Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Elstu dæmi um lýsingarorðið lóðréttur í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru úr Ritum þess Islendska Lærdóms-Lista Felags sem komu út á árunum 1781–1798:
línan ab stendr lódrétt á línunni ac
en toga þó eigi edr draga nidr lódrett, helldr á skack.
Nafnorðið lóð þekkist frá 16. öld annars vegar í merkingunni ‘fiskilína, strengur með mörgum önglum á’ en hins vegar ‘stykki úr málmi (einkum blýi) af tiltekinni þyngd (notað á vog)’ (Íslensk orðsifjabók 570–571). Ef lóð hangir neðan í línu er hún þráðbein, lóðrétt.
Annað orð sömu merkingar en heldur yngra er lóðbeinn. Í ritmálssafninu er dæmi úr riti eftir Svein Pálsson frá árinu 1800:
mældu Lómagnúp 328 fadma lódbeint.
Annað dæmi frá upphafi 19. aldar er úr ritinu Almenn landaskipunarfræði, fyrra bindi 1821:
lódbein (lódrétt) lína.
Andheiti við lóðréttur er láréttur ‘sem myndar rétt horn við lóðrétta línu sem liggur eins og yfirborð á kyrru vatni’ (Íslensk orðabók 2002: 874–875) en kvenkynsorðið lá merkir ‘sjór’.
Heimildir og mynd:
Íslensk orðabók. 2002. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
Guðrún Kvaran. „Hversu gamalt er orðið lóðrétt í íslensku máli?“ Vísindavefurinn, 9. september 2025, sótt 9. september 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87773.
Guðrún Kvaran. (2025, 9. september). Hversu gamalt er orðið lóðrétt í íslensku máli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87773
Guðrún Kvaran. „Hversu gamalt er orðið lóðrétt í íslensku máli?“ Vísindavefurinn. 9. sep. 2025. Vefsíða. 9. sep. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87773>.