Sólin Sólin Rís 03:06 • sest 23:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:20 • Sest 00:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:46 • Síðdegis: 23:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:36 • Síðdegis: 16:47 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:06 • sest 23:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:20 • Sest 00:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:46 • Síðdegis: 23:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:36 • Síðdegis: 16:47 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða formúla er notuð til að finna hversu langt á að slá golfkúlu ef hola stendur lægra eða hærra en teigur?

Sigurður Örn Stefánsson

Spyrjandi sendi Vísindavefnum ýtarlega skýringu:

Svar Vísindavefsins við spurningu Loga Bergmanns byggir á misskilningi. Ritstjóri vefsins umorðar spurningu Loga og tapar við það inntaki spurningarinnar.

Kylfingar almennt vita hversu langt þeir slá á jafnsléttu með hverri kylfu. Það sem Logi vill fá að vita er hvað hæðarmunur á golfvelli jafngildir mörgum metrum á jafnsléttu. Þá skiptir máli hvort hæðarmunurinn er upp eða niður á við, vegna þess að þyngdarafl jarðar hefur áhrif á flug boltans. Þeir sem hafa spilað golf vita ef slegið er niður í móti þá ferðast golfkúla lengra heldur en ef sama högg er slegið uppí mót. Það er mikilvægt að þetta sé leiðrétt, því þessu er miðlað til almennings. Svar Vísindavefsins væri rétt ef golf væri leikið í þyngdarleysi, eins og úti í geimnum, en þar eru fáir kylfingar.

Fullkomið svar við spurningunni væri talsvert flókið því ýmsir þættir ráða því hversu langt golfkúla berst. Í svarinu munum við til einföldunar gefa okkur eftirfarandi forsendur og vanir golfarar þurfa þá að meta hversu mikilvægir þessir þættir eru í raun og veru:
  • Forsenda 1) Engin loftmótstaða verkar á kúluna sem þýðir að loftið hvorki hægir á kúlunni né stuðlar að svifi hennar. Auk þess hafa vindur og regn engin áhrif.
  • Forsenda 2) Kúlan rúllar ekkert eftir að hún lendir. Til að taka tillit til rúllvegalengdar þyrfti bæði að reikna með snúningi kúlunnar, hæðarmismuni og núningi milli kúlu og grass.

Hugsum okkur að kylfan sem er notuð sendi kúluna upp með upphafsferðinni $v_u$ undir horninu $\alpha$ miðað við lárétt, sjá mynd 1.

Mynd 1: Golfari stendur á teig þar sem kúlan er í punkti (0,0). Kúlan er slegin með upphafsferð $v_u$ undir horni $\alpha$. Högglengd miðað við jafnsléttu er $R_0$ en högglengd þegar kúlan lendir í hæðinni $h$ miðað við teig er $R_h$.

Golfarinn getur haft einhverja stjórn á gildunum á $v_u$ og $\alpha$ með vali á kylfu og höggtækni. Táknum vegalengdina sem kúlan færi við höggið miðað við að hún lenti í sömu hæð og teigurinn[1] með $R_0$ og táknum láréttu vegalengdina sem hún færi miðað við að hún lenti í hæð $h$ miðað við teig með $R_h$. Hæðin $h$ getur verið bæði jákvæð eða neikvæð tala. Sýna má að til að koma kúlunni í lárétta fjarlægð $R_h$ þarf höggið miðað við jafnsléttu að vera

$$R_0 = \frac{R_h}{1-\cot(\alpha)\frac{h}{R_h}}.$$

Fallið $\cot(\alpha) = \frac{1}{\tan(\alpha)} = \frac{\cos(\alpha)}{\sin(\alpha)}$ er svokallaður kótangens af horninu $\alpha$ og $\tan$, $\sin$ og $\cos$ eru hornaföll sem nefnast tangens, sínus og kósínus. Á mynd 2 er graf fallsins kótangens. Í þessu svari geta áhugasöm séð útleiðslu á þessari formúlu.

Spyrjandi vill vita hversu langt ætti að skjóta ef lárétt vegalengd í holu er $R_h=150\text{m}$ og flötin er í hæðinni $h=-10\text{m}$ miðað við teig. Ef slegið er með kylfu (til dæmis 8-járni) undir horni $\alpha = 20^\circ$ þá er $\cot(\alpha) = 2.74$. Þá fæst að

$$R_0 = \frac{150 \text{m} }{1+\cot(20^\circ)\frac{10}{150}} = 127\text{m}$$

það er höggið þarf að vera $23 \text{m}$ styttra en ef brautin væri lárétt.

Almennt gildir að breytingin á högglengd er háð því hvort holan er ofan við eða neðan við teiginn. Ef til dæmis $h=10\text{m}$ fæst að

$$R_0 = \frac{150 \text{m} }{1-\cot(20^\circ)\frac{10}{150}} = 184\text{m}$$

það er höggið þyrfti að vera $34 \text{m} $ lengra en ef brautin væri lárétt.

Ef hæðin $h$ er mjög lítil miðað við vegalengdina $R_h$ má gera nálgunina

$$R_0 \approx R_h + \cot(\alpha) h$$

sem þýðir að breytingin á högglengdinni er

$$\cot(\alpha) h$$

óháð því hvort $h$ er jákvætt eða neikvætt. Í dæmunum að ofan fengist að

$$\cot(\alpha) h = \pm 27 m$$

sem er ekki fjarri tölunum $-23 \text{m}$ og $+34 \text{m}$ sem fengust með nákvæmu formúlunni. Kosturinn við nálgunarformúluna er að það er einfaldara að reikna með henni.

Ef lesandi vill prófa að stinga inn mismunandi tölum og sjá hvernig $R_0$ breytist með $R_h$, $h$ og $\alpha$ má til dæmis fikta í eftirfarandi GeoGebra-smáforriti (einnig er hægt að nálgast smáforritið hér.)

Allt ofangreint byggir á því að forsendur 1) og 2) gildi sem er ekki endilega raunin. Oft má þó fá nokkuð góða mynd af því hver lengdarbreytingin á skotinu er með því að draga frá eða leggja við $R_h$ eitthvað margfeldi af hæðinni $h$ og reynsla af ólíkum aðstæðum gefur þá hugmynd um með hvaða stuðli á að margfalda.

Áhugasömum lesendum er bent á að í svari við spurningunni Hvernig er útleiðsla á formúlunni um það hversu langt golfkúla berst? er farið skref fyrir skref í gegnum útleiðsluna á formúlunni sem gefur samband $R_0, R_h, h$ og $\alpha$.

Myndir:

Höfundur þakkar Bjarnheiði Kristinsdóttur, lektor í stærðfræði og stærðfræðimenntun við HÍ, fyrir aðstoð við uppsetningu á GeoGebra-smáforritinu.

Höfundur

Sigurður Örn Stefánsson

prófessor í stærðfræði við HÍ

Útgáfudagur

30.6.2025

Spyrjandi

Ágústa Grétarsdóttir

Tilvísun

Sigurður Örn Stefánsson. „Hvaða formúla er notuð til að finna hversu langt á að slá golfkúlu ef hola stendur lægra eða hærra en teigur?“ Vísindavefurinn, 30. júní 2025, sótt 1. júlí 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87910.

Sigurður Örn Stefánsson. (2025, 30. júní). Hvaða formúla er notuð til að finna hversu langt á að slá golfkúlu ef hola stendur lægra eða hærra en teigur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87910

Sigurður Örn Stefánsson. „Hvaða formúla er notuð til að finna hversu langt á að slá golfkúlu ef hola stendur lægra eða hærra en teigur?“ Vísindavefurinn. 30. jún. 2025. Vefsíða. 1. júl. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87910>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða formúla er notuð til að finna hversu langt á að slá golfkúlu ef hola stendur lægra eða hærra en teigur?
Spyrjandi sendi Vísindavefnum ýtarlega skýringu:

Svar Vísindavefsins við spurningu Loga Bergmanns byggir á misskilningi. Ritstjóri vefsins umorðar spurningu Loga og tapar við það inntaki spurningarinnar.

Kylfingar almennt vita hversu langt þeir slá á jafnsléttu með hverri kylfu. Það sem Logi vill fá að vita er hvað hæðarmunur á golfvelli jafngildir mörgum metrum á jafnsléttu. Þá skiptir máli hvort hæðarmunurinn er upp eða niður á við, vegna þess að þyngdarafl jarðar hefur áhrif á flug boltans. Þeir sem hafa spilað golf vita ef slegið er niður í móti þá ferðast golfkúla lengra heldur en ef sama högg er slegið uppí mót. Það er mikilvægt að þetta sé leiðrétt, því þessu er miðlað til almennings. Svar Vísindavefsins væri rétt ef golf væri leikið í þyngdarleysi, eins og úti í geimnum, en þar eru fáir kylfingar.

Fullkomið svar við spurningunni væri talsvert flókið því ýmsir þættir ráða því hversu langt golfkúla berst. Í svarinu munum við til einföldunar gefa okkur eftirfarandi forsendur og vanir golfarar þurfa þá að meta hversu mikilvægir þessir þættir eru í raun og veru:
  • Forsenda 1) Engin loftmótstaða verkar á kúluna sem þýðir að loftið hvorki hægir á kúlunni né stuðlar að svifi hennar. Auk þess hafa vindur og regn engin áhrif.
  • Forsenda 2) Kúlan rúllar ekkert eftir að hún lendir. Til að taka tillit til rúllvegalengdar þyrfti bæði að reikna með snúningi kúlunnar, hæðarmismuni og núningi milli kúlu og grass.

Hugsum okkur að kylfan sem er notuð sendi kúluna upp með upphafsferðinni $v_u$ undir horninu $\alpha$ miðað við lárétt, sjá mynd 1.

Mynd 1: Golfari stendur á teig þar sem kúlan er í punkti (0,0). Kúlan er slegin með upphafsferð $v_u$ undir horni $\alpha$. Högglengd miðað við jafnsléttu er $R_0$ en högglengd þegar kúlan lendir í hæðinni $h$ miðað við teig er $R_h$.

Golfarinn getur haft einhverja stjórn á gildunum á $v_u$ og $\alpha$ með vali á kylfu og höggtækni. Táknum vegalengdina sem kúlan færi við höggið miðað við að hún lenti í sömu hæð og teigurinn[1] með $R_0$ og táknum láréttu vegalengdina sem hún færi miðað við að hún lenti í hæð $h$ miðað við teig með $R_h$. Hæðin $h$ getur verið bæði jákvæð eða neikvæð tala. Sýna má að til að koma kúlunni í lárétta fjarlægð $R_h$ þarf höggið miðað við jafnsléttu að vera

$$R_0 = \frac{R_h}{1-\cot(\alpha)\frac{h}{R_h}}.$$

Fallið $\cot(\alpha) = \frac{1}{\tan(\alpha)} = \frac{\cos(\alpha)}{\sin(\alpha)}$ er svokallaður kótangens af horninu $\alpha$ og $\tan$, $\sin$ og $\cos$ eru hornaföll sem nefnast tangens, sínus og kósínus. Á mynd 2 er graf fallsins kótangens. Í þessu svari geta áhugasöm séð útleiðslu á þessari formúlu.

Spyrjandi vill vita hversu langt ætti að skjóta ef lárétt vegalengd í holu er $R_h=150\text{m}$ og flötin er í hæðinni $h=-10\text{m}$ miðað við teig. Ef slegið er með kylfu (til dæmis 8-járni) undir horni $\alpha = 20^\circ$ þá er $\cot(\alpha) = 2.74$. Þá fæst að

$$R_0 = \frac{150 \text{m} }{1+\cot(20^\circ)\frac{10}{150}} = 127\text{m}$$

það er höggið þarf að vera $23 \text{m}$ styttra en ef brautin væri lárétt.

Almennt gildir að breytingin á högglengd er háð því hvort holan er ofan við eða neðan við teiginn. Ef til dæmis $h=10\text{m}$ fæst að

$$R_0 = \frac{150 \text{m} }{1-\cot(20^\circ)\frac{10}{150}} = 184\text{m}$$

það er höggið þyrfti að vera $34 \text{m} $ lengra en ef brautin væri lárétt.

Ef hæðin $h$ er mjög lítil miðað við vegalengdina $R_h$ má gera nálgunina

$$R_0 \approx R_h + \cot(\alpha) h$$

sem þýðir að breytingin á högglengdinni er

$$\cot(\alpha) h$$

óháð því hvort $h$ er jákvætt eða neikvætt. Í dæmunum að ofan fengist að

$$\cot(\alpha) h = \pm 27 m$$

sem er ekki fjarri tölunum $-23 \text{m}$ og $+34 \text{m}$ sem fengust með nákvæmu formúlunni. Kosturinn við nálgunarformúluna er að það er einfaldara að reikna með henni.

Ef lesandi vill prófa að stinga inn mismunandi tölum og sjá hvernig $R_0$ breytist með $R_h$, $h$ og $\alpha$ má til dæmis fikta í eftirfarandi GeoGebra-smáforriti (einnig er hægt að nálgast smáforritið hér.)

Allt ofangreint byggir á því að forsendur 1) og 2) gildi sem er ekki endilega raunin. Oft má þó fá nokkuð góða mynd af því hver lengdarbreytingin á skotinu er með því að draga frá eða leggja við $R_h$ eitthvað margfeldi af hæðinni $h$ og reynsla af ólíkum aðstæðum gefur þá hugmynd um með hvaða stuðli á að margfalda.

Áhugasömum lesendum er bent á að í svari við spurningunni Hvernig er útleiðsla á formúlunni um það hversu langt golfkúla berst? er farið skref fyrir skref í gegnum útleiðsluna á formúlunni sem gefur samband $R_0, R_h, h$ og $\alpha$.

Myndir:

Höfundur þakkar Bjarnheiði Kristinsdóttur, lektor í stærðfræði og stærðfræðimenntun við HÍ, fyrir aðstoð við uppsetningu á GeoGebra-smáforritinu.

...