
Brennisteinsþúfur á háhitasvæði í Vonarskarði. Fremri þúfan, um 2 m í þvermál, er „i fullum blóma“ en dökka þúfan fjær er hrunin. Þúfurnar eru holar innan og falla saman þegar þær kólna við það að gasstreymi að neðan hættir.
Stærstu brennisteinsþúfurnar geta verið 10-20 m að þvermáli og 1-1,5 m háar. Mest er um brennisteinsþúfur á Námafjalli og í Fremrinámum, Kröflu og Krýsuvík. Gifshellur vitna um kulnaða brennisteinshveri. Finnast: Trölladyngja, Krýsuvík-Seltún-Sveifluháls, Austurengjar, Brennisteinsfjöll, Innstidalur, Hellisskarð, Vonarskarð, Kverkfjöll, Fremrinámur/Heilagsdalur, Hverarönd/Námafjall, Bjarnarflag, Krafla, Þeistareykir.Og við má bæta Vonarskarði samanber myndina hér að ofan. Tilvísun:
- ^ ÍSOR. Gufuhverasvæði. https://isor.is/jardhiti/hahiti/gufuhverasvaedi
- Yfirlitsmynd: Hansueli Krapf. (2008, 21. maí). Krafla geothermal power plant 21.05.2008 11-39-16.jpg. Wikimedia Commons. Birt undir CC BY-SA 3.0 leyfi. https://commons.wikimedia.org/wiki/File:Krafla_geothermal_power_plant_21.05.2008_11-39-16.jpg
- Mynd af brennisteinsþúfum: Haukur Jóhannesson. Birt með góðfúslegu leyfi.