tímabilinu sem til skoðunar var hið opinbera rekið með halla í mörgum landanna. Skatttekjur íbúa og innflytjenda í Kanada, Finnlandi og USA duga ekki til að greiða bæði fyrir hrein opinber gæði og bein og óbein útgjöld vegna þeirra sem í löndunum búa.

Eftirtekt vekur að meiri „afgangur“ er í flestum tilvikum tengdur innfæddum en innflytjendum. Munar þar miklu í sumum löndunum. Jafnframt vekur athygli hvað lítill munur er á þessum „afgangi“ í Bandaríkjunum og Stóra-Bretlandi.

Samantekið sýnir þessi tölulegi samanburður að áhrif innflytjenda á fjármál hins opinbera séu jákvæð, en lítil að umfangi. Höfundar skýrslunnar taka fram að ekki sé tekið tillit til kostnaðar sem fellur til vegna barna innflytjenda. Skólaganga vegur þar þungt og þar sem aðeins er horft til augnabliksins myndi sú framkvæmd rannsóknarinnar lækka „afganginn“ sem nemur hálfu prósentustigi að meðaltali. Höfundar skýrslunnar telja rétt að meðhöndla börn innflytjenda með sama hætti og „innfædda“.

Tilvísanir:
  1. ^ Skýrslan er aðgengileg hér: https://doi.org/10.1787/29f23e9d-en. (Sótt 31.10.2024).
  2. ^ Í skýrslunni eru börn innflytjenda talin sem hluti af menginu innfæddir.
  3. ^ Hafa ber í huga að fjölgun innflytjenda hefur engin áhrif á umfang kostnaðar vegna hreinna almannagæða. Almannagæði eru þess eðlis að notkun eins takmarkar ekki möguleika annars til að njóta og enginn verður heftur í að njóta sé á annað borð boðið upp á gæðin. Götulýsing, vitaþjónusta og almannavarnir eru klassísk dæmi um almannagæði.

Mynd:

Höfundur

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

31.10.2024

Spyrjandi

Sigurður E.

Tilvísun

Þórólfur Matthíasson. „Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað af innflytjendum?“ Vísindavefurinn, 31. október 2024, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=87152.

Þórólfur Matthíasson. (2024, 31. október). Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað af innflytjendum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87152

Þórólfur Matthíasson. „Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað af innflytjendum?“ Vísindavefurinn. 31. okt. 2024. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87152>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað af innflytjendum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað íbúa aðflutningslands þegar innflytjendur á vinnualdri flytja til landsins?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvaða áhrif hafa fólksflutningar milli landa á þjóðarhag? eru áhrif aðflutnings fólks á vinnufærum aldri á aðstæður íbúa móttökulands margvísleg. Þar er bæði um að ræða bein áhrif (áhrif á opinber útgjöld) og óbein áhrif (áhrif á framleiðni heimafólks). Hægt er að áætla beinu áhrifin að vissum forsendum uppfylltum. Fjöldi þeirra sem flytjast til landsins í atvinnuskyni er þekktur, þó með skekkjumörkum þar sem erfitt kann að vera að rekja hverjir hyggjast dvelja skemur en 12 mánuði.

Efnahags- og framfarastofnunin (e. Organisation for Economic Co-operation and Development, skammstafað OECD) er samstarfsvettvangur nokkurra best stæðu landa heims á vettvangi efnahagsrannsókna og stefnumótunar á sviði efnahagsmála. Stofnunin tekur árlega saman skýrslu um horfur í málefnum innflytjenda, meðal annars vegna áhrifa innflytjenda á vinnumarkað aðildarlandanna. Árið 2021 var sérstaklega fjallað um áhrif innflytjenda á fjármál hins opinbera.[1] Til skoðunar voru 22 OECD lönd í Evrópu, auk Ástralíu, Kanada og Bandaríkja Norður-Ameríku. Skattagreiðslur innflytjenda voru bornar saman við framlög hins opinbera til einstaklingsbundinnar opinberrar þjónustu: félagsleg þjónustu (húsnæði og framfærsla), heilbrigðisþjónustu og menntunar.[2]

Við þessa beinu einstaklingsbundnu þjónustu má bæta kostnaði við tvennt, annars vegar fjöldabundin opinber gæði (e. congestable public goods) og hins vegar hrein opinber gæði (e. pure public goods). Til að gæði fjöldabundinnar opinberrar þjónustu haldist óbreytt þarf framboð að haldast í hendur við fólksfjölda. Dæmi um þetta er þjónusta veitufyrirtækja (kalt og heitt vatn), löggæsla, samgöngumannvirki og almannasamgöngur. Í þessum tilvikum er lítill munur á meðalkostnaði framboðs á hvern íbúa annars vegar og kostnaði vegna viðbótaríbúa (jaðarkostnaðar). Hrein opinber gæði einkennast af að viðbótaríbúi eykur ekki kostnað við að veita viðkomandi þjónustu. Dæmi um þess háttar gæði eru dómskerfið og opinber stjórnsýsla auk landvarna.

Framlag innflytjenda og innfæddra til fjármála hins opinbera í völdum OECD löndum, Hlutfall af VLF, meðaltal 2006-2018.

Land Innflytjendur Innfæddir
(1)

Skatttekjur að frádregnum kostnaði við einstaklingsbundna þjónustu og fjöldabundna þjónustu

(2)

Sama og (1) að viðbættum kostnaði við hrein opinber gæði

(3)

Skatttekjur að frádregnum kostnaði við einstaklingsbundna þjónustu og fjöldabundna þjónustu

(4)

Sama og (3) að viðbættum kostnaði við hrein opinber gæði

Kanada 2,16 -1,19 9,62 -0,25
Þýskaland

1,54
-0,28 9,24 0,02
Danmörk 0,87 -0,08 9,51 0,25
Finnland 0,13 -0,18 7,16 -0,30
Stóra-Bretland 2,02 0,23 0,24 -5,71
Noregur 1,34 1,22 10,80 9,99
Svíþjóð 1,00 -0,83 10,00 1,21
USA 1,00 -0,68 1,91 -6,25
Meðaltal (25 lönd) 1,56 -0,16 7,90 -1,90

Skatttekjur innflytjenda duga til að greiða fyrir allan þann kostnað sem hið opinbera hefur vegna dvalar þeirra í öllum löndunum 25. Ísland er ekki hluti af menginu, en engin ástæða til að ætla annað en sama eigi við hér. Staðan breytist sé litið til hlutdeildar innflytjenda í hreinum almannagæðum. Skatttekjur innflytjenda duga sem sé í öllum tilvikum til að greiða fyrir beinan og óbeinan kostnað sem dvölin veldur hjá hinu opinbera, en ekki til að taka fullan þátt í kostnaði við stjórnsýslu og varnir.[3] En sé litið til dálka (3) og (4) í töflunni sést að sama á við um innfædda. Skatttekjur duga fyrir beinum og óbeinum útgjöldum sem hægt er að tengja beint við veru þeirra í landinu, en í nokkrum tilvikum duga þær ekki til að greiða fyrir hrein almannagæði.

Í skýrslu OECD frá 2021, þar sem fjallað var sérstaklega um áhrif innflytjenda á fjármál hins opinbera, kemur fram að áhrif innflytjenda á fjármál hins opinbera eru jákvæð, en lítil að umfangi.

Ástæðan er að á tímabilinu sem til skoðunar var hið opinbera rekið með halla í mörgum landanna. Skatttekjur íbúa og innflytjenda í Kanada, Finnlandi og USA duga ekki til að greiða bæði fyrir hrein opinber gæði og bein og óbein útgjöld vegna þeirra sem í löndunum búa.

Eftirtekt vekur að meiri „afgangur“ er í flestum tilvikum tengdur innfæddum en innflytjendum. Munar þar miklu í sumum löndunum. Jafnframt vekur athygli hvað lítill munur er á þessum „afgangi“ í Bandaríkjunum og Stóra-Bretlandi.

Samantekið sýnir þessi tölulegi samanburður að áhrif innflytjenda á fjármál hins opinbera séu jákvæð, en lítil að umfangi. Höfundar skýrslunnar taka fram að ekki sé tekið tillit til kostnaðar sem fellur til vegna barna innflytjenda. Skólaganga vegur þar þungt og þar sem aðeins er horft til augnabliksins myndi sú framkvæmd rannsóknarinnar lækka „afganginn“ sem nemur hálfu prósentustigi að meðaltali. Höfundar skýrslunnar telja rétt að meðhöndla börn innflytjenda með sama hætti og „innfædda“.

Tilvísanir:
  1. ^ Skýrslan er aðgengileg hér: https://doi.org/10.1787/29f23e9d-en. (Sótt 31.10.2024).
  2. ^ Í skýrslunni eru börn innflytjenda talin sem hluti af menginu innfæddir.
  3. ^ Hafa ber í huga að fjölgun innflytjenda hefur engin áhrif á umfang kostnaðar vegna hreinna almannagæða. Almannagæði eru þess eðlis að notkun eins takmarkar ekki möguleika annars til að njóta og enginn verður heftur í að njóta sé á annað borð boðið upp á gæðin. Götulýsing, vitaþjónusta og almannavarnir eru klassísk dæmi um almannagæði.

Mynd:...