
Mynd 1: Fjöldi gjóskulaga í jarðvegi samkvæmt jarðvegssniðum sem varðveita nokkurn veginn samfellda sögu jarðvegsmyndunar og gjóskufalls síðan ísa leysti af landinu. Útlínur gosbelta og helstu jökla eru sýndar með grönnum línum. Langflest eru gjóskulögin í nágrenni Kötlu og Heklu. Sé miðað við fjölda gjóskulaga í jarðvegi, eru einna mestar líkur á gjóskufalli í byggð austan og sunnan Mýrdalsjökuls.
- Yfirlitsmynd: Íslensk eldfjallavefsjá. (Sótt 1.07.2025). Myndin sýnir eitt stærsta gjóskulagið, Hekla-3 í vikurnámu á Hafinu milli Búrfells og Heklu. Þykktin skiptir metrum.
- Kort í svari: Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013).
Ég hef lesið að í aldanna rás hafi gjóskufall spillt gróðri á hálendinu, á suðurlandi og norðanlands og austan en ekkert séð um gróðurskaða á Vestfjörðum af þessum orsökum. Sluppu Vestfirðirnir alltaf vegna hagstæðra vindátta?