Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Tengdamóðir mín sagði: "Það er helvítis garður í honum," hvað á hún við?

Guðrún Kvaran

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Tengdamóðir mín sagði um sjóinn við Sæbrautina þegar við keyrðum þar framhjá í dag, "Það er helvítis garður í honum." Ég finn hvergi neitt á netinu um þetta. Sjórinn var með mikið af hvítum öldutoppum. Tengdamóðir mín, fædd 1925, bjó öll sín ár í Álftafirði við Djúp þar til hún flutti suður á miðjum 10. áratugnum. Gaman væri að vita hvort þetta er þekkt.

Mér varð á þegar ég svaraði fyrirspurn um orðið garður notað um veður. Ég las garri og svaraði samkvæmt því. Ég efast ekki um að tengdamóðirin hafi sagt garður. Samkvæmt íslensk- danskri orðabók Sigfúsar Blöndal er garður notað um vindhviðu en einnig langvarandi hrollkaldan storm. Þar vitnar Sigfús í Ferðabók Þorvalds Thoroddsen: „langvarandi hvassviðri af sömu átt heita á Vesturlandi garðar“ (1920-1924:241). Elst dæmi um garð í merkingunni 'vindhviða' eru í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá miðri 17. öld.

Vel þekkt er vísan:

Nordan hardan gerdi gard
geysi hardur vard 'ann.
Borda jardar- erdis ard
ofan í skardid bard' 'ann.

Á vef ÍSMÚS (Íslenskur músík- og menningararfur) kemur fram að höfundur var Magnús Magnússon hreppstjóri á Hrófbergi. Vísan er alltaf lesin með lokhljóði (-d-) en ekki önghljóði (-ð-). Sá framburður þekktist helst á Vestfjörðum.

Tengdamóðir mín sagði um sjóinn við Sæbrautina þegar við keyrðum þar framhjá í dag, "Það er helvítis garður í honum."

Nafnorðin norðangarður og norðangarri hafa sömu merkingu, það er 'langstæður, kaldur norðannvindur'.

Orðið garri er þekkt í málinu frá því á 17. öld í merkingunni 'rosti, frekja; frekur og hávær maður; kaldur strekkingsvindur.' Dr. Haraldur Matthíasson skrifaði grein í afmæliskveðju til Alexanders Jóhannessonar prófessors árið 1953 undir heitinu Veðramál og skrifar svo um garra (bls. 97):

Garri er álíka hvass og strekkingur, en kaldari og hryssingslegri. Það er garri í honum, hann er garralegur er þá sagt.

Lýsingarorðið garralegur merkir 'hvass og kaldur (um veður), hávær og rostafenginn (um fólk)'.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

6.11.2015

Spyrjandi

Einar Ólafur Haraldsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Tengdamóðir mín sagði: "Það er helvítis garður í honum," hvað á hún við?“ Vísindavefurinn, 6. nóvember 2015. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70209.

Guðrún Kvaran. (2015, 6. nóvember). Tengdamóðir mín sagði: "Það er helvítis garður í honum," hvað á hún við? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70209

Guðrún Kvaran. „Tengdamóðir mín sagði: "Það er helvítis garður í honum," hvað á hún við?“ Vísindavefurinn. 6. nóv. 2015. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70209>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Tengdamóðir mín sagði: "Það er helvítis garður í honum," hvað á hún við?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Tengdamóðir mín sagði um sjóinn við Sæbrautina þegar við keyrðum þar framhjá í dag, "Það er helvítis garður í honum." Ég finn hvergi neitt á netinu um þetta. Sjórinn var með mikið af hvítum öldutoppum. Tengdamóðir mín, fædd 1925, bjó öll sín ár í Álftafirði við Djúp þar til hún flutti suður á miðjum 10. áratugnum. Gaman væri að vita hvort þetta er þekkt.

Mér varð á þegar ég svaraði fyrirspurn um orðið garður notað um veður. Ég las garri og svaraði samkvæmt því. Ég efast ekki um að tengdamóðirin hafi sagt garður. Samkvæmt íslensk- danskri orðabók Sigfúsar Blöndal er garður notað um vindhviðu en einnig langvarandi hrollkaldan storm. Þar vitnar Sigfús í Ferðabók Þorvalds Thoroddsen: „langvarandi hvassviðri af sömu átt heita á Vesturlandi garðar“ (1920-1924:241). Elst dæmi um garð í merkingunni 'vindhviða' eru í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá miðri 17. öld.

Vel þekkt er vísan:

Nordan hardan gerdi gard
geysi hardur vard 'ann.
Borda jardar- erdis ard
ofan í skardid bard' 'ann.

Á vef ÍSMÚS (Íslenskur músík- og menningararfur) kemur fram að höfundur var Magnús Magnússon hreppstjóri á Hrófbergi. Vísan er alltaf lesin með lokhljóði (-d-) en ekki önghljóði (-ð-). Sá framburður þekktist helst á Vestfjörðum.

Tengdamóðir mín sagði um sjóinn við Sæbrautina þegar við keyrðum þar framhjá í dag, "Það er helvítis garður í honum."

Nafnorðin norðangarður og norðangarri hafa sömu merkingu, það er 'langstæður, kaldur norðannvindur'.

Orðið garri er þekkt í málinu frá því á 17. öld í merkingunni 'rosti, frekja; frekur og hávær maður; kaldur strekkingsvindur.' Dr. Haraldur Matthíasson skrifaði grein í afmæliskveðju til Alexanders Jóhannessonar prófessors árið 1953 undir heitinu Veðramál og skrifar svo um garra (bls. 97):

Garri er álíka hvass og strekkingur, en kaldari og hryssingslegri. Það er garri í honum, hann er garralegur er þá sagt.

Lýsingarorðið garralegur merkir 'hvass og kaldur (um veður), hávær og rostafenginn (um fólk)'.

Mynd:

...