Sólin Sólin Rís 11:17 • sest 15:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:40 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:37 • Síðdegis: 23:48 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:17 • sest 15:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:40 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:37 • Síðdegis: 23:48 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða meiður er þetta þegar einhver er á öndverðum meiði?

Guðrún Kvaran

Meiður hefur fleiri en eina merkingu, ‘stólpi, stöng’ og ‘bjálki eða kjálki undir sleða’. Það er síðasta merkingin sem á við í orðasambandinu að vera á öndverðum meiði við einhvern.

Lýsingarorðið öndverður er notað á ýmsan hátt, 1. ‘sem snýr að (móti), nálægur’, 2. ‘uppréttur, reistur, andstæður’, 3. sem heyrir til fyrri hluta tímabils, 4. ‘fremstur, framanverður’. (ÍO 2002:1869). Það er merking 2 sem á við í orðasambamdinu að vera á öndverðum meiði við e-n, þ.e. ‘vera andvígur e-m, á annarri skoðun’.

Halldór Halldórsson prófessor segir orðtakið vera frá 20. öld og bendir á í bók sinni Íslenzkt orðtakasafn að í fornmáli komi fyrir að standa á öndverðum meiði með e-m og er það andstæð merking við þá sem tíðkast í dag. Öndverður gat í fornu máli einnig merkt ‘fremstur, fyrstur’. Eiginleg merking forna orðtaksins er því ‘að standa fremst á sleðameiðnum með e-m’ (1969 II: 40–41).

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

2.1.2026

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða meiður er þetta þegar einhver er á öndverðum meiði?“ Vísindavefurinn, 2. janúar 2026, sótt 2. janúar 2026, https://visindavefur.is/svar.php?id=88181.

Guðrún Kvaran. (2026, 2. janúar). Hvaða meiður er þetta þegar einhver er á öndverðum meiði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88181

Guðrún Kvaran. „Hvaða meiður er þetta þegar einhver er á öndverðum meiði?“ Vísindavefurinn. 2. jan. 2026. Vefsíða. 2. jan. 2026. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88181>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða meiður er þetta þegar einhver er á öndverðum meiði?
Meiður hefur fleiri en eina merkingu, ‘stólpi, stöng’ og ‘bjálki eða kjálki undir sleða’. Það er síðasta merkingin sem á við í orðasambandinu að vera á öndverðum meiði við einhvern.

Lýsingarorðið öndverður er notað á ýmsan hátt, 1. ‘sem snýr að (móti), nálægur’, 2. ‘uppréttur, reistur, andstæður’, 3. sem heyrir til fyrri hluta tímabils, 4. ‘fremstur, framanverður’. (ÍO 2002:1869). Það er merking 2 sem á við í orðasambamdinu að vera á öndverðum meiði við e-n, þ.e. ‘vera andvígur e-m, á annarri skoðun’.

Halldór Halldórsson prófessor segir orðtakið vera frá 20. öld og bendir á í bók sinni Íslenzkt orðtakasafn að í fornmáli komi fyrir að standa á öndverðum meiði með e-m og er það andstæð merking við þá sem tíðkast í dag. Öndverður gat í fornu máli einnig merkt ‘fremstur, fyrstur’. Eiginleg merking forna orðtaksins er því ‘að standa fremst á sleðameiðnum með e-m’ (1969 II: 40–41).

Heimildir og mynd:

...