Sólin Sólin Rís 04:25 • sest 22:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:27 • Sest 22:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 21:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:15 • Síðdegis: 15:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:25 • sest 22:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:27 • Sest 22:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 21:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:15 • Síðdegis: 15:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvaða átt berst gjóska yfirleitt í eldsgosum á Íslandi?

Guðrún Larsen og Sigurður Reynir Gíslason

Tíðni gjóskufalls og magn gjósku sem fallið hefur í ýmsum landshlutum, er mjög mismunandi. Fjarlægð frá eldstöðvum þar sem sprengigos eru algeng, skiptir mestu máli, og einnig hafa ríkjandi vindáttir áhrif.

Mynd 1: Eldstöðvakerfi þar sem sprengigos hafa verið ríkjandi eða verulegur þáttur í eldvirkni á nútíma eru rauðlituð. Mörg þeirra liggja að hluta undir jökli eða í sjó. Megineldstöðvar eru dökkrauðar: A: Askja; B: Bárðarbunga; E: Eyjafjallajökull; G: Grímsvötn; H: Hekla; K: Katla, Kv: Kverkfjöll; S: Snæfellsjökull; T: Torfajökull; Ö: Öræfajökull.

Flestar eldstöðvar þar sem sprengigos eru ráðandi eða stór hluti virkninnar, eru í Austurgosbelti á Suðurlandi (sjá mynd 1). Þar eru fjögur virkustu eldstöðvakerfi á Íslandi, Grímsvötn, Bárðarbunga-Veiðivötn, Katla og Hekla. Þrjú hin fyrstnefndu liggja að hluta undir jökli, þar á meðal megineldstöðvar þeirra, en þar er gostíðnin hæst. Langflest gosin eru því tætigos og gosefnin gjóska.

Hekla, megineldstöðin á samnefndu kerfi, er í vesturjaðri gosbeltisins, en öll þekkt Heklugos hafa byrjað með þeytigosi. Sprengigos eru stór þáttur í virkni Torfajökuls og Eyjafjallajökuls á nútíma, og Öræfajökull, eitt ógnvænlegasta eldfjall á Íslandi, er rétt austan gosbeltisins.

Líkur á því í hvaða átt gjóska berst frá gosstöðvum eru nokkuð mismunandi og fer eftir ríkjandi vindáttum. Langmestar líkur eru á því að gjósku beri til norðlægra og austlægra átta, en minnstar til vesturs. Myndir 2 a og b sýna stefnur þykktarása í Heklu- og Kötlugosum á sögulegum tíma með örvum, misstórum eftir stærð gjóskulaganna.

Mynd 2a: Stefna meginþykktarása gjóskulaga frá Heklu á sögulegum tíma. Þeytigosin i upphafi Heklugosa vara i nokkrar klukkustundir og mynda vel afmarkaða gjóskugeira. Gjóskan barst til norðurs i meirihluta gosanna. Enginn þykktarás hefur lagst til vesturs á þessum tíma.

Mynd 2b: Stefna þykktarása gjóskulaga frá Kötlu á sögulegum tíma. Kötlugos eru tætigos og standa yfir dögum, vikum eða mánuðum saman, og gjóskan berst víða. Gjóska barst i norðlægar stefnur í meirihluta gosanna. Þykktarás stefnir til vesturs í þrem tilvikum.

Myndir:

Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Það er lítillega aðlagað Vísindavefnum.

Höfundar

Guðrún Larsen

jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Sigurður Reynir Gíslason

vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans

Útgáfudagur

28.7.2025

Spyrjandi

Guðrún H.

Tilvísun

Guðrún Larsen og Sigurður Reynir Gíslason. „Í hvaða átt berst gjóska yfirleitt í eldsgosum á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 28. júlí 2025, sótt 29. júlí 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87907.

Guðrún Larsen og Sigurður Reynir Gíslason. (2025, 28. júlí). Í hvaða átt berst gjóska yfirleitt í eldsgosum á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87907

Guðrún Larsen og Sigurður Reynir Gíslason. „Í hvaða átt berst gjóska yfirleitt í eldsgosum á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 28. júl. 2025. Vefsíða. 29. júl. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87907>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hvaða átt berst gjóska yfirleitt í eldsgosum á Íslandi?
Tíðni gjóskufalls og magn gjósku sem fallið hefur í ýmsum landshlutum, er mjög mismunandi. Fjarlægð frá eldstöðvum þar sem sprengigos eru algeng, skiptir mestu máli, og einnig hafa ríkjandi vindáttir áhrif.

Mynd 1: Eldstöðvakerfi þar sem sprengigos hafa verið ríkjandi eða verulegur þáttur í eldvirkni á nútíma eru rauðlituð. Mörg þeirra liggja að hluta undir jökli eða í sjó. Megineldstöðvar eru dökkrauðar: A: Askja; B: Bárðarbunga; E: Eyjafjallajökull; G: Grímsvötn; H: Hekla; K: Katla, Kv: Kverkfjöll; S: Snæfellsjökull; T: Torfajökull; Ö: Öræfajökull.

Flestar eldstöðvar þar sem sprengigos eru ráðandi eða stór hluti virkninnar, eru í Austurgosbelti á Suðurlandi (sjá mynd 1). Þar eru fjögur virkustu eldstöðvakerfi á Íslandi, Grímsvötn, Bárðarbunga-Veiðivötn, Katla og Hekla. Þrjú hin fyrstnefndu liggja að hluta undir jökli, þar á meðal megineldstöðvar þeirra, en þar er gostíðnin hæst. Langflest gosin eru því tætigos og gosefnin gjóska.

Hekla, megineldstöðin á samnefndu kerfi, er í vesturjaðri gosbeltisins, en öll þekkt Heklugos hafa byrjað með þeytigosi. Sprengigos eru stór þáttur í virkni Torfajökuls og Eyjafjallajökuls á nútíma, og Öræfajökull, eitt ógnvænlegasta eldfjall á Íslandi, er rétt austan gosbeltisins.

Líkur á því í hvaða átt gjóska berst frá gosstöðvum eru nokkuð mismunandi og fer eftir ríkjandi vindáttum. Langmestar líkur eru á því að gjósku beri til norðlægra og austlægra átta, en minnstar til vesturs. Myndir 2 a og b sýna stefnur þykktarása í Heklu- og Kötlugosum á sögulegum tíma með örvum, misstórum eftir stærð gjóskulaganna.

Mynd 2a: Stefna meginþykktarása gjóskulaga frá Heklu á sögulegum tíma. Þeytigosin i upphafi Heklugosa vara i nokkrar klukkustundir og mynda vel afmarkaða gjóskugeira. Gjóskan barst til norðurs i meirihluta gosanna. Enginn þykktarás hefur lagst til vesturs á þessum tíma.

Mynd 2b: Stefna þykktarása gjóskulaga frá Kötlu á sögulegum tíma. Kötlugos eru tætigos og standa yfir dögum, vikum eða mánuðum saman, og gjóskan berst víða. Gjóska barst i norðlægar stefnur í meirihluta gosanna. Þykktarás stefnir til vesturs í þrem tilvikum.

Myndir:

Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Það er lítillega aðlagað Vísindavefnum.

...