Sólin Sólin Rís 10:34 • sest 16:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:01 • Sest 24:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:11 • Síðdegis: 21:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:00 • Síðdegis: 15:32 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:34 • sest 16:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:01 • Sest 24:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:11 • Síðdegis: 21:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:00 • Síðdegis: 15:32 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær koma væringjar fyrst fyrir í heimildum?

Sverrir Jakobsson

Elsta heimild þar sem væringjar eru nefndir er rit um landafræði eftir Abu Rayhan Muhammad ibn Ahmad al-Biruni (um 973-um 1050), sem var einn mesti stærðfræðingur og málamaður á fyrri hluta 11. aldar. Í persnesku riti um stjörnur, Al-Tafhim li Awa'il Sana'at al-Tanjim, fjallar hann um lönd heimsins og skiptir heiminum í veðurbelti (klimata) að sið forngrískra fræðimanna. Í sjöunda veðurbelti nefnir hann meðal annars væringja (al-warank) við hlið Rus og virðist líta á hvorttveggja sem þjóðir.

Sennilega var orðið komið í notkun meðal Rómverja og í ritum á grísku, þar sem það er algengt í arabískum heimildum frá þessum tíma. Væringjar eru þá iðulega taldir upp ásamt Rus, en það er eldra heiti yfir norræna menn í Austurvegi og þekkist allt frá 9. öld. Bæði væringjar og Rus áttu sveitir í her Rómaveldis og eru nefndir ýmist sitt í hvoru lagi eða saman (og þá undir heitinu βαραγγῶρος), elsta dæmið er á innsigli sem hefur verið tímasett á milli 1030 og 1050. Frá árinu 1060 er gullbulla (chrysobull) þar sem þjóðirnar eru nefndar hvor í sínu lagi.

Væringjar á myndlýsingu úr 11. aldar sagnaritinu <cite>Synopsis historion</cite> eftir Jóhannes Skylitzes.

Væringjar á myndlýsingu úr 11. aldar sagnaritinu Synopsis historion eftir Jóhannes Skylitzes.

Heitið „væringi“ kemur fyrir í ýmsum grískum ritum frá seinni hluta 11. aldar, til dæmis sagnaritinu Synopsis historion eftir Jóhannes Skylitzes og Áminningarræðu til keisarans, Logos nouthetetikos eftir Kekaumenos. Í seinna ritinu er nefndur Haraldur, „konungssonur frá Væringjalandi“ (βασιλέως μὲν Βαραγγίας ἦν υἷος), bróðir Ólafs konungs, og er talið víst að það muni vera Haraldur Sigurðsson Noregskonungur (r. 1046-1066), sem síðar varð kunnur sem Haraldur harðráði.

Í fornslavneskum ritum er orðið notað til aðgreina norræna menn frá Rus og kemur meðal annars fyrir í þeirri merkingu í Sögum frá liðnum tíma (Povest' vremennykh let) í upphafi tólftu aldar. Í íslenskum heimildum er það ögn yngra. Í Morkinskinnu, íslensku sagnriti um Noregskonunga frá um 1220 er sagt að í Konstantínópel á dögum Haralds harðráða hafi verið „fjöldi ... Norðmanna, er þeir kalla Væringja.“, líkt og orðið sé ekki vel þekkt á þeim tíma. Hins vegar eru væringjar iðulega nefndir í Íslendingasögum sem voru ritaðar á 13. öld og síðar.

Heimildir:
  • Prigent, Vincent, „Une nouvelle borne sur la route des Varègues aux Grecs?“, Ποιμὴν καὶ διδάσκαλος. Studies in honour of Jonathan Shepard, ritstj. Constantin Zuckerman (Occasional monographs 7), París: ACHCByz (væntanleg). 221-258.
  • Rússa sögur og Igorskviða, þýð. Árni Bergmann, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2009.
  • Sverrir Jakobsson, The Varangians. In God´s Only Fire, Cham: Palgrave Macmillan, 2020.
  • Þórir Jónsson Hraundal, „The Making of the Eastern Vikings“, The Making of the Eastern Vikings. Rus’ and Varangians in the Middle Ages, ritstj. Sverrir Jakobsson, Þórir Jónsson Hraundal og Daria Segal, Turnhout: Brepols, 2024, 35-45.

Myndir:

Spurningu Mörtu Ewu er hér svarað að hluta.

Höfundur

Sverrir Jakobsson

prófessor í miðaldasögu við HÍ

Útgáfudagur

23.1.2026

Spyrjandi

Marta Ewa Bartoszek

Tilvísun

Sverrir Jakobsson. „Hvenær koma væringjar fyrst fyrir í heimildum?“ Vísindavefurinn, 23. janúar 2026, sótt 23. janúar 2026, https://visindavefur.is/svar.php?id=88378.

Sverrir Jakobsson. (2026, 23. janúar). Hvenær koma væringjar fyrst fyrir í heimildum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88378

Sverrir Jakobsson. „Hvenær koma væringjar fyrst fyrir í heimildum?“ Vísindavefurinn. 23. jan. 2026. Vefsíða. 23. jan. 2026. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88378>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær koma væringjar fyrst fyrir í heimildum?
Elsta heimild þar sem væringjar eru nefndir er rit um landafræði eftir Abu Rayhan Muhammad ibn Ahmad al-Biruni (um 973-um 1050), sem var einn mesti stærðfræðingur og málamaður á fyrri hluta 11. aldar. Í persnesku riti um stjörnur, Al-Tafhim li Awa'il Sana'at al-Tanjim, fjallar hann um lönd heimsins og skiptir heiminum í veðurbelti (klimata) að sið forngrískra fræðimanna. Í sjöunda veðurbelti nefnir hann meðal annars væringja (al-warank) við hlið Rus og virðist líta á hvorttveggja sem þjóðir.

Sennilega var orðið komið í notkun meðal Rómverja og í ritum á grísku, þar sem það er algengt í arabískum heimildum frá þessum tíma. Væringjar eru þá iðulega taldir upp ásamt Rus, en það er eldra heiti yfir norræna menn í Austurvegi og þekkist allt frá 9. öld. Bæði væringjar og Rus áttu sveitir í her Rómaveldis og eru nefndir ýmist sitt í hvoru lagi eða saman (og þá undir heitinu βαραγγῶρος), elsta dæmið er á innsigli sem hefur verið tímasett á milli 1030 og 1050. Frá árinu 1060 er gullbulla (chrysobull) þar sem þjóðirnar eru nefndar hvor í sínu lagi.

Væringjar á myndlýsingu úr 11. aldar sagnaritinu <cite>Synopsis historion</cite> eftir Jóhannes Skylitzes.

Væringjar á myndlýsingu úr 11. aldar sagnaritinu Synopsis historion eftir Jóhannes Skylitzes.

Heitið „væringi“ kemur fyrir í ýmsum grískum ritum frá seinni hluta 11. aldar, til dæmis sagnaritinu Synopsis historion eftir Jóhannes Skylitzes og Áminningarræðu til keisarans, Logos nouthetetikos eftir Kekaumenos. Í seinna ritinu er nefndur Haraldur, „konungssonur frá Væringjalandi“ (βασιλέως μὲν Βαραγγίας ἦν υἷος), bróðir Ólafs konungs, og er talið víst að það muni vera Haraldur Sigurðsson Noregskonungur (r. 1046-1066), sem síðar varð kunnur sem Haraldur harðráði.

Í fornslavneskum ritum er orðið notað til aðgreina norræna menn frá Rus og kemur meðal annars fyrir í þeirri merkingu í Sögum frá liðnum tíma (Povest' vremennykh let) í upphafi tólftu aldar. Í íslenskum heimildum er það ögn yngra. Í Morkinskinnu, íslensku sagnriti um Noregskonunga frá um 1220 er sagt að í Konstantínópel á dögum Haralds harðráða hafi verið „fjöldi ... Norðmanna, er þeir kalla Væringja.“, líkt og orðið sé ekki vel þekkt á þeim tíma. Hins vegar eru væringjar iðulega nefndir í Íslendingasögum sem voru ritaðar á 13. öld og síðar.

Heimildir:
  • Prigent, Vincent, „Une nouvelle borne sur la route des Varègues aux Grecs?“, Ποιμὴν καὶ διδάσκαλος. Studies in honour of Jonathan Shepard, ritstj. Constantin Zuckerman (Occasional monographs 7), París: ACHCByz (væntanleg). 221-258.
  • Rússa sögur og Igorskviða, þýð. Árni Bergmann, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2009.
  • Sverrir Jakobsson, The Varangians. In God´s Only Fire, Cham: Palgrave Macmillan, 2020.
  • Þórir Jónsson Hraundal, „The Making of the Eastern Vikings“, The Making of the Eastern Vikings. Rus’ and Varangians in the Middle Ages, ritstj. Sverrir Jakobsson, Þórir Jónsson Hraundal og Daria Segal, Turnhout: Brepols, 2024, 35-45.

Myndir:

Spurningu Mörtu Ewu er hér svarað að hluta....