Sólin Sólin Rís 04:51 • sest 22:14 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:31 • Síðdegis: 17:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:39 • Síðdegis: 23:20 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:51 • sest 22:14 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:31 • Síðdegis: 17:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:39 • Síðdegis: 23:20 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar á landinu eru flest gjóskulög?

Guðrún Larsen og Sigurður Reynir Gíslason

Flest eru gjóskulög í jarðvegi á Suðurlandi, innan Austur-gosbeltis og í nágrenni þess. Austan Mýrdalsjökuls og Kötlu eru allt að 200 gjóskulög í jarðvegi (sjá mynd 1), og þau geta verið 70-75% af heildarþykkt hans. Frá ströndinni sunnan Mýrdalsjökuls og Vatnajökuls, norður yfir miðhálendið að Svartárvatni og austur að Kárahnjúkum, eru um og yfir 100 gjóskulög í jarðvegi, og þau geta verið allt að 50% af heildarþykktinni. Utan þessa svæðis snarfækkar gjóskulögum í jarðvegi. Fæst eru gjóskulög í jarðvegi á Vestfjörðum.

Mynd 1: Fjöldi gjóskulaga í jarðvegi samkvæmt jarðvegssniðum sem varðveita nokkurn veginn samfellda sögu jarðvegsmyndunar og gjóskufalls síðan ísa leysti af landinu. Útlínur gosbelta og helstu jökla eru sýndar með grönnum línum. Langflest eru gjóskulögin í nágrenni Kötlu og Heklu. Sé miðað við fjölda gjóskulaga í jarðvegi, eru einna mestar líkur á gjóskufalli í byggð austan og sunnan Mýrdalsjökuls.

Á síðustu þúsund árum hefur gjóskuvottur náð til Vestfjarða í Heklugosum 1104, 1693, 1766, 1970 og í Kötlugosum 1721 og 1918, en þeirra gætir lítt eða ekki í jarðvegi. Heldur fleiri gjóskulög eru varðveitt í vatnaseti en jarðvegi á þessum svæðum. Upplýsingar um þau eru minni enn sem komið er, og þau koma ekki við sögu hér. Langflest gjóskulög á tímaeiningu eru þó í ísnum í Vatnajökli, en þar eru 50-60 gjóskulög frá síðustu þúsund árum.

Myndir:
  • Yfirlitsmynd: Íslensk eldfjallavefsjá. (Sótt 1.07.2025). Myndin sýnir eitt stærsta gjóskulagið, Hekla-3 í vikurnámu á Hafinu milli Búrfells og Heklu. Þykktin skiptir metrum.
  • Kort í svari: Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013).

Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Það er lítillega aðlagað Vísindavefnum.

Upprunaleg spurning Böðvars hljóðaði svona:

Ég hef lesið að í aldanna rás hafi gjóskufall spillt gróðri á hálendinu, á suðurlandi og norðanlands og austan en ekkert séð um gróðurskaða á Vestfjörðum af þessum orsökum. Sluppu Vestfirðirnir alltaf vegna hagstæðra vindátta?

Höfundar

Guðrún Larsen

jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Sigurður Reynir Gíslason

vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans

Útgáfudagur

5.8.2025

Spyrjandi

Böðvar Jónsson

Tilvísun

Guðrún Larsen og Sigurður Reynir Gíslason. „Hvar á landinu eru flest gjóskulög?“ Vísindavefurinn, 5. ágúst 2025, sótt 6. ágúst 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87917.

Guðrún Larsen og Sigurður Reynir Gíslason. (2025, 5. ágúst). Hvar á landinu eru flest gjóskulög? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87917

Guðrún Larsen og Sigurður Reynir Gíslason. „Hvar á landinu eru flest gjóskulög?“ Vísindavefurinn. 5. ágú. 2025. Vefsíða. 6. ágú. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87917>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar á landinu eru flest gjóskulög?
Flest eru gjóskulög í jarðvegi á Suðurlandi, innan Austur-gosbeltis og í nágrenni þess. Austan Mýrdalsjökuls og Kötlu eru allt að 200 gjóskulög í jarðvegi (sjá mynd 1), og þau geta verið 70-75% af heildarþykkt hans. Frá ströndinni sunnan Mýrdalsjökuls og Vatnajökuls, norður yfir miðhálendið að Svartárvatni og austur að Kárahnjúkum, eru um og yfir 100 gjóskulög í jarðvegi, og þau geta verið allt að 50% af heildarþykktinni. Utan þessa svæðis snarfækkar gjóskulögum í jarðvegi. Fæst eru gjóskulög í jarðvegi á Vestfjörðum.

Mynd 1: Fjöldi gjóskulaga í jarðvegi samkvæmt jarðvegssniðum sem varðveita nokkurn veginn samfellda sögu jarðvegsmyndunar og gjóskufalls síðan ísa leysti af landinu. Útlínur gosbelta og helstu jökla eru sýndar með grönnum línum. Langflest eru gjóskulögin í nágrenni Kötlu og Heklu. Sé miðað við fjölda gjóskulaga í jarðvegi, eru einna mestar líkur á gjóskufalli í byggð austan og sunnan Mýrdalsjökuls.

Á síðustu þúsund árum hefur gjóskuvottur náð til Vestfjarða í Heklugosum 1104, 1693, 1766, 1970 og í Kötlugosum 1721 og 1918, en þeirra gætir lítt eða ekki í jarðvegi. Heldur fleiri gjóskulög eru varðveitt í vatnaseti en jarðvegi á þessum svæðum. Upplýsingar um þau eru minni enn sem komið er, og þau koma ekki við sögu hér. Langflest gjóskulög á tímaeiningu eru þó í ísnum í Vatnajökli, en þar eru 50-60 gjóskulög frá síðustu þúsund árum.

Myndir:
  • Yfirlitsmynd: Íslensk eldfjallavefsjá. (Sótt 1.07.2025). Myndin sýnir eitt stærsta gjóskulagið, Hekla-3 í vikurnámu á Hafinu milli Búrfells og Heklu. Þykktin skiptir metrum.
  • Kort í svari: Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013).

Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Það er lítillega aðlagað Vísindavefnum.

Upprunaleg spurning Böðvars hljóðaði svona:

Ég hef lesið að í aldanna rás hafi gjóskufall spillt gróðri á hálendinu, á suðurlandi og norðanlands og austan en ekkert séð um gróðurskaða á Vestfjörðum af þessum orsökum. Sluppu Vestfirðirnir alltaf vegna hagstæðra vindátta?

...