
Mynd 1: Eldstöðvakerfi þar sem sprengigos hafa verið ríkjandi eða verulegur þáttur í eldvirkni á nútíma eru rauðlituð. Mörg þeirra liggja að hluta undir jökli eða í sjó. Megineldstöðvar eru dökkrauðar: A: Askja; B: Bárðarbunga; E: Eyjafjallajökull; G: Grímsvötn; H: Hekla; K: Katla, Kv: Kverkfjöll; S: Snæfellsjökull; T: Torfajökull; Ö: Öræfajökull.

Mynd 2a: Stefna meginþykktarása gjóskulaga frá Heklu á sögulegum tíma. Þeytigosin i upphafi Heklugosa vara i nokkrar klukkustundir og mynda vel afmarkaða gjóskugeira. Gjóskan barst til norðurs i meirihluta gosanna. Enginn þykktarás hefur lagst til vesturs á þessum tíma.

Mynd 2b: Stefna þykktarása gjóskulaga frá Kötlu á sögulegum tíma. Kötlugos eru tætigos og standa yfir dögum, vikum eða mánuðum saman, og gjóskan berst víða. Gjóska barst i norðlægar stefnur í meirihluta gosanna. Þykktarás stefnir til vesturs í þrem tilvikum.
- Yfirlitsmynd: Sævar Helgi Bragason: Gjóska | Stjörnufræðivefurinn. (Sótt 25.06.2025).
- Mynd 1: Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013).
- Myndir 2 a og b: Íslensk eldfjallavefsjá. (Sótt 25.06.2025).