Sólin Sólin Rís 05:04 • sest 22:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:10 • Sest 06:26 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:04 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 05:04 • sest 22:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:10 • Sest 06:26 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:04 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er „hvít“ lygi, hvers vegna er hún hvít?

Guðrún Kvaran

Upprunalega var spurningin svona:
Hvað er „hvít“ lygi, hvers vegna hvít og væri þá hægt að finna lygar í (mörgum) öðrum litum?

Orðasambandið hvít lygi hefur líklega borist í málið úr ensku þar sem orðasambandið white lie er vel þekkt. Í Chambers 20th Century Dictionary (1983:728) segir um merkinguna: ‘a minor falsehood, esp. one uttered for reasons of tact, etc.’ (minni háttar ósannindi, einkum sögð í kurteisisskyni o.s.frv.).

Það er til dæmis hvít lygi að segja barni að tannálfurinn hafi tekið tönn þess undan koddanum og skilið eitthvað eftir í staðinn eða að jólasveinninn hafi sett nammi í skóinn. Það er líka hvít lygi að hrósa klippingu eða hárgreiðslu vinar eða vinkonu eða flík eða öðru sem okkur þykir forljótt einungis til þess að særa ekki viðkomandi.

Lýsingarorðið hvítur er hér notað til að draga úr því að notuð er lygi en yfirleitt er það talið löstur að ljúga.

Heimild:
  • Chambers 20th Century Dictionary. 1983. E. M. Kirkpatrick (ritstj.). New Edition. W. and R. Chambers Ltd. Edinburgh.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

8.8.2025

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er „hvít“ lygi, hvers vegna er hún hvít?“ Vísindavefurinn, 8. ágúst 2025, sótt 10. ágúst 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87700.

Guðrún Kvaran. (2025, 8. ágúst). Hvað er „hvít“ lygi, hvers vegna er hún hvít? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87700

Guðrún Kvaran. „Hvað er „hvít“ lygi, hvers vegna er hún hvít?“ Vísindavefurinn. 8. ágú. 2025. Vefsíða. 10. ágú. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87700>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er „hvít“ lygi, hvers vegna er hún hvít?
Upprunalega var spurningin svona:

Hvað er „hvít“ lygi, hvers vegna hvít og væri þá hægt að finna lygar í (mörgum) öðrum litum?

Orðasambandið hvít lygi hefur líklega borist í málið úr ensku þar sem orðasambandið white lie er vel þekkt. Í Chambers 20th Century Dictionary (1983:728) segir um merkinguna: ‘a minor falsehood, esp. one uttered for reasons of tact, etc.’ (minni háttar ósannindi, einkum sögð í kurteisisskyni o.s.frv.).

Það er til dæmis hvít lygi að segja barni að tannálfurinn hafi tekið tönn þess undan koddanum og skilið eitthvað eftir í staðinn eða að jólasveinninn hafi sett nammi í skóinn. Það er líka hvít lygi að hrósa klippingu eða hárgreiðslu vinar eða vinkonu eða flík eða öðru sem okkur þykir forljótt einungis til þess að særa ekki viðkomandi.

Lýsingarorðið hvítur er hér notað til að draga úr því að notuð er lygi en yfirleitt er það talið löstur að ljúga.

Heimild:
  • Chambers 20th Century Dictionary. 1983. E. M. Kirkpatrick (ritstj.). New Edition. W. and R. Chambers Ltd. Edinburgh.

Mynd:...