Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru til nákvæmar tölur yfir hvað Hitler drap marga til samans?

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

Nei, ekki í tugum. Giska verður á tölurnar í stórum dráttum. Þannig viðurkenna sagnfræðingar almennt að nasistar stóðu fyrir drápi á um 6 milljónum gyðinga. Einnig er talið að nasistar hafi látið drepa hátt í hálfa milljón sígauna. Dæmið verður erfiðara þegar kemur að þeim þjóðum sem nasistar drápu í stórum stíl sem voru einkum Pólverjar, Hvít-Rússar, Úkraínumenn og Rússar. Á að telja þá með sem féllu í bardögum eða létust vegna hungursneyðar í stríðinu?

Talið er að Pólverjum hafi fækkað um þrjár milljónir í stríðinu og sameiginlega talan fyrir sovésku þjóðirnar þrjár hafi verið um 20 milljónir. Við má bæta umtalsverðum fjölda á Balkanskaga: Ekki má gleyma þeim hundruðum þúsunda Þjóðverja sem nasistar komu fyrir kattarnef af því að þeim féll ekki alls kostar við þá.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

12.9.2000

Síðast uppfært

3.2.2021

Spyrjandi

Anna Margrét Gunnarsdóttir

Tilvísun

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Eru til nákvæmar tölur yfir hvað Hitler drap marga til samans?“ Vísindavefurinn, 12. september 2000, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=894.

Gísli Gunnarsson (1938-2020). (2000, 12. september). Eru til nákvæmar tölur yfir hvað Hitler drap marga til samans? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=894

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Eru til nákvæmar tölur yfir hvað Hitler drap marga til samans?“ Vísindavefurinn. 12. sep. 2000. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=894>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru til nákvæmar tölur yfir hvað Hitler drap marga til samans?
Nei, ekki í tugum. Giska verður á tölurnar í stórum dráttum. Þannig viðurkenna sagnfræðingar almennt að nasistar stóðu fyrir drápi á um 6 milljónum gyðinga. Einnig er talið að nasistar hafi látið drepa hátt í hálfa milljón sígauna. Dæmið verður erfiðara þegar kemur að þeim þjóðum sem nasistar drápu í stórum stíl sem voru einkum Pólverjar, Hvít-Rússar, Úkraínumenn og Rússar. Á að telja þá með sem féllu í bardögum eða létust vegna hungursneyðar í stríðinu?

Talið er að Pólverjum hafi fækkað um þrjár milljónir í stríðinu og sameiginlega talan fyrir sovésku þjóðirnar þrjár hafi verið um 20 milljónir. Við má bæta umtalsverðum fjölda á Balkanskaga: Ekki má gleyma þeim hundruðum þúsunda Þjóðverja sem nasistar komu fyrir kattarnef af því að þeim féll ekki alls kostar við þá.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...