Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hvers vegna tóku Íslendingar upp á því að skrifa konungasögur og um hvað fjalla helstu sögurnar?

Ármann Jakobsson

Fram til 1220 voru tvær tegundir konungasagna mest áberandi. Annars vegar voru ágripskenndar sögur þar sem sagt var frá mörgum norskum konungum. Hins vegar voru sögur einstakra konunga sem þóttu hafa sérstakt sögulegt vægi: Ólafs helga, Ólafs Tryggvasonar og Sverris. Upp úr 1220 verða til stórvaxin sagnarit þar sem raktar eru sögur margra konunga á rækilegan hátt og með fylgja fjölmargar dróttkvæðar vísur. Þrjú slík sagnarit eru varðveitt og eru bæði til marks um þá fagurfræðilegu fágun sem sagnalistin hefur náð á þessum árum og mikinn áhuga Íslendinga á Noregskonungum og konungsvaldinu. Eins og jafnan er lítið vitað um upphaf þessarar ritunar en ekki virðist ólíklegt að öll séu ritin nátengd norsku hirðinni og að minnsta kosti tvö þeirra úr smiðju Íslendinga sem höfðu dvalið lengi við hirðina.

Elsta ritið hlaut síðar heitið Morkinskinna enda varðveitt í gömlu handriti frá lokum 13. aldar. Það hefur með góðum rökum verið tímasett til áranna um 1220 og sýnilegur áhugi sagnaritarans á íslenskum hirðmönnum konungs bendir til þess að ritið kunni að vera úr smiðju Íslendings sem hafði mikla hirðreynslu. Hvort sá var ábóti eða munkur eins og Karl Jónsson eða Gunnlaugur Leifsson er aftur á móti ekki vitað. Á hinn bóginn gætir í Morkinskinnu mikils áhuga á siðferðislegu inntaki konungsvalds auk þess sem frásögnin mótast mjög af áhuga á ferðalögum, framandi löndum og ævintýrum. Þar fyrir utan eru íslenskir hirðmenn konungs í lykilhlutverki í sögunni og markar það tímamót í sagnaritun sem falla vel að hinni nýju riddaramenningu: áhersla sagnaritanna er í óða önn að færast frá konungum til riddara þeirra og annarra þegna. Áhugi Morkinskinnuhöfundar á siðferðislegu inntaki sögunnar og konungsvaldinu minnir allnokkuð á Sverris sögu og margt er líkt með þessum tveimur sagnaritum. Bæði fjalla þau um tiltölulega nýliðna sögu. Þannig er í Morkinskinnu sögð saga seinustu tveggja alda, konunganna sem ríktu á milli Ólafs helga og Sverris. Langmest rými fær saga Magnúsar konungs góða (1024-1047) og Haralds harðráða (1016-1066) og Haraldur harðráði er sá konungur sem mest vægi hefur í sögunni. Hann var umdeildur konungur á sínum tíma og iðulega lýst sem harðstjóra og kúgara í 11. aldar sagnaritum. Á 13. öld dýpkar saga hans og í Morkinskinnu birtist hann bæði sem óvenju sterkur, ráðsnjall og vitur konungur sem stundum hegðar sér eins og mikilhæfur leiðtogi en er einnig gallaður og skortir hóf og stillingu og verður þá að kúgara og harðstjóra. Þessi tvöfeldni einkennir afstöðu sögunnar til konungsvalds: saman fara mikil hrifning og skörp gagnrýni.

Elsta rit konungasagna hlaut síðar heitið Morkinskinna enda varðveitt í gömlu handriti frá lokum 13. aldar. Það hefur með góðum rökum verið tímasett til áranna um 1220 og sýnilegur áhugi sagnaritarans á íslenskum hirðmönnum konungs bendir til þess að ritið kunni að vera úr smiðju Íslendings sem hafði mikla hirðreynslu.

Ásamt konungum eru þegnar í aðalhlutverki og Íslendingar ekki síst. Í ljósi þess að Morkinskinna er sennilega sett saman um 1220 er áhugi höfundar á að sýna hvernig Íslendingar standa sig við norsku hirðina mjög áhugaverður. Íslenskir höfðingjar voru farnir að sækja til Noregs og gerast hirðmenn konungs og í ljósi þess að konungsvald var að styrkjast á þessum tíma hefur spurningin um hvort Ísland myndi fyrr eða síðar heyra til ríki einhvers konungs leitað mjög á tignarmenn og menntamenn. Í Morkinskinnu eru bæði sögur um Íslendinga sem lenda upp á kant við konung en líka hina sem kunna kurteisi og ná mikilli hylli konungs. Sú rækt sem lögð er við að lýsa Haraldi harðráða kann að stafa af því að honum er lýst sem sérstökum vini Íslendinga og margir helstu menn hans voru íslenskir. Þannig er í sögunni glímt við stöðu Íslendinga í heiminum og ef til vill óhjákvæmilega framtíð landsins undir konungsvaldi.

Á 20. öld fóru útgefendur og fræðimenn að líta á Íslendingaþætti sem sérstaka bókmenntagrein og áttu þá við frásagnir sem einkum finnast í konungasögum og þá aðallega í Morkinskinnu og Flateyjarbók. Ekki er þó hægt að segja að nein slík bókmenntagrein sé til á 13. eða 14. öld og mun nærtækara að líta á þessar frásagnir sem frásagnareindir. Enginn vafi er heldur á því að þó að viðtakendur sagnanna á síðari öldum hefðu mikinn áhuga á að líta á frásagnir um Íslendinga sem sjálfstæðar sögur varðveittust þær ekki þannig og í raun eru þessir þættir ekkert sjálfstæðari en fjölmargt annað efni sagnanna. Sagan um Íslendingaþætti er þannig aðallega áhugaverð sem viðtökusaga: á 19. og 20. öld var það nauðsyn að skoða efni um Íslendinga sérstaklega og gera ráð fyrir sjálfstæði þeirra, á sama tíma og Íslendingar börðust fyrir eigin sjálfstæði frá hinum danska konungi. Íslendingaþættir hafa reynst vera tilbúin bókmenntagrein sem lék sitt hlutverk í þjóðernissinnaðri fræðimennsku 19. og 20. aldar. Margar frásagnirnar sem um ræðir eru líka afar áhugaverðar sem slíkar og ekki síst fyrir þeirra sakir er Morkinskinna eitt af merkustu sagnaritum 13. aldar.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Ármann Jakobsson

prófessor við íslensku- og menningardeild HÍ

Útgáfudagur

8.3.2023

Spyrjandi

Hrafnhildur Runólfsdóttir

Tilvísun

Ármann Jakobsson. „Hvers vegna tóku Íslendingar upp á því að skrifa konungasögur og um hvað fjalla helstu sögurnar?“ Vísindavefurinn, 8. mars 2023. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=10341.

Ármann Jakobsson. (2023, 8. mars). Hvers vegna tóku Íslendingar upp á því að skrifa konungasögur og um hvað fjalla helstu sögurnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=10341

Ármann Jakobsson. „Hvers vegna tóku Íslendingar upp á því að skrifa konungasögur og um hvað fjalla helstu sögurnar?“ Vísindavefurinn. 8. mar. 2023. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=10341>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna tóku Íslendingar upp á því að skrifa konungasögur og um hvað fjalla helstu sögurnar?
Fram til 1220 voru tvær tegundir konungasagna mest áberandi. Annars vegar voru ágripskenndar sögur þar sem sagt var frá mörgum norskum konungum. Hins vegar voru sögur einstakra konunga sem þóttu hafa sérstakt sögulegt vægi: Ólafs helga, Ólafs Tryggvasonar og Sverris. Upp úr 1220 verða til stórvaxin sagnarit þar sem raktar eru sögur margra konunga á rækilegan hátt og með fylgja fjölmargar dróttkvæðar vísur. Þrjú slík sagnarit eru varðveitt og eru bæði til marks um þá fagurfræðilegu fágun sem sagnalistin hefur náð á þessum árum og mikinn áhuga Íslendinga á Noregskonungum og konungsvaldinu. Eins og jafnan er lítið vitað um upphaf þessarar ritunar en ekki virðist ólíklegt að öll séu ritin nátengd norsku hirðinni og að minnsta kosti tvö þeirra úr smiðju Íslendinga sem höfðu dvalið lengi við hirðina.

Elsta ritið hlaut síðar heitið Morkinskinna enda varðveitt í gömlu handriti frá lokum 13. aldar. Það hefur með góðum rökum verið tímasett til áranna um 1220 og sýnilegur áhugi sagnaritarans á íslenskum hirðmönnum konungs bendir til þess að ritið kunni að vera úr smiðju Íslendings sem hafði mikla hirðreynslu. Hvort sá var ábóti eða munkur eins og Karl Jónsson eða Gunnlaugur Leifsson er aftur á móti ekki vitað. Á hinn bóginn gætir í Morkinskinnu mikils áhuga á siðferðislegu inntaki konungsvalds auk þess sem frásögnin mótast mjög af áhuga á ferðalögum, framandi löndum og ævintýrum. Þar fyrir utan eru íslenskir hirðmenn konungs í lykilhlutverki í sögunni og markar það tímamót í sagnaritun sem falla vel að hinni nýju riddaramenningu: áhersla sagnaritanna er í óða önn að færast frá konungum til riddara þeirra og annarra þegna. Áhugi Morkinskinnuhöfundar á siðferðislegu inntaki sögunnar og konungsvaldinu minnir allnokkuð á Sverris sögu og margt er líkt með þessum tveimur sagnaritum. Bæði fjalla þau um tiltölulega nýliðna sögu. Þannig er í Morkinskinnu sögð saga seinustu tveggja alda, konunganna sem ríktu á milli Ólafs helga og Sverris. Langmest rými fær saga Magnúsar konungs góða (1024-1047) og Haralds harðráða (1016-1066) og Haraldur harðráði er sá konungur sem mest vægi hefur í sögunni. Hann var umdeildur konungur á sínum tíma og iðulega lýst sem harðstjóra og kúgara í 11. aldar sagnaritum. Á 13. öld dýpkar saga hans og í Morkinskinnu birtist hann bæði sem óvenju sterkur, ráðsnjall og vitur konungur sem stundum hegðar sér eins og mikilhæfur leiðtogi en er einnig gallaður og skortir hóf og stillingu og verður þá að kúgara og harðstjóra. Þessi tvöfeldni einkennir afstöðu sögunnar til konungsvalds: saman fara mikil hrifning og skörp gagnrýni.

Elsta rit konungasagna hlaut síðar heitið Morkinskinna enda varðveitt í gömlu handriti frá lokum 13. aldar. Það hefur með góðum rökum verið tímasett til áranna um 1220 og sýnilegur áhugi sagnaritarans á íslenskum hirðmönnum konungs bendir til þess að ritið kunni að vera úr smiðju Íslendings sem hafði mikla hirðreynslu.

Ásamt konungum eru þegnar í aðalhlutverki og Íslendingar ekki síst. Í ljósi þess að Morkinskinna er sennilega sett saman um 1220 er áhugi höfundar á að sýna hvernig Íslendingar standa sig við norsku hirðina mjög áhugaverður. Íslenskir höfðingjar voru farnir að sækja til Noregs og gerast hirðmenn konungs og í ljósi þess að konungsvald var að styrkjast á þessum tíma hefur spurningin um hvort Ísland myndi fyrr eða síðar heyra til ríki einhvers konungs leitað mjög á tignarmenn og menntamenn. Í Morkinskinnu eru bæði sögur um Íslendinga sem lenda upp á kant við konung en líka hina sem kunna kurteisi og ná mikilli hylli konungs. Sú rækt sem lögð er við að lýsa Haraldi harðráða kann að stafa af því að honum er lýst sem sérstökum vini Íslendinga og margir helstu menn hans voru íslenskir. Þannig er í sögunni glímt við stöðu Íslendinga í heiminum og ef til vill óhjákvæmilega framtíð landsins undir konungsvaldi.

Á 20. öld fóru útgefendur og fræðimenn að líta á Íslendingaþætti sem sérstaka bókmenntagrein og áttu þá við frásagnir sem einkum finnast í konungasögum og þá aðallega í Morkinskinnu og Flateyjarbók. Ekki er þó hægt að segja að nein slík bókmenntagrein sé til á 13. eða 14. öld og mun nærtækara að líta á þessar frásagnir sem frásagnareindir. Enginn vafi er heldur á því að þó að viðtakendur sagnanna á síðari öldum hefðu mikinn áhuga á að líta á frásagnir um Íslendinga sem sjálfstæðar sögur varðveittust þær ekki þannig og í raun eru þessir þættir ekkert sjálfstæðari en fjölmargt annað efni sagnanna. Sagan um Íslendingaþætti er þannig aðallega áhugaverð sem viðtökusaga: á 19. og 20. öld var það nauðsyn að skoða efni um Íslendinga sérstaklega og gera ráð fyrir sjálfstæði þeirra, á sama tíma og Íslendingar börðust fyrir eigin sjálfstæði frá hinum danska konungi. Íslendingaþættir hafa reynst vera tilbúin bókmenntagrein sem lék sitt hlutverk í þjóðernissinnaðri fræðimennsku 19. og 20. aldar. Margar frásagnirnar sem um ræðir eru líka afar áhugaverðar sem slíkar og ekki síst fyrir þeirra sakir er Morkinskinna eitt af merkustu sagnaritum 13. aldar.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum....