Sólin Sólin Rís 07:20 • sest 19:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:08 • Sest 18:28 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:56 • Síðdegis: 14:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:20 • sest 19:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:08 • Sest 18:28 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:56 • Síðdegis: 14:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðið hafurtask og hvað merkir það bókstaflega?

Guðrún Kvaran

Orðið hafurtask merkir ‘farangur; skran’ og er samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans til í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 16. aldar. Elsta dæmi þar er úr Íslensku fornbréfasafni (DI XV) frá 1575:

og margtt annad haffurtask gagnsamtt.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:298) eru nefndar nokkrar staðbundnar myndir eins og hapurtjask, hafurtjask, hapurtask sem bendir til að fólk hafi ekki áttað sig á orðinu og lagað það aðeins til. Fleiri myndir má finna í Ritmálssafninu eins og hafurtaks og hafurstaks.

Ásgeir telur orðið fengið að láni úr miðensku og tengir miðenska orðinu haberdashere ‘skransali’ og er það mjög líklegt, samanber nútímaensku haberdasher ‘kaupmaður sem verslar með smávarning; smávarningur seldur í slíkri verslun’. Hann telur frekari ættfærslu óvissa.

Orðið hafurtask er líklega fengið að láni úr miðensku og tengt orðinu haberdashere ‘skransali’. Í nútímaensku er haberdasher ‘kaupmaður sem verslar með smávarning; smávarningur seldur í slíkri verslun’. Myndin er frá fyrri hluta 19. aldar, úr verslun haberdasher.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

25.9.2025

Spyrjandi

Örn Pálsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið hafurtask og hvað merkir það bókstaflega?“ Vísindavefurinn, 25. september 2025, sótt 25. september 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=88001.

Guðrún Kvaran. (2025, 25. september). Hvaðan kemur orðið hafurtask og hvað merkir það bókstaflega? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88001

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið hafurtask og hvað merkir það bókstaflega?“ Vísindavefurinn. 25. sep. 2025. Vefsíða. 25. sep. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88001>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið hafurtask og hvað merkir það bókstaflega?
Orðið hafurtask merkir ‘farangur; skran’ og er samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans til í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 16. aldar. Elsta dæmi þar er úr Íslensku fornbréfasafni (DI XV) frá 1575:

og margtt annad haffurtask gagnsamtt.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:298) eru nefndar nokkrar staðbundnar myndir eins og hapurtjask, hafurtjask, hapurtask sem bendir til að fólk hafi ekki áttað sig á orðinu og lagað það aðeins til. Fleiri myndir má finna í Ritmálssafninu eins og hafurtaks og hafurstaks.

Ásgeir telur orðið fengið að láni úr miðensku og tengir miðenska orðinu haberdashere ‘skransali’ og er það mjög líklegt, samanber nútímaensku haberdasher ‘kaupmaður sem verslar með smávarning; smávarningur seldur í slíkri verslun’. Hann telur frekari ættfærslu óvissa.

Orðið hafurtask er líklega fengið að láni úr miðensku og tengt orðinu haberdashere ‘skransali’. Í nútímaensku er haberdasher ‘kaupmaður sem verslar með smávarning; smávarningur seldur í slíkri verslun’. Myndin er frá fyrri hluta 19. aldar, úr verslun haberdasher.

Heimildir og mynd:...