Sólin Sólin Rís 05:53 • sest 21:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:34 • Sest 20:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:05 • Síðdegis: 14:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 05:53 • sest 21:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:34 • Sest 20:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:05 • Síðdegis: 14:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvað er hægt að nýta gjósku sem kemur úr eldgosum á Íslandi?

Guðrún Larsen og Sigurður Reynir Gíslason

Gjóska, einkum gjall og vikur, er verðmætt jarðefni sem notað er við vegagerð og húsbyggingar, svo að dæmi séu nefnd. Súr vikur er afbragðs einangrunarefni vegna þess hversu frauðkenndur og léttur hann er. Súr vikur úr gosi í Snæfellsjökli fyrir um 1800 árum (Sn-1), úr Heklugosi fyrir um 3000 árum (Hekla-3) og Kõtlugosi fyrir 12000 árum (Skógagjóskan) hefur verið notaður í léttsteypu hér heima og erlendis.

Þótt líta megi á vikur sem endurnýjanlega auðlind, verður að benda á að gos sem mynda slíkan vikur í vinnanlegu magni, verða á nokkur þúsund ára fresti (sem betur fer), því að tjónið sem slík gos valda er gífurlegt og miklu meira en ávinningurinn.

Súr vikur er afbragðs einangrunarefni vegna þess hversu frauðkenndur og léttur hann er. Þótt líta megi á vikur sem endurnýjanlega auðlind, verður að benda á að gos sem mynda slíkan vikur í vinnanlegu magni, verða aðeins á nokkur þúsund ára fresti. Myndin sýnir gjóskulagið, Hekla-3 í vikurnámu á Hafinu milli Búrfells og Heklu. Þykktin skiptir metrum.

Í basaltgjósku frá Kötlukerfinu er tiltölulega mikið títan sem gæti borgað sig að vinna. Loftborin Kötlugjóska myndar hvergi vinnanlegt magn, en það gerir sá hluti gosefna frá Kötlu sem hefur borist með jökulhlaupum niður á Mýrdalssand. Magn og vinnslumöguleikar þar hafa verið kannaðir.[1] Loks má nefna tímabundinn ávinning af „hæfilegu" gjóskufalli á gróður og võtn, en efnasambönd í og á gjóskukornum geta virkað sem áburður og bætt næringarefnabúskap jarðvegs, sumra vatna og nær alltaf sjávar.[2]

Tilvísanir:
  1. ^ Sigmundur Einarsson, 1975. Vikur á Mýrdalssandi – forkönnun. Gosefnanefnd Iðnaðarráðuneytisins, Reykjavík. Rúnar Bjarnason, 2002. Vikurnám á Mýrdalssandi, Mýrdalshreppi. Mat á umhverfisáhrifum. Rannsóknaskýrsla, Verkfræðistofan Hönnun hf, Reykjavík.
  2. ^ Blong, R. J., 1984. Volcanic Hazards: A Sourcebook on the Effects of Eruptions. Academic Press, Sydney. Frogner-Kochum, P. C., Sigurður Reynir Gíslason og Níels Óskarsson, 2001. Fertilizing potential of volcanic ash in ocean surface waters. Geology, 29, 487-490. Frogner-Kochum, P. C., R. B. Herbert og Sigurður Reynir Gíslason, 2006. A diverse ecosystem response to volcanic aerosols. Chemical Geology, 231, 57-66. Flaathen, T. og Sigurður Reynir Gíslason, 2007. The effect of volcanic eruption on the chemistry of surface waters: the 1991 and 2000 eruptions of Hekla, Iceland. Journal of Volcanology and Geothermal Research, 164, 293-316.

Myndir:

Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Það er lítillega aðlagað Vísindavefnum.

Höfundar

Guðrún Larsen

jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Sigurður Reynir Gíslason

vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans

Útgáfudagur

26.8.2025

Spyrjandi

Guðrún H.

Tilvísun

Guðrún Larsen og Sigurður Reynir Gíslason. „Í hvað er hægt að nýta gjósku sem kemur úr eldgosum á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 26. ágúst 2025, sótt 26. ágúst 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87925.

Guðrún Larsen og Sigurður Reynir Gíslason. (2025, 26. ágúst). Í hvað er hægt að nýta gjósku sem kemur úr eldgosum á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87925

Guðrún Larsen og Sigurður Reynir Gíslason. „Í hvað er hægt að nýta gjósku sem kemur úr eldgosum á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 26. ágú. 2025. Vefsíða. 26. ágú. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87925>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hvað er hægt að nýta gjósku sem kemur úr eldgosum á Íslandi?
Gjóska, einkum gjall og vikur, er verðmætt jarðefni sem notað er við vegagerð og húsbyggingar, svo að dæmi séu nefnd. Súr vikur er afbragðs einangrunarefni vegna þess hversu frauðkenndur og léttur hann er. Súr vikur úr gosi í Snæfellsjökli fyrir um 1800 árum (Sn-1), úr Heklugosi fyrir um 3000 árum (Hekla-3) og Kõtlugosi fyrir 12000 árum (Skógagjóskan) hefur verið notaður í léttsteypu hér heima og erlendis.

Þótt líta megi á vikur sem endurnýjanlega auðlind, verður að benda á að gos sem mynda slíkan vikur í vinnanlegu magni, verða á nokkur þúsund ára fresti (sem betur fer), því að tjónið sem slík gos valda er gífurlegt og miklu meira en ávinningurinn.

Súr vikur er afbragðs einangrunarefni vegna þess hversu frauðkenndur og léttur hann er. Þótt líta megi á vikur sem endurnýjanlega auðlind, verður að benda á að gos sem mynda slíkan vikur í vinnanlegu magni, verða aðeins á nokkur þúsund ára fresti. Myndin sýnir gjóskulagið, Hekla-3 í vikurnámu á Hafinu milli Búrfells og Heklu. Þykktin skiptir metrum.

Í basaltgjósku frá Kötlukerfinu er tiltölulega mikið títan sem gæti borgað sig að vinna. Loftborin Kötlugjóska myndar hvergi vinnanlegt magn, en það gerir sá hluti gosefna frá Kötlu sem hefur borist með jökulhlaupum niður á Mýrdalssand. Magn og vinnslumöguleikar þar hafa verið kannaðir.[1] Loks má nefna tímabundinn ávinning af „hæfilegu" gjóskufalli á gróður og võtn, en efnasambönd í og á gjóskukornum geta virkað sem áburður og bætt næringarefnabúskap jarðvegs, sumra vatna og nær alltaf sjávar.[2]

Tilvísanir:
  1. ^ Sigmundur Einarsson, 1975. Vikur á Mýrdalssandi – forkönnun. Gosefnanefnd Iðnaðarráðuneytisins, Reykjavík. Rúnar Bjarnason, 2002. Vikurnám á Mýrdalssandi, Mýrdalshreppi. Mat á umhverfisáhrifum. Rannsóknaskýrsla, Verkfræðistofan Hönnun hf, Reykjavík.
  2. ^ Blong, R. J., 1984. Volcanic Hazards: A Sourcebook on the Effects of Eruptions. Academic Press, Sydney. Frogner-Kochum, P. C., Sigurður Reynir Gíslason og Níels Óskarsson, 2001. Fertilizing potential of volcanic ash in ocean surface waters. Geology, 29, 487-490. Frogner-Kochum, P. C., R. B. Herbert og Sigurður Reynir Gíslason, 2006. A diverse ecosystem response to volcanic aerosols. Chemical Geology, 231, 57-66. Flaathen, T. og Sigurður Reynir Gíslason, 2007. The effect of volcanic eruption on the chemistry of surface waters: the 1991 and 2000 eruptions of Hekla, Iceland. Journal of Volcanology and Geothermal Research, 164, 293-316.

Myndir:

Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Það er lítillega aðlagað Vísindavefnum.

...