Sólin Sólin Rís 04:16 • sest 22:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:23 • Sest 23:12 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:27 • Síðdegis: 19:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:16 • sest 22:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:23 • Sest 23:12 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:27 • Síðdegis: 19:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er gjóska?

JGÞ

Hugtakið gjóska er samheiti yfir laus gosefni, óháð stærð og gerð, sem koma upp í eldgosi og berast í lofti frá gosopi. Alþjóðlega fræðiheitið er tefra (e. tephra) dregið af grísku orði sem merkir aska. Á ensku er hugtakið 'pyroclastic debris' einnig notað yfir gjósku.

Gjóska er tiltölulega nýtt orð í málinu. Það var fyrst notað í grein eftir Sigurð Þórarinsson árið 1969. Sá sem bjó til nýyrðið var Vilmundur Jónsson landlæknir. Hann myndaði það eftir orðunum gjósa og aska.

Gjóska er yfirleitt flokkuð í þrennt:
  • glerfrauð
  • kristallar
  • bergbrot

Hugtakið gjóska er samheiti yfir laus gosefni, óháð stærð og gerð, sem koma upp í eldgosi og berast í lofti frá gosopi. Myndin sýnir gjósku berast frá Eyjafjallajökli.

Glerfrauð er kvika sem kólnar hratt. Hún myndast við þenslu og tætingu í sprengigosum. Ýmis heiti eru notuð um gjóskukorn af þessu tagi: Aska er smágert efni en vikur er glerfrauð úr súrri og ísúrri kviku. Vikurkorn eru þéttblöðrótt og svo létt að þau geta flotið. Gjall eru þyngri korn sem sökkva í vatni og kleprar eru kvikuslettur sem aflagast, fletjast út eða springa þegar þær skella til jarðar.

Kristallar koma yfirleitt úr kvikunni sjálfri og eru oftast aðeins lítill hluti af gjóskunni. Þeir geta verið greyptir í glerfrauðið eða komið fyrir stakir.

Bergbrot eru síðan brot sem hafa kvarnast úr veggjum gosrásar eða jarðlögum á yfirborði.

Heimild:
  • Guðrún Larsen og Sigurður R. Gíslason 2013. Gjóska. Í: Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar (ritstj. Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason). Viðlagatrygging Íslands og Háskólaútgáfan.

Myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

25.7.2025

Spyrjandi

Guðrún

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er gjóska?“ Vísindavefurinn, 25. júlí 2025, sótt 26. júlí 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87906.

JGÞ. (2025, 25. júlí). Hvað er gjóska? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87906

JGÞ. „Hvað er gjóska?“ Vísindavefurinn. 25. júl. 2025. Vefsíða. 26. júl. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87906>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er gjóska?
Hugtakið gjóska er samheiti yfir laus gosefni, óháð stærð og gerð, sem koma upp í eldgosi og berast í lofti frá gosopi. Alþjóðlega fræðiheitið er tefra (e. tephra) dregið af grísku orði sem merkir aska. Á ensku er hugtakið 'pyroclastic debris' einnig notað yfir gjósku.

Gjóska er tiltölulega nýtt orð í málinu. Það var fyrst notað í grein eftir Sigurð Þórarinsson árið 1969. Sá sem bjó til nýyrðið var Vilmundur Jónsson landlæknir. Hann myndaði það eftir orðunum gjósa og aska.

Gjóska er yfirleitt flokkuð í þrennt:
  • glerfrauð
  • kristallar
  • bergbrot

Hugtakið gjóska er samheiti yfir laus gosefni, óháð stærð og gerð, sem koma upp í eldgosi og berast í lofti frá gosopi. Myndin sýnir gjósku berast frá Eyjafjallajökli.

Glerfrauð er kvika sem kólnar hratt. Hún myndast við þenslu og tætingu í sprengigosum. Ýmis heiti eru notuð um gjóskukorn af þessu tagi: Aska er smágert efni en vikur er glerfrauð úr súrri og ísúrri kviku. Vikurkorn eru þéttblöðrótt og svo létt að þau geta flotið. Gjall eru þyngri korn sem sökkva í vatni og kleprar eru kvikuslettur sem aflagast, fletjast út eða springa þegar þær skella til jarðar.

Kristallar koma yfirleitt úr kvikunni sjálfri og eru oftast aðeins lítill hluti af gjóskunni. Þeir geta verið greyptir í glerfrauðið eða komið fyrir stakir.

Bergbrot eru síðan brot sem hafa kvarnast úr veggjum gosrásar eða jarðlögum á yfirborði.

Heimild:
  • Guðrún Larsen og Sigurður R. Gíslason 2013. Gjóska. Í: Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar (ritstj. Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason). Viðlagatrygging Íslands og Háskólaútgáfan.

Myndir:...