Sólin Sólin Rís 07:11 • sest 19:58 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:25 • Sest 01:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:37 • Síðdegis: 14:53 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju eru farangursbox ofan á bílum kölluð tengdamömmubox?

Guðrún Kvaran

Orðið tengdamömmubox er ekki gamalt í málinu. Sjá má á Tímarit.is að það kemur nær eingöngu fyrir í auglýsingum um sérstök box undir farangur, farangursbox, sem hægt er að festa á þak bifreiðar til þess að hafa rúm fyrir farangur sem ekki kemst fyrir í farangurshólfinu (skottinu) á bílnum. Elsta auglýsingin er frá janúar 2001 og fleiri fylgja rétt á eftir. Sýnir það að orðið var eitthvað þekkt meðal fólks. Í grein í Morgunblaðinu 10. apríl 2001 skrifaði Víkverji:

SKRIFARI hefur tekið eftir því að í auglýsingum um farangursbox, sem skrúfuð eru ofan á topp bifreiða, eru þau kölluð „tengdamömmubox“. Vikverja kom þetta spánskt fyrir sjónir og hann spurðist fyrir um hvað þetta ætti að merkja. Hann fékk þau svör hjá bílfróðum mönnum að þarna væri verið að vísa til þess að boxin væru hentug til að geyma tengdamömmuna í á fjölskylduferðalögum! Þetta fannst Víkverja nú ekki bera vott um mikinn hlýhug í garð tengdamæðra og ef þetta er rétt orðskýring hljóta þeir, sem auglýsa svona, að vera í vondum málum hjá tengdamæðrum sínum. Víkverji á yndislega tengdamömmu og myndi aldrei aka um með hana á toppi fjölskyldubílsins.

Orðið tengdamömmubox er ekki gamalt í málinu. Í Morgunblaðinu árið 2001 segir að orðið vísi til þess „boxin væru hentug til að geyma tengdamömmuna í á fjölskylduferðalögum!“

Jón Gnarr nefndi tengdamömmubox í viðtali í Fréttablaðinu 5. október 2019 og taldi orðið fela í sér stæka kvenfyrirlitningu:

Við ættum aldrei að nota orð eins og tengdamömmubox. Þetta er eins og lélegur Benny Hill brandari því hverjar eru tengdamömmur? Jú, fullorðnar konur. Við erum í raun að segja að allar fullorðnar konur séu leiðinlegar og tilvalið að stinga þeim í plastbox ofan á bílinn.

Hvað sem Víkverja og Jóni Gnarr finnst er orðið notað enn og er ég sammála þeim að ekki er það smekklegt. Erlenda fyrirmynd hef ég ekki fundið.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

10.8.2020

Spyrjandi

Guðmundur Kári Þorgrímsson, Gunnar Geir Jóhannsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju eru farangursbox ofan á bílum kölluð tengdamömmubox?“ Vísindavefurinn, 10. ágúst 2020. Sótt 25. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=79725.

Guðrún Kvaran. (2020, 10. ágúst). Af hverju eru farangursbox ofan á bílum kölluð tengdamömmubox? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79725

Guðrún Kvaran. „Af hverju eru farangursbox ofan á bílum kölluð tengdamömmubox?“ Vísindavefurinn. 10. ágú. 2020. Vefsíða. 25. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79725>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru farangursbox ofan á bílum kölluð tengdamömmubox?
Orðið tengdamömmubox er ekki gamalt í málinu. Sjá má á Tímarit.is að það kemur nær eingöngu fyrir í auglýsingum um sérstök box undir farangur, farangursbox, sem hægt er að festa á þak bifreiðar til þess að hafa rúm fyrir farangur sem ekki kemst fyrir í farangurshólfinu (skottinu) á bílnum. Elsta auglýsingin er frá janúar 2001 og fleiri fylgja rétt á eftir. Sýnir það að orðið var eitthvað þekkt meðal fólks. Í grein í Morgunblaðinu 10. apríl 2001 skrifaði Víkverji:

SKRIFARI hefur tekið eftir því að í auglýsingum um farangursbox, sem skrúfuð eru ofan á topp bifreiða, eru þau kölluð „tengdamömmubox“. Vikverja kom þetta spánskt fyrir sjónir og hann spurðist fyrir um hvað þetta ætti að merkja. Hann fékk þau svör hjá bílfróðum mönnum að þarna væri verið að vísa til þess að boxin væru hentug til að geyma tengdamömmuna í á fjölskylduferðalögum! Þetta fannst Víkverja nú ekki bera vott um mikinn hlýhug í garð tengdamæðra og ef þetta er rétt orðskýring hljóta þeir, sem auglýsa svona, að vera í vondum málum hjá tengdamæðrum sínum. Víkverji á yndislega tengdamömmu og myndi aldrei aka um með hana á toppi fjölskyldubílsins.

Orðið tengdamömmubox er ekki gamalt í málinu. Í Morgunblaðinu árið 2001 segir að orðið vísi til þess „boxin væru hentug til að geyma tengdamömmuna í á fjölskylduferðalögum!“

Jón Gnarr nefndi tengdamömmubox í viðtali í Fréttablaðinu 5. október 2019 og taldi orðið fela í sér stæka kvenfyrirlitningu:

Við ættum aldrei að nota orð eins og tengdamömmubox. Þetta er eins og lélegur Benny Hill brandari því hverjar eru tengdamömmur? Jú, fullorðnar konur. Við erum í raun að segja að allar fullorðnar konur séu leiðinlegar og tilvalið að stinga þeim í plastbox ofan á bílinn.

Hvað sem Víkverja og Jóni Gnarr finnst er orðið notað enn og er ég sammála þeim að ekki er það smekklegt. Erlenda fyrirmynd hef ég ekki fundið.

Mynd:...