Sólin Sólin Rís 06:42 • sest 20:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:58 • Sest 16:01 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:10 • Síðdegis: 21:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:01 • Síðdegis: 15:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:42 • sest 20:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:58 • Sest 16:01 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:10 • Síðdegis: 21:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:01 • Síðdegis: 15:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru falskar minningar?

Guðmundur D. Haraldsson

Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvað eru falskar minningar? Hvaða rannsóknir eru til á þeim?

Hugtakið falskar minningar er notað um það þegar fólk rifjar upp atburði, orð, sögur eða annað sem ekki á sér stoð í raunveruleikanum, en fólkið er þó fullvisst um að upprifjun sín sé rétt og sönn.[1] Villurnar geta verið litlar eða stórar. Falskar minningar eru þannig ólíkar því þegar okkur tekst ekki að rifja upp eitthvað sem við teljum okkur eiga að muna. Hvort tveggja telst vera hluti af eðlilegum minnisvillum sem koma fram í daglegu lífi, sé tíðni þeirra innan hóflegra marka. Líklegt verður að teljast að við rifjum öll upp falskar minningar einhvern tímann á lífsleiðinni, en ólíkt gleymsku er nær ómögulegt að átta sig á hversu oft það gerist.[2]

Rannsóknir á áreiðanleika minninga

Segja má að andstæð sjónarmið séu uppi varðandi áreiðanleika minninga okkar: Annars vegar er litið svo á að minningar séu áreiðanlegar og að ljóslifandi og skýrar minningar séu áreiðanlegastar. Í daglegu lífi göngum við flest út frá þessu, því annars væru dagleg störf býsna erfið.[3] Samkvæmt hinu sjónarmiðinu er minnið hins vegar brigðult, því minningar eru ekki geymdar í heilu lagi, ósnortnar um alla tíð, heldur er þeim púslað saman úr minningabrotum í hvert skipti sem við rifjum þær upp. Í því ferli má vera að útkoman verði ólík – það sem á að vera sama minningin sé það ekki í raun – vegna þess að ferlið gangi ekki alltaf eins fyrir sig og minningabrot raðist mismunandi saman. Síðara sjónarmiðið einkennir rannsóknir sálfræðinga á minni fólks.[4]

Í rannsóknum á minni er yfirleitt unnið út frá því sjónarhorni að minni sé brigðult því minningar séu ekki geymdar í heilu lagi, ósnortnar um alla tíð, heldur er þeim púslað saman úr minningabrotum í hvert skipti sem við rifjum þær upp

Rannsóknum á fölskum minningum má gróflega skipta í þrjá flokka eftir því hvernig þeim er háttað og til hvers konar minninga þær taka.

Orðalistar

Fólk er beðið um að leggja á minnið nokkra orðalista. Sumir listar eru þannig úr garði gerðir að orðin tengjast ekki, eins og í eftirfarandi lista:

pappír, bíll, lampi, diskur, tilfinning, kvikmynd.

Stundum tengjast orðin þó og mynda eins konar þema:

köttur, svín, lamb, hundur, mús, lundi.

Rannsóknir sýna að þegar fólk er beðið um að rifja upp orðin gengur upprifjun betur þegar hugtökin eru tengd en þegar þau eru ótengd, en einnig vilja frekar slæðast með orð sem ekki voru á listunum þegar þau eru tengd – til dæmis dýr eða hestur á síðari listanum.[5] Í slíkum tilfellum eru falskar minningar sagðar hafa komið fram. Rannsóknir sem þessar hafa verið margendurteknar.[6]

Sögur

Rannsakendur hafa einnig notfært sér ritaðar sögur, sem óneitanlega bera með sér meiri merkingu en einfaldir orðalistar.[7] Á fyrstu áratugum tuttugustu aldar gerði breski tilraunasálfræðingurinn Frederic C. Bartlett þekkta rannsókn af þessu tagi þar sem þátttakendur lásu tvisvar þýdda frásögn frumbyggja N-Ameríku sem kölluð er The War of the Ghosts.[8] Síðan svöruðu þátttakendurnir spurningum skriflega um frásögnina. Villur komu fram við fyrstu upprifjun og fjölgaði eftir því sem lengra leið frá lestri frásagnarinnar, en þátttakendur voru beðnir um að svara spurningunum aftur nokkrum klukkutímum, dögum, mánuðum og stundum árum seinna. Villurnar voru allt frá því að önnur orð voru notuð (án merkingarbreytinga), að sögunni var breytt (fiskur hafi verið veiddur, ekki selur) og að ályktanir voru dregnar (svo sem um að indíáninn hafi særst af ör).[9] Með tímanum fjölgaði alvarlegum villum mikið, en þátttakendur voru ekkert síður vissir um að upprifjun þeirra væri rétt. Þannig var ekki hægt að reiða sig á sjálfsmat til að meta áreiðanleika upprifjunar.

Rannsóknin sýndi fram á að upprifjun á því sem á að vera sama minningin getur breyst í tímans rás og að óviðkomandi upplýsingar eiga það til að slæðast með – einmitt það sem einkennir falskar minningar. Bartlett taldi ástæðu þess að þátttakendur gerðu villur í upprifjun á sögunni vera að þeir túlkuðu hana eftir leikreglum sín eigin menningarheims, enda þekktu fæstir þeirra til samfélags frumbyggja N-Ameríku. Þá eru sumir atburðir í sögunni lítt tengdir og taldi Bartlett að þátttakendur reyndu að tengja hluta sögunnar saman, sem gæti breytt merkingu atburða hennar. Undir lok aldarinnar var rannsóknin endurtekin með betri aðferðafræði og stóðust niðurstöður Bartlett.[10]

Aðrar rannsóknir þar sem sögur eru notaðar sem efniviður hafa rennt stoðum undir þá kenningu að ályktanir geti leikið mikilvægt hlutverk í tilurð falskra minninga, sem og lítill skilningur fólks á efninu og langur tími frá mótun minninga.[11]

Atburðir á æviskeiði fólks

Elizabeth Loftus og félagar gerðu rannsókn sem var ætlað að herma eftir aðstæðum í daglegu lífi.[12] Þátttakendum voru sýndar skyggnimyndir af árekstri bíls við vegfaranda á gatnamótum (sjá mynd hér fyrir neðan). Helmingur þátttakenda sá stöðvunarskyldumerki á gatnamótunum, hinn biðskyldumerki. Þeir voru svo spurðir spurninga, meðal annars þessarar: „Keyrði annar bíll framhjá á meðan Datsun-bifreiðin var stopp við ___ merkið?“, en í eyðunni sagði ýmist „biðskyldu-“ eða „stöðvunarskyldu-“. Stundum passaði tegund skiltis í eyðunni við það sem fólk sá, stundum ekki. Um tuttugu mínútum síðar fengu þátttakendur að sjá skyggnimyndir af bílnum við biðskyldumerki og stöðvunarskyldumerki og þeir spurðir hvað þeir sáu.

Ef spurningin að framan passaði við merkið á skyggnimyndunum í upphafi var upprifjun rétt í 75% tilfella, en 40% þegar var misræmi. Rétt upprifjun var aðeins 20% ef biðtíminn var tvær vikur. Þetta er skýrt dæmi um falskar minningar og hafði hin leiðandi spurning að öllum líkindum áhrif á svörin. Engin áreiðanleg tengsl voru á milli vissu þátttakenda um svar sitt og hvort upprifjun var rétt. Aðrir rannsakendur sem notuðu annað myndefni komust að sömu niðurstöðum.[13]

Skyggnimyndir notaðar í rannsókn Loftus og félaga.

Í annarri rannsókn héldu þátttakendur dagbók um daglegt líf, skráðu þar atburði og hugsanir í fimm mánuði.[14] Dagbókin var hlutlægt viðmið þegar kom að upprifjun, sjö mánuðum eftir að skrifunum lauk, en þá kom í ljós að þátttakendur gátu auðveldlega rifjað ranglega upp ósanna eða lítt breytta atburði og hugsanir sem bætt var við skrifin, til dæmis um að hafa farið í sund þegar viðkomandi fór raunverulega út að hlaupa þann daginn. Þó gátu þátttakendur oft greint á milli sannra og ósannra skrifa. Þetta sýnir að fólk getur ruglast á eigin hugsunum og því sem gerist raunverulega, jafnvel þótt það sé meðvitað um hvað er hvað í upphafi, og falskar minningar þannig komið fram.

Loks má nefna rannsókn á minningum fólks sem hafði verið í fangabúðum í seinni heimsstyrjöld, fjörutíu árum áður.[15] Báru rannsakendur minningar fólksins við vitnisburði sem aflað var á árunum eftir lokun fangabúðanna. Fólkið gat munað mörg atriði rétt og af mikilli nákvæmni. Þó misminnti fólk stundum um mikilvæg atriði: Hvort þau voru hýst í tjöldum eða viðarskálum, rugluðu saman föngum við fangaverði, og misminnti um hvenær þau komu fyrst í búðirnar. Rannsakendurnir ályktuðu að tilfinningalegt vægi upplýsinga við varðveislu þeirra hefði engin tengsl við áreiðanleika minnis sjónarvotta.[16]

Af framangreindum rannsóknum, sem voru gerðar á fullorðnum, er ljóst að:[17]
  • Langur tími frá mótun minninga til upprifjunar eykur líkur á fölskum minningum. Það gera sömuleiðis leiðandi spurningar og keimlíkt efni.
  • Lélegur skilningur og mikil túlkun á efni sem er lært getur aukið líkindin á fölskum minningum.
  • Skýrleiki og/eða tilfinningalegur styrkur minninga er ekki ávísun á áreiðanleika þeirra.
  • Falskar minningar ná til daglegs lífs.
  • Minni fólks er oft áreiðanlegt. Villur koma þó inn á milli. Ómögulegt er að greina á milli nema með hlutlægum samtímagögnum.

Rannsóknirnar sem hér eru nefndar eru langt í frá tæmandi upptalning á rannsóknum á fölskum minningum.[18] Slíkar rannsóknir eru ekki gallalausar fremur en önnur mannanna verk en eru það viðamiklar að fáir sálfræðingar efast um tilvist falskra minninga. Jafnframt er ljóst að þessar rannsóknir renna stoðum undir það sjónarmið að minningum okkar sé raðað saman á einhvern hátt við upprifjun, fremur en að þær séu geymdar í heilu lagi. Þannig geta villur komið fram við upprifjunina.

Falskar minningar og áreiðanleiki minnis

Nú getur vel verið að sumir lesendur velti fyrir sér hvort þeirra eigin minni sé áreiðanlegt og hvort margar eða flestar minningar okkar gætu í raun verið falskar. Getum við treyst minninu? Svarið við þeirri spurningu er einfaldlega já, líklega getum við treyst flestum minningum okkar. Ágætur mælikvarði á það er að oft er mikill samhljómur manna á milli þegar kemur að sameiginlegum endurminningum fólks. Ef lítt væri hægt að treysta á minningar okkar er hætt við að við rækjumst oft á ýmis konar misræmi í daglegu lífi. Einnig myndum við gera margar villur vegna þess hversu gloppótt minnið væri. Hins vegar er vert að hafa í huga að minni fólks er einnig brigðult, eins og rannsóknirnar sýna.

Tilvísanir:
  1. ^ Brainerd og Reyna (2005), bls. 5. Roediger og McDermott (2000).
  2. ^ Roediger og McDermott (2000). Brainerd og Reyna (2005), bls. 5.
  3. ^ Wright og Loftus (2008), bls. 91.
  4. ^ Framangreint á fyrst og fremst við um langtímaminni. – Wright og Loftus (2008), bls. 91. Neath og Surprenant (2003), bls. 264-267, 289-290.
  5. ^ Roediger og McDermott (1995). Brainerd og Reyna (2005), bls. 25-26.
  6. ^ Brainerd og Reyna (2005), bls. 25-28.
  7. ^ Bergman og Roediger (1999). Brainerd og Reyna (2005), bls. 21-22.
  8. ^ The War of the Ghosts
    One night two young men from Egulac went down to the river to hunt seals and while they were there it became foggy and calm. Then they heard war cries, and they thought: "Maybe this is a war party". They escaped to the shore, and hid behind a log. Now canoes came up, and they heard the noise of paddles, and saw one canoe coming up to them. There were five men in the canoe, and they said:
    "What do you think? We wish to take you along. We are going up the river to make war on the people".
    One of the young men said: "I have no arrows".
    "Arrows are in the canoe", they said.
    "I will not go along. I might be killed. My relatives do not know where I have gone. But you", he said, turning to the other, "may go with them."
    So one of the young men went, but the other returned home.
    And the warriors went on up the river to a town on the other side of Kalama. The people came down to the water,and they began to fight, and many were killed. But presently the young man heard one of the warriors say: "Quick, let us go home: that Indian has been hit". Now he thought: "Oh, they are ghosts". He did not feel sick, but they said he had been shot.
    So the canoes went back to Egulac and the young man went ashore to his house and made a fire. And he told everybody and said: "Behold I accompanied the ghosts, and we went to fight. Many of our fellows were killed, and many of those who attacked us were killed. They said I was hit, and I did not feel sick".
    He told it all, and then he became quiet. When the sun rose he fell down. Something black came out of his mouth. His face became contorted. The people jumped up and cried.
    He was dead.
    Endurritað eftir Brainerd og Reyna (2005), bls. 19.
  9. ^ Brainerd og Reyna (2005), bls. 18-20.
  10. ^ Bergman og Roediger (1999).
  11. ^ Brainerd og Reyna (2005), bls. 42-44.
  12. ^ Loftus, Miller og Burns (1978).
  13. ^ Mitchell og Zaragoza (1996). Sjá einnig nýrri rannsóknir í Brunswick, Carpenter, Dennis og Kwapis (2025).
  14. ^ Brainerd og Reyna (2005), bls. 50-51.
  15. ^ Wagenaar og Groeneweg (1990).
  16. ^ Wagenaar og Groeneweg (1990), bls. 87.
  17. ^ Rannsóknir á fölskum minningum hafa einnig verið gerðar á börnum. Sjá Brainerd og Reyna (2008), bls. 155-216.
  18. ^ Rannsóknir á minni sjónarvotta eru t.d. fjölmargar (Wright og Loftus, 2008, bls. 94). Sjá einnig Brainerd og Reyna (2005).

Heimildir og myndir:
  • Bergman, E. T. og Roediger, H. L., III (1999). Can Bartlett’s repeated reproduction experiment be replicated? Memory & Cognition, 27 (6), 937-947.
  • Brainerd, C. J. og Reyna, V. F. (2005). The Science of False Memory. Oxford: Oxford University Press.
  • Brunswick, C. A., Carpenter, C. M., Dennis, N. A. og Kwapis, J. L. (2025). Not the same as it ever was: A review of memory modification, updating and distortion in humans and rodents. Neuroscience and Biobehavioral Reviews, 174, 106195.
  • Loftus, E. F., Miller, D. G. og Burns, H. J. (1978). Semantic integration of verbal information into a visual memory. Journal of Experimental Psychology: Human Learning and Memory, 4 (1), 19–31.
  • Mitchell, K. J. og Zaragoza, M. S. (1996). Repeated exposure to suggestion and false memory: The role of contextual variability. Journal of Memory and Language, 35, 246-260.
  • Neath, I. og Surprenant, A. M. (2003). Human Memory. (2. útgáfa). Belmont: Wadsworth.
  • Roediger, H. L., III og McDermott, K. B. (1995). Creating False Memories: Remembering Words Not Presented in Lists. Journal of Experimental Psychology: Learning, Memory, and Cognition, 21(4), 803–814.
  • Roediger, H. L., III og McDermott, K. B. (2000). Distortions of Memory. Í E. Tulving og F. I. M. Craik (Ritstj.). The Oxford Memory of Human Memory (bls. 91-102). Oxford: Oxford University Press.
  • Wagenaar, W. A. og Groeneweg, J. (1990). The memory of concentration camp survivors. Applied Cognitive Psychology, 4, 77–87.
  • Wright, D B. og Loftus, E. F. (2008). Eyewitness memory. Í G. Cohen og M. Conway (ritstj.), Memory in the real world (bls. 91–102). New York: Psychology Press.
  • Yfirlitsmynd: Brain Functional Correlates of Episodic Memory Using an Ecological Free Recall Task. (Sótt 3.09.2025).
  • Mynd af myndum: Michal Jarmoluk. Person holding a vintage photo among many. Freerange Stock. https://freerangestock.com/photos/169691/person-holding-a-vintage-photo-among-many.html
  • Mynd af bílum: Loftus, Miller og Burns (1978), bls. 20.

Höfundur

Guðmundur D. Haraldsson

MSc í vitsmuna- og ákvörðunarfræðum

Útgáfudagur

12.9.2025

Spyrjandi

Jóhanna Ó. Eiríksdóttir H.

Tilvísun

Guðmundur D. Haraldsson. „Hvað eru falskar minningar?“ Vísindavefurinn, 12. september 2025, sótt 12. september 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87993.

Guðmundur D. Haraldsson. (2025, 12. september). Hvað eru falskar minningar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87993

Guðmundur D. Haraldsson. „Hvað eru falskar minningar?“ Vísindavefurinn. 12. sep. 2025. Vefsíða. 12. sep. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87993>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru falskar minningar?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvað eru falskar minningar? Hvaða rannsóknir eru til á þeim?

Hugtakið falskar minningar er notað um það þegar fólk rifjar upp atburði, orð, sögur eða annað sem ekki á sér stoð í raunveruleikanum, en fólkið er þó fullvisst um að upprifjun sín sé rétt og sönn.[1] Villurnar geta verið litlar eða stórar. Falskar minningar eru þannig ólíkar því þegar okkur tekst ekki að rifja upp eitthvað sem við teljum okkur eiga að muna. Hvort tveggja telst vera hluti af eðlilegum minnisvillum sem koma fram í daglegu lífi, sé tíðni þeirra innan hóflegra marka. Líklegt verður að teljast að við rifjum öll upp falskar minningar einhvern tímann á lífsleiðinni, en ólíkt gleymsku er nær ómögulegt að átta sig á hversu oft það gerist.[2]

Rannsóknir á áreiðanleika minninga

Segja má að andstæð sjónarmið séu uppi varðandi áreiðanleika minninga okkar: Annars vegar er litið svo á að minningar séu áreiðanlegar og að ljóslifandi og skýrar minningar séu áreiðanlegastar. Í daglegu lífi göngum við flest út frá þessu, því annars væru dagleg störf býsna erfið.[3] Samkvæmt hinu sjónarmiðinu er minnið hins vegar brigðult, því minningar eru ekki geymdar í heilu lagi, ósnortnar um alla tíð, heldur er þeim púslað saman úr minningabrotum í hvert skipti sem við rifjum þær upp. Í því ferli má vera að útkoman verði ólík – það sem á að vera sama minningin sé það ekki í raun – vegna þess að ferlið gangi ekki alltaf eins fyrir sig og minningabrot raðist mismunandi saman. Síðara sjónarmiðið einkennir rannsóknir sálfræðinga á minni fólks.[4]

Í rannsóknum á minni er yfirleitt unnið út frá því sjónarhorni að minni sé brigðult því minningar séu ekki geymdar í heilu lagi, ósnortnar um alla tíð, heldur er þeim púslað saman úr minningabrotum í hvert skipti sem við rifjum þær upp

Rannsóknum á fölskum minningum má gróflega skipta í þrjá flokka eftir því hvernig þeim er háttað og til hvers konar minninga þær taka.

Orðalistar

Fólk er beðið um að leggja á minnið nokkra orðalista. Sumir listar eru þannig úr garði gerðir að orðin tengjast ekki, eins og í eftirfarandi lista:

pappír, bíll, lampi, diskur, tilfinning, kvikmynd.

Stundum tengjast orðin þó og mynda eins konar þema:

köttur, svín, lamb, hundur, mús, lundi.

Rannsóknir sýna að þegar fólk er beðið um að rifja upp orðin gengur upprifjun betur þegar hugtökin eru tengd en þegar þau eru ótengd, en einnig vilja frekar slæðast með orð sem ekki voru á listunum þegar þau eru tengd – til dæmis dýr eða hestur á síðari listanum.[5] Í slíkum tilfellum eru falskar minningar sagðar hafa komið fram. Rannsóknir sem þessar hafa verið margendurteknar.[6]

Sögur

Rannsakendur hafa einnig notfært sér ritaðar sögur, sem óneitanlega bera með sér meiri merkingu en einfaldir orðalistar.[7] Á fyrstu áratugum tuttugustu aldar gerði breski tilraunasálfræðingurinn Frederic C. Bartlett þekkta rannsókn af þessu tagi þar sem þátttakendur lásu tvisvar þýdda frásögn frumbyggja N-Ameríku sem kölluð er The War of the Ghosts.[8] Síðan svöruðu þátttakendurnir spurningum skriflega um frásögnina. Villur komu fram við fyrstu upprifjun og fjölgaði eftir því sem lengra leið frá lestri frásagnarinnar, en þátttakendur voru beðnir um að svara spurningunum aftur nokkrum klukkutímum, dögum, mánuðum og stundum árum seinna. Villurnar voru allt frá því að önnur orð voru notuð (án merkingarbreytinga), að sögunni var breytt (fiskur hafi verið veiddur, ekki selur) og að ályktanir voru dregnar (svo sem um að indíáninn hafi særst af ör).[9] Með tímanum fjölgaði alvarlegum villum mikið, en þátttakendur voru ekkert síður vissir um að upprifjun þeirra væri rétt. Þannig var ekki hægt að reiða sig á sjálfsmat til að meta áreiðanleika upprifjunar.

Rannsóknin sýndi fram á að upprifjun á því sem á að vera sama minningin getur breyst í tímans rás og að óviðkomandi upplýsingar eiga það til að slæðast með – einmitt það sem einkennir falskar minningar. Bartlett taldi ástæðu þess að þátttakendur gerðu villur í upprifjun á sögunni vera að þeir túlkuðu hana eftir leikreglum sín eigin menningarheims, enda þekktu fæstir þeirra til samfélags frumbyggja N-Ameríku. Þá eru sumir atburðir í sögunni lítt tengdir og taldi Bartlett að þátttakendur reyndu að tengja hluta sögunnar saman, sem gæti breytt merkingu atburða hennar. Undir lok aldarinnar var rannsóknin endurtekin með betri aðferðafræði og stóðust niðurstöður Bartlett.[10]

Aðrar rannsóknir þar sem sögur eru notaðar sem efniviður hafa rennt stoðum undir þá kenningu að ályktanir geti leikið mikilvægt hlutverk í tilurð falskra minninga, sem og lítill skilningur fólks á efninu og langur tími frá mótun minninga.[11]

Atburðir á æviskeiði fólks

Elizabeth Loftus og félagar gerðu rannsókn sem var ætlað að herma eftir aðstæðum í daglegu lífi.[12] Þátttakendum voru sýndar skyggnimyndir af árekstri bíls við vegfaranda á gatnamótum (sjá mynd hér fyrir neðan). Helmingur þátttakenda sá stöðvunarskyldumerki á gatnamótunum, hinn biðskyldumerki. Þeir voru svo spurðir spurninga, meðal annars þessarar: „Keyrði annar bíll framhjá á meðan Datsun-bifreiðin var stopp við ___ merkið?“, en í eyðunni sagði ýmist „biðskyldu-“ eða „stöðvunarskyldu-“. Stundum passaði tegund skiltis í eyðunni við það sem fólk sá, stundum ekki. Um tuttugu mínútum síðar fengu þátttakendur að sjá skyggnimyndir af bílnum við biðskyldumerki og stöðvunarskyldumerki og þeir spurðir hvað þeir sáu.

Ef spurningin að framan passaði við merkið á skyggnimyndunum í upphafi var upprifjun rétt í 75% tilfella, en 40% þegar var misræmi. Rétt upprifjun var aðeins 20% ef biðtíminn var tvær vikur. Þetta er skýrt dæmi um falskar minningar og hafði hin leiðandi spurning að öllum líkindum áhrif á svörin. Engin áreiðanleg tengsl voru á milli vissu þátttakenda um svar sitt og hvort upprifjun var rétt. Aðrir rannsakendur sem notuðu annað myndefni komust að sömu niðurstöðum.[13]

Skyggnimyndir notaðar í rannsókn Loftus og félaga.

Í annarri rannsókn héldu þátttakendur dagbók um daglegt líf, skráðu þar atburði og hugsanir í fimm mánuði.[14] Dagbókin var hlutlægt viðmið þegar kom að upprifjun, sjö mánuðum eftir að skrifunum lauk, en þá kom í ljós að þátttakendur gátu auðveldlega rifjað ranglega upp ósanna eða lítt breytta atburði og hugsanir sem bætt var við skrifin, til dæmis um að hafa farið í sund þegar viðkomandi fór raunverulega út að hlaupa þann daginn. Þó gátu þátttakendur oft greint á milli sannra og ósannra skrifa. Þetta sýnir að fólk getur ruglast á eigin hugsunum og því sem gerist raunverulega, jafnvel þótt það sé meðvitað um hvað er hvað í upphafi, og falskar minningar þannig komið fram.

Loks má nefna rannsókn á minningum fólks sem hafði verið í fangabúðum í seinni heimsstyrjöld, fjörutíu árum áður.[15] Báru rannsakendur minningar fólksins við vitnisburði sem aflað var á árunum eftir lokun fangabúðanna. Fólkið gat munað mörg atriði rétt og af mikilli nákvæmni. Þó misminnti fólk stundum um mikilvæg atriði: Hvort þau voru hýst í tjöldum eða viðarskálum, rugluðu saman föngum við fangaverði, og misminnti um hvenær þau komu fyrst í búðirnar. Rannsakendurnir ályktuðu að tilfinningalegt vægi upplýsinga við varðveislu þeirra hefði engin tengsl við áreiðanleika minnis sjónarvotta.[16]

Af framangreindum rannsóknum, sem voru gerðar á fullorðnum, er ljóst að:[17]
  • Langur tími frá mótun minninga til upprifjunar eykur líkur á fölskum minningum. Það gera sömuleiðis leiðandi spurningar og keimlíkt efni.
  • Lélegur skilningur og mikil túlkun á efni sem er lært getur aukið líkindin á fölskum minningum.
  • Skýrleiki og/eða tilfinningalegur styrkur minninga er ekki ávísun á áreiðanleika þeirra.
  • Falskar minningar ná til daglegs lífs.
  • Minni fólks er oft áreiðanlegt. Villur koma þó inn á milli. Ómögulegt er að greina á milli nema með hlutlægum samtímagögnum.

Rannsóknirnar sem hér eru nefndar eru langt í frá tæmandi upptalning á rannsóknum á fölskum minningum.[18] Slíkar rannsóknir eru ekki gallalausar fremur en önnur mannanna verk en eru það viðamiklar að fáir sálfræðingar efast um tilvist falskra minninga. Jafnframt er ljóst að þessar rannsóknir renna stoðum undir það sjónarmið að minningum okkar sé raðað saman á einhvern hátt við upprifjun, fremur en að þær séu geymdar í heilu lagi. Þannig geta villur komið fram við upprifjunina.

Falskar minningar og áreiðanleiki minnis

Nú getur vel verið að sumir lesendur velti fyrir sér hvort þeirra eigin minni sé áreiðanlegt og hvort margar eða flestar minningar okkar gætu í raun verið falskar. Getum við treyst minninu? Svarið við þeirri spurningu er einfaldlega já, líklega getum við treyst flestum minningum okkar. Ágætur mælikvarði á það er að oft er mikill samhljómur manna á milli þegar kemur að sameiginlegum endurminningum fólks. Ef lítt væri hægt að treysta á minningar okkar er hætt við að við rækjumst oft á ýmis konar misræmi í daglegu lífi. Einnig myndum við gera margar villur vegna þess hversu gloppótt minnið væri. Hins vegar er vert að hafa í huga að minni fólks er einnig brigðult, eins og rannsóknirnar sýna.

Tilvísanir:
  1. ^ Brainerd og Reyna (2005), bls. 5. Roediger og McDermott (2000).
  2. ^ Roediger og McDermott (2000). Brainerd og Reyna (2005), bls. 5.
  3. ^ Wright og Loftus (2008), bls. 91.
  4. ^ Framangreint á fyrst og fremst við um langtímaminni. – Wright og Loftus (2008), bls. 91. Neath og Surprenant (2003), bls. 264-267, 289-290.
  5. ^ Roediger og McDermott (1995). Brainerd og Reyna (2005), bls. 25-26.
  6. ^ Brainerd og Reyna (2005), bls. 25-28.
  7. ^ Bergman og Roediger (1999). Brainerd og Reyna (2005), bls. 21-22.
  8. ^ The War of the Ghosts
    One night two young men from Egulac went down to the river to hunt seals and while they were there it became foggy and calm. Then they heard war cries, and they thought: "Maybe this is a war party". They escaped to the shore, and hid behind a log. Now canoes came up, and they heard the noise of paddles, and saw one canoe coming up to them. There were five men in the canoe, and they said:
    "What do you think? We wish to take you along. We are going up the river to make war on the people".
    One of the young men said: "I have no arrows".
    "Arrows are in the canoe", they said.
    "I will not go along. I might be killed. My relatives do not know where I have gone. But you", he said, turning to the other, "may go with them."
    So one of the young men went, but the other returned home.
    And the warriors went on up the river to a town on the other side of Kalama. The people came down to the water,and they began to fight, and many were killed. But presently the young man heard one of the warriors say: "Quick, let us go home: that Indian has been hit". Now he thought: "Oh, they are ghosts". He did not feel sick, but they said he had been shot.
    So the canoes went back to Egulac and the young man went ashore to his house and made a fire. And he told everybody and said: "Behold I accompanied the ghosts, and we went to fight. Many of our fellows were killed, and many of those who attacked us were killed. They said I was hit, and I did not feel sick".
    He told it all, and then he became quiet. When the sun rose he fell down. Something black came out of his mouth. His face became contorted. The people jumped up and cried.
    He was dead.
    Endurritað eftir Brainerd og Reyna (2005), bls. 19.
  9. ^ Brainerd og Reyna (2005), bls. 18-20.
  10. ^ Bergman og Roediger (1999).
  11. ^ Brainerd og Reyna (2005), bls. 42-44.
  12. ^ Loftus, Miller og Burns (1978).
  13. ^ Mitchell og Zaragoza (1996). Sjá einnig nýrri rannsóknir í Brunswick, Carpenter, Dennis og Kwapis (2025).
  14. ^ Brainerd og Reyna (2005), bls. 50-51.
  15. ^ Wagenaar og Groeneweg (1990).
  16. ^ Wagenaar og Groeneweg (1990), bls. 87.
  17. ^ Rannsóknir á fölskum minningum hafa einnig verið gerðar á börnum. Sjá Brainerd og Reyna (2008), bls. 155-216.
  18. ^ Rannsóknir á minni sjónarvotta eru t.d. fjölmargar (Wright og Loftus, 2008, bls. 94). Sjá einnig Brainerd og Reyna (2005).

Heimildir og myndir:
  • Bergman, E. T. og Roediger, H. L., III (1999). Can Bartlett’s repeated reproduction experiment be replicated? Memory & Cognition, 27 (6), 937-947.
  • Brainerd, C. J. og Reyna, V. F. (2005). The Science of False Memory. Oxford: Oxford University Press.
  • Brunswick, C. A., Carpenter, C. M., Dennis, N. A. og Kwapis, J. L. (2025). Not the same as it ever was: A review of memory modification, updating and distortion in humans and rodents. Neuroscience and Biobehavioral Reviews, 174, 106195.
  • Loftus, E. F., Miller, D. G. og Burns, H. J. (1978). Semantic integration of verbal information into a visual memory. Journal of Experimental Psychology: Human Learning and Memory, 4 (1), 19–31.
  • Mitchell, K. J. og Zaragoza, M. S. (1996). Repeated exposure to suggestion and false memory: The role of contextual variability. Journal of Memory and Language, 35, 246-260.
  • Neath, I. og Surprenant, A. M. (2003). Human Memory. (2. útgáfa). Belmont: Wadsworth.
  • Roediger, H. L., III og McDermott, K. B. (1995). Creating False Memories: Remembering Words Not Presented in Lists. Journal of Experimental Psychology: Learning, Memory, and Cognition, 21(4), 803–814.
  • Roediger, H. L., III og McDermott, K. B. (2000). Distortions of Memory. Í E. Tulving og F. I. M. Craik (Ritstj.). The Oxford Memory of Human Memory (bls. 91-102). Oxford: Oxford University Press.
  • Wagenaar, W. A. og Groeneweg, J. (1990). The memory of concentration camp survivors. Applied Cognitive Psychology, 4, 77–87.
  • Wright, D B. og Loftus, E. F. (2008). Eyewitness memory. Í G. Cohen og M. Conway (ritstj.), Memory in the real world (bls. 91–102). New York: Psychology Press.
  • Yfirlitsmynd: Brain Functional Correlates of Episodic Memory Using an Ecological Free Recall Task. (Sótt 3.09.2025).
  • Mynd af myndum: Michal Jarmoluk. Person holding a vintage photo among many. Freerange Stock. https://freerangestock.com/photos/169691/person-holding-a-vintage-photo-among-many.html
  • Mynd af bílum: Loftus, Miller og Burns (1978), bls. 20.

...