Sólin Sólin Rís 08:51 • sest 18:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 09:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:10 • Síðdegis: 19:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:25 í Reykjavík

Hvernig völdu nasistar fólk til „starfa“ í útrýmingarbúðunum? Eru þekkt dæmi þess að menn hafi neitað að fylgja skipunum þar?

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

Valið fór fram á ýmsa vegu. Fyrst ber að telja sannfærða nasista eða þjóðernissinna, stundum af öðru þjóðerni en þýsku, sem töldu sig vera að gera góða hluti með „starfi“ þessu. Síðan er rétt að geta tækifærissinnanna sem tóku tilboði um „spennandi viðfangsefni“ í trausti þess að nasistar myndu vinna stríðið. Þýskir hermenn sem skyldaðir voru til að vera í hernum, lutu auðvitað heraga og urðu að gera það sem þeim var fyrirskipað; ella beið þeirra aftaka fyrir óhlýðni.


Inngangurinn í Auschwitz-útrýmingarbúðirnar.

Ekki fór mikið fyrir því að menn hafi neitað að hlýða skipunum í búðunum og að því marki sem slíkt gat gerst var þagað um það og engin skjöl voru rituð um málið. Ef þýskur hermaður neitaði að framfylgja skipun um að reka fólk í gasklefa, beið hans aftaka, en í skýrslum var hann vafalaust sagður hafa fallið á vígstöðvum. Nasistar reyndu að láta sem minnst bera á útrýmingarbúðunum í heimalandi sínu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

12.9.2000

Spyrjandi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Tilvísun

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Hvernig völdu nasistar fólk til „starfa“ í útrýmingarbúðunum? Eru þekkt dæmi þess að menn hafi neitað að fylgja skipunum þar?“ Vísindavefurinn, 12. september 2000. Sótt 25. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=895.

Gísli Gunnarsson (1938-2020). (2000, 12. september). Hvernig völdu nasistar fólk til „starfa“ í útrýmingarbúðunum? Eru þekkt dæmi þess að menn hafi neitað að fylgja skipunum þar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=895

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Hvernig völdu nasistar fólk til „starfa“ í útrýmingarbúðunum? Eru þekkt dæmi þess að menn hafi neitað að fylgja skipunum þar?“ Vísindavefurinn. 12. sep. 2000. Vefsíða. 25. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=895>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig völdu nasistar fólk til „starfa“ í útrýmingarbúðunum? Eru þekkt dæmi þess að menn hafi neitað að fylgja skipunum þar?
Valið fór fram á ýmsa vegu. Fyrst ber að telja sannfærða nasista eða þjóðernissinna, stundum af öðru þjóðerni en þýsku, sem töldu sig vera að gera góða hluti með „starfi“ þessu. Síðan er rétt að geta tækifærissinnanna sem tóku tilboði um „spennandi viðfangsefni“ í trausti þess að nasistar myndu vinna stríðið. Þýskir hermenn sem skyldaðir voru til að vera í hernum, lutu auðvitað heraga og urðu að gera það sem þeim var fyrirskipað; ella beið þeirra aftaka fyrir óhlýðni.


Inngangurinn í Auschwitz-útrýmingarbúðirnar.

Ekki fór mikið fyrir því að menn hafi neitað að hlýða skipunum í búðunum og að því marki sem slíkt gat gerst var þagað um það og engin skjöl voru rituð um málið. Ef þýskur hermaður neitaði að framfylgja skipun um að reka fólk í gasklefa, beið hans aftaka, en í skýrslum var hann vafalaust sagður hafa fallið á vígstöðvum. Nasistar reyndu að láta sem minnst bera á útrýmingarbúðunum í heimalandi sínu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...