og margtt annad haffurtask gagnsamtt.Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:298) eru nefndar nokkrar staðbundnar myndir eins og hapurtjask, hafurtjask, hapurtask sem bendir til að fólk hafi ekki áttað sig á orðinu og lagað það aðeins til. Fleiri myndir má finna í Ritmálssafninu eins og hafurtaks og hafurstaks. Ásgeir telur orðið fengið að láni úr miðensku og tengir miðenska orðinu haberdashere ‘skransali’ og er það mjög líklegt, samanber nútímaensku haberdasher ‘kaupmaður sem verslar með smávarning; smávarningur seldur í slíkri verslun’. Hann telur frekari ættfærslu óvissa.

Orðið hafurtask er líklega fengið að láni úr miðensku og tengt orðinu haberdashere ‘skransali’. Í nútímaensku er haberdasher ‘kaupmaður sem verslar með smávarning; smávarningur seldur í slíkri verslun’. Myndin er frá fyrri hluta 19. aldar, úr verslun haberdasher.
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans. Reykjavík. (Bókina má einnig nálgast rafrænt á vef Árnastofnunar https://ordsifjabok.arnastofnun.is).
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
- Yfirlitsmynd: Free Stock Photo of Stack of Suitcases - Download Free Images and Free Illustrations. (Sótt 25.09.2025).
- The Haberdasher Dandy, Charles Williams, England. Picryl. https://picryl.com/media/the-haberdasher-dandy-9f6a38