Sólin Sólin Rís 11:05 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:52 • Sest 14:17 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:28 • Síðdegis: 22:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:53 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:05 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:52 • Sest 14:17 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:28 • Síðdegis: 22:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:53 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru brennisteinsþúfur og hvernig verða þær til?

Sigurður Steinþórsson

Lofttegundin brennisteinsvetni (H2S) er hluti af eldfjalla- og hveragufum á háhitasvæðum (sem einmitt tengjast eldstöðvum). Sé jarðvatnsstaða há binst brennisteinsvetnið vatni og úr verður brennisteinssýra sem leysir upp bergið umhverfis og leirhver myndast. Við lægri jarðvatnsstöðu ná hveragufur til yfirborðsins þar sem brennisteinsvetnið oxast óðara af súrefni andrúmsloftsins og hreinn brennisteinn fellur út:

$$H_2S + \frac{1}{2}O_2 = S^{\circ}+ H_2O$$

Brennisteinn er torleystur í vatni þannig að með tímanum getur „þúfa“ hlaðist upp úr úrfellingu brennisteins.

Brennisteinsþúfur á háhitasvæði í Vonarskarði. Fremri þúfan, um 2 m í þvermál, er „i fullum blóma“ en dökka þúfan fjær er hrunin. Þúfurnar eru holar innan og falla saman þegar þær kólna við það að gasstreymi að neðan hættir.

Brennisteinsþúfur á háhitasvæði í Vonarskarði. Fremri þúfan, um 2 m í þvermál, er „i fullum blóma“ en dökka þúfan fjær er hrunin. Þúfurnar eru holar innan og falla saman þegar þær kólna við það að gasstreymi að neðan hættir.

Á vefsíðu ÍSOR[1] segir um brennisteinsþúfur:
Stærstu brennisteinsþúfurnar geta verið 10-20 m að þvermáli og 1-1,5 m háar. Mest er um brennisteinsþúfur á Námafjalli og í Fremrinámum, Kröflu og Krýsuvík. Gifshellur vitna um kulnaða brennisteinshveri.

Finnast: Trölladyngja, Krýsuvík-Seltún-Sveifluháls, Austurengjar, Brennisteinsfjöll, Innstidalur, Hellisskarð, Vonarskarð, Kverkfjöll, Fremrinámur/Heilagsdalur, Hverarönd/Námafjall, Bjarnarflag, Krafla, Þeistareykir.

Og við má bæta Vonarskarði samanber myndina hér að ofan.

Tilvísun:
  1. ^ ÍSOR. Gufuhverasvæði. https://isor.is/jardhiti/hahiti/gufuhverasvaedi

Myndir:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

9.12.2025

Spyrjandi

Ingeborg Breitfeld

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru brennisteinsþúfur og hvernig verða þær til?“ Vísindavefurinn, 9. desember 2025, sótt 9. desember 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87932.

Sigurður Steinþórsson. (2025, 9. desember). Hvað eru brennisteinsþúfur og hvernig verða þær til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87932

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru brennisteinsþúfur og hvernig verða þær til?“ Vísindavefurinn. 9. des. 2025. Vefsíða. 9. des. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87932>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru brennisteinsþúfur og hvernig verða þær til?
Lofttegundin brennisteinsvetni (H2S) er hluti af eldfjalla- og hveragufum á háhitasvæðum (sem einmitt tengjast eldstöðvum). Sé jarðvatnsstaða há binst brennisteinsvetnið vatni og úr verður brennisteinssýra sem leysir upp bergið umhverfis og leirhver myndast. Við lægri jarðvatnsstöðu ná hveragufur til yfirborðsins þar sem brennisteinsvetnið oxast óðara af súrefni andrúmsloftsins og hreinn brennisteinn fellur út:

$$H_2S + \frac{1}{2}O_2 = S^{\circ}+ H_2O$$

Brennisteinn er torleystur í vatni þannig að með tímanum getur „þúfa“ hlaðist upp úr úrfellingu brennisteins.

Brennisteinsþúfur á háhitasvæði í Vonarskarði. Fremri þúfan, um 2 m í þvermál, er „i fullum blóma“ en dökka þúfan fjær er hrunin. Þúfurnar eru holar innan og falla saman þegar þær kólna við það að gasstreymi að neðan hættir.

Brennisteinsþúfur á háhitasvæði í Vonarskarði. Fremri þúfan, um 2 m í þvermál, er „i fullum blóma“ en dökka þúfan fjær er hrunin. Þúfurnar eru holar innan og falla saman þegar þær kólna við það að gasstreymi að neðan hættir.

Á vefsíðu ÍSOR[1] segir um brennisteinsþúfur:
Stærstu brennisteinsþúfurnar geta verið 10-20 m að þvermáli og 1-1,5 m háar. Mest er um brennisteinsþúfur á Námafjalli og í Fremrinámum, Kröflu og Krýsuvík. Gifshellur vitna um kulnaða brennisteinshveri.

Finnast: Trölladyngja, Krýsuvík-Seltún-Sveifluháls, Austurengjar, Brennisteinsfjöll, Innstidalur, Hellisskarð, Vonarskarð, Kverkfjöll, Fremrinámur/Heilagsdalur, Hverarönd/Námafjall, Bjarnarflag, Krafla, Þeistareykir.

Og við má bæta Vonarskarði samanber myndina hér að ofan.

Tilvísun:
  1. ^ ÍSOR. Gufuhverasvæði. https://isor.is/jardhiti/hahiti/gufuhverasvaedi

Myndir:

...