Sólin Sólin Rís 05:02 • sest 21:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:57 • Síðdegis: 20:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 05:02 • sest 21:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:57 • Síðdegis: 20:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju skemmast raftæki ef vatn kemst að þeim?

Ari Ólafsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Halló aftur Vísindavefur Háskóla Íslands, af hverju skemmist rafmagnsdót eða eitthvað annað tengt rafmagni í vatni? Kveðja, Eysteinn, 7 ára.

Raftæki innihalda rafrásir, sem stjórna leiðum og styrk rafstrauma í tækinu. Rafrásirnar eru lokaðar lykkjur af rafleiðurum og íhlutum með mismunandi svörun við rafstraumi eða rafspennu. Rafleiðararnir eru oftast koparvírar, en íhlutirnir geta verið svokallaðar mótstöður sem takmarka rafstrauma, ljósgjafar, til dæmis LED-ljóstvistar, rafhreyflar sem breyta raforku í hreyfiorku, eða rafstraumslokar/hlið af ýmsum gerðum. Íhlutirnir eru byggðir fyrir einhverja hámarksspennu eða hámarksstraum. Fari rafspennan eða rafstraumurinn yfir þau þolmörk, bráðnar eða brennur íhluturinn og rafrásin hættir sinni virkni.

Einföld rafrás með þremur íhlutum: rafhlöðu, mótstöðu og ljósgjafa. Ef mótstaðan blotnar kemst rafstraumur framhjá henni og heildarstraumurinn getur farið yfir þolmörk ljósgjafans svo hann bráðnar og hættir að leiða rafstraum.

Komist vatn að rafrás getur rafstraumur fundið leið framhjá einhverjum íhlutum í gegnum vatnið og straumur í gegnum annan íhlut farið yfir þolmörk svo hann skemmist. Við skulum taka dæmi af einfaldri rafrás með þremur íhlutum sem eru tengdir í lokaða lykkju með koparvírum. Íhlutirnir eru spennugjafi (gæti verið rafhlaða), mótstaða og ljósgjafi (ljósapera eða ljóstvistur). Allir íhlutirnir hafa tvo enda, og eru tengdir í lokaða lykkju, hver í framhaldi af öðrum. Hlutverk mótstöðunnar í rásinni er að takmarka rafstrauminn sem rennur í gegnum ljósgjafann. Ef mótstaðan blotnar kemst rafstraumur framhjá henni og heildarstraumurinn gæti farið yfir þolmörk ljósgjafans svo hann bráðnar og hættir að leiða rafstraum. Ef rafstraumurinn verður mjög stór gæti farið svo að spennugjafinn skemmist líka.

Myndir:

Höfundur

Ari Ólafsson

dósent emeritus í eðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

30.4.2025

Spyrjandi

Eysteinn

Tilvísun

Ari Ólafsson. „Af hverju skemmast raftæki ef vatn kemst að þeim?“ Vísindavefurinn, 30. apríl 2025, sótt 30. apríl 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87762.

Ari Ólafsson. (2025, 30. apríl). Af hverju skemmast raftæki ef vatn kemst að þeim? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87762

Ari Ólafsson. „Af hverju skemmast raftæki ef vatn kemst að þeim?“ Vísindavefurinn. 30. apr. 2025. Vefsíða. 30. apr. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87762>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju skemmast raftæki ef vatn kemst að þeim?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Halló aftur Vísindavefur Háskóla Íslands, af hverju skemmist rafmagnsdót eða eitthvað annað tengt rafmagni í vatni? Kveðja, Eysteinn, 7 ára.

Raftæki innihalda rafrásir, sem stjórna leiðum og styrk rafstrauma í tækinu. Rafrásirnar eru lokaðar lykkjur af rafleiðurum og íhlutum með mismunandi svörun við rafstraumi eða rafspennu. Rafleiðararnir eru oftast koparvírar, en íhlutirnir geta verið svokallaðar mótstöður sem takmarka rafstrauma, ljósgjafar, til dæmis LED-ljóstvistar, rafhreyflar sem breyta raforku í hreyfiorku, eða rafstraumslokar/hlið af ýmsum gerðum. Íhlutirnir eru byggðir fyrir einhverja hámarksspennu eða hámarksstraum. Fari rafspennan eða rafstraumurinn yfir þau þolmörk, bráðnar eða brennur íhluturinn og rafrásin hættir sinni virkni.

Einföld rafrás með þremur íhlutum: rafhlöðu, mótstöðu og ljósgjafa. Ef mótstaðan blotnar kemst rafstraumur framhjá henni og heildarstraumurinn getur farið yfir þolmörk ljósgjafans svo hann bráðnar og hættir að leiða rafstraum.

Komist vatn að rafrás getur rafstraumur fundið leið framhjá einhverjum íhlutum í gegnum vatnið og straumur í gegnum annan íhlut farið yfir þolmörk svo hann skemmist. Við skulum taka dæmi af einfaldri rafrás með þremur íhlutum sem eru tengdir í lokaða lykkju með koparvírum. Íhlutirnir eru spennugjafi (gæti verið rafhlaða), mótstaða og ljósgjafi (ljósapera eða ljóstvistur). Allir íhlutirnir hafa tvo enda, og eru tengdir í lokaða lykkju, hver í framhaldi af öðrum. Hlutverk mótstöðunnar í rásinni er að takmarka rafstrauminn sem rennur í gegnum ljósgjafann. Ef mótstaðan blotnar kemst rafstraumur framhjá henni og heildarstraumurinn gæti farið yfir þolmörk ljósgjafans svo hann bráðnar og hættir að leiða rafstraum. Ef rafstraumurinn verður mjög stór gæti farið svo að spennugjafinn skemmist líka.

Myndir:...