Sólin Sólin Rís 08:12 • sest 18:14 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:56 • Síðdegis: 23:38 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 17:23 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:12 • sest 18:14 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:56 • Síðdegis: 23:38 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 17:23 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig verndar æðarfugl eggin sín?

Jón Már Halldórsson

Eins og flestir aðrir fuglar, þarf æðarfuglinn bæði að verja egg sín gegn kulda og fyrir afræningnum.

Til þess að halda eggjunum heitum og verja þau og vernda fyrir kulda þá plokkar æðarkollan (Somateria mollissima) dún af bringunni og hylur eggin með honum. Æðardúnn er frábært efni til þess að einangra og með því helst hitinn á eggjunum á meðan kollan fer út á sjó að finna sér æti. Með dúninum getur hún líka hulið eggin og falið þau að einhverju leyti fyrir afræningjum svo sem hröfnum, máfum og tófum.

Val á hreiðurstæði getur líka verið vörn gegn afræningjum en æðarfuglar velja oft hreiðurstæði sem dylja hreiðrin vel, svo sem á milli stórra grjóthnullunga eða við þá, í háu grasi eða úti í hólmum. Auðvelt er að laða æðarfugl að bæjum og oft eru þar þétt æðarvörp. Þar fær fuglinn vernd fyrir afræningjum frá bændum sem njóta góðs af samlífinu með æðarfuglinum með því að nýta dúninn sem er afar verðmætur.

Æðarkolla á hreiðri.

Æðarkolla á hreiðri.

Æðarkollan hætti sér sjaldan langt frá hreiðrinu og fer venjulega aðeins einu sinni á dag út á sjó að leita sér að æti. Hún er því afar þaulsetin á hreiðrinu og getur verið hreyfingalaus þegar komið er að hreiðri en rokið svo skyndilega burt af hreiðrinu og þóst vera slösuð, til dæmis dregið vænginn eftir jörðinni til að beina athygli afræningjans frá hreiðrinu. Slíkt atferli er mjög algengt, meðal annars hjá mófuglum svo sem heiðlóu og einnig sandlóu.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.10.2025

Spyrjandi

Arnar Elvarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig verndar æðarfugl eggin sín?“ Vísindavefurinn, 13. október 2025, sótt 13. október 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87340.

Jón Már Halldórsson. (2025, 13. október). Hvernig verndar æðarfugl eggin sín? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87340

Jón Már Halldórsson. „Hvernig verndar æðarfugl eggin sín?“ Vísindavefurinn. 13. okt. 2025. Vefsíða. 13. okt. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87340>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig verndar æðarfugl eggin sín?
Eins og flestir aðrir fuglar, þarf æðarfuglinn bæði að verja egg sín gegn kulda og fyrir afræningnum.

Til þess að halda eggjunum heitum og verja þau og vernda fyrir kulda þá plokkar æðarkollan (Somateria mollissima) dún af bringunni og hylur eggin með honum. Æðardúnn er frábært efni til þess að einangra og með því helst hitinn á eggjunum á meðan kollan fer út á sjó að finna sér æti. Með dúninum getur hún líka hulið eggin og falið þau að einhverju leyti fyrir afræningjum svo sem hröfnum, máfum og tófum.

Val á hreiðurstæði getur líka verið vörn gegn afræningjum en æðarfuglar velja oft hreiðurstæði sem dylja hreiðrin vel, svo sem á milli stórra grjóthnullunga eða við þá, í háu grasi eða úti í hólmum. Auðvelt er að laða æðarfugl að bæjum og oft eru þar þétt æðarvörp. Þar fær fuglinn vernd fyrir afræningjum frá bændum sem njóta góðs af samlífinu með æðarfuglinum með því að nýta dúninn sem er afar verðmætur.

Æðarkolla á hreiðri.

Æðarkolla á hreiðri.

Æðarkollan hætti sér sjaldan langt frá hreiðrinu og fer venjulega aðeins einu sinni á dag út á sjó að leita sér að æti. Hún er því afar þaulsetin á hreiðrinu og getur verið hreyfingalaus þegar komið er að hreiðri en rokið svo skyndilega burt af hreiðrinu og þóst vera slösuð, til dæmis dregið vænginn eftir jörðinni til að beina athygli afræningjans frá hreiðrinu. Slíkt atferli er mjög algengt, meðal annars hjá mófuglum svo sem heiðlóu og einnig sandlóu.

Myndir:

...