Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1007 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað hét Norðmaðurinn sem gekk til liðs við Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni og er í dag samnefnari fyrir föðurlandssvikara?

Vidkun Quisling (1887-1945) var foringi í norska hernum á 2. og 3. áratug 20. aldar. Hann var varnarmálaráðherra Noregs frá 1931 til 1933 en sagði þá skilið við ríkisstjórnina og stofnaði fasistaflokkinn Nasjonal samling sem einkenndist af ákafri þjóðernishyggju og andstöðu við kommúnisma og verkalýðshreyfingar. ...

category-iconHugvísindi

Hvernig getur maður vitað að það sem skrifað hefur verið í sögubækur, til dæmis um seinni heimsstyrjöldina, sé fullkomlega satt?

Við getum ekki verið alveg viss um að það sem standi í sögubókum sé fullkomlega satt þar sem það getur verið umdeilanlegt hvað sé 'fullkomlega satt' og hvað ekki. Við höfum áður svarað ýmsum spurningum lesenda um svipað efni og látum nú nægja að benda á þau:Hvað er sannleikur? eftir Jón ÓlafssonHvernig get ég v...

category-iconHugvísindi

Hversu há var Marshall-aðstoðin sem Ísland fékk eftir seinni heimsstyrjöld?

Í töflunni hér að neðan má sjá þá upphæð sem Bandaríkin vörðu í Marshall-aðstoðina á árunum 1948-53, og hversu mikið hvert land fékk í sinn hlut. Alls tóku 16 lönd við fjármunum en hér eru Belgía og Lúxemborg talin saman. Tölurnar eru fengnar af heimasíðu Marshall-samtakanna, George C. Marshall Foundation: Mars...

category-iconHugvísindi

Eru til nákvæmar tölur yfir hvað Hitler drap marga til samans?

Nei, ekki í tugum. Giska verður á tölurnar í stórum dráttum. Þannig viðurkenna sagnfræðingar almennt að nasistar stóðu fyrir drápi á um 6 milljónum gyðinga. Einnig er talið að nasistar hafi látið drepa hátt í hálfa milljón sígauna. Dæmið verður erfiðara þegar kemur að þeim þjóðum sem nasistar drápu í stórum stíl s...

category-iconHugvísindi

Getur verið að færri gyðingar hafi dáið í helförinni en talið hefur verið?

Spurningunni má strax svara neitandi. Samdóma álit sagnfræðinga er að um sex milljónir gyðinga hafi verið drepnar í helför seinni heimsstyrjaldarinnar, að vísu ekki allir í útrýmingarbúðum, heldur einnig í beinum átökum eins og í uppreisninni í Varsjárgettóinu og í staðbundnum aftökum utan fangabúða. Einnig eru hé...

category-iconHugvísindi

Hvernig varð Keflavíkurflugvöllurinn til, ég þarf að vita allt um hann?

Keflavíkurflugvöllurinn var byggður af hernámsliði Bandaríkjamanna í seinni heimsstyrjöld. Hann var tekinn í notkun árið 1943. Til er upplýsingasíða um flugvöllinn bæði á íslensku og ensku og þar er saga vallarins rakin stuttlega. Þar kemur meðal annars fram að á sinni tíð var flugvöllurinn einn af þeim stærri...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað ef Þjóðverjar hefðu verið á undan að hernema Ísland, væri þá menning okkar og kannski mál öðruvísi í dag?

„Ja, natürlich,“ væri freistandi svar við spurningunni. Hefðu Þjóðverjar hernumið Ísland á undan Bretum árið 1940, haldið völdum hér og æ síðan ráðið ríkjum um gervalla Evrópu, jafnvel víðar, þá hefði það vitaskuld haft áhrif á menningu okkar og tunguna sömuleiðis. Frelsi væri væntanlega af skornum skammti og einr...

category-iconStjórnmálafræði

Hver eru OECD-ríkin og hvað merkir skammstöfunin?

OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin. Upphaf stofnunarinnar má rekja allt aftur til 1948 en þá undir nafninu OEEC, Organisation for European Economic Co-operation, eða Efnahagsstofnun Evrópu. Upphaflegt markmið stofnunarinnar var að úthluta...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Náði Hitler að ráðast inn í Moskvu?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað getið þið sagt mér um innrás Hitlers í Moskvu? Í bók sinni og pólitískri stefnuyfirlýsingu Mein Kampf (Baráttan mín) hafði Hitler gefið út að til þess að þýska ríkið gæti dafnað og þrifist þá þyrfti það að stækka. Til þess horfði hann til Austur-Evrópu. Hitler leit svo...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er þetta jólabókaflóð og hvenær hófst það?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er ástæðan fyrir því að hér á landi er svokallað jólabókaflóð árviss viðburður? Á árunum eftir seinna stríð streymdu peningar inn í landið. Íslendingar nutu góðs af Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna, stórbrotinni áætlun sem var ætlað að endurreisa Evrópu eftir hörmu...

category-iconHugvísindi

Voru útrýmingarbúðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni allar utan Þýskalands?

Í meginatriðum er svarið já, því að nasistar reistu allar afkastamestu búðir sínar á pólsku landsvæði. Nokkur útrýming fór þó fram í þrælkunar- og fangabúðum innan landamæra Þýskalands: Til dæmis voru rúmlega 31.000 manns tekin af lífi í Dachau, sem er skammt frá München, tæplega 57.000 í Buchenwald, sem er ré...

category-iconHugvísindi

Hvað er vitað um áróðursmálaráðherra ríkisstjórnar nasista, Paul Joseph Goebbels?

Joseph Goebbels (1897-1945) var einn nánasti samstarfsmaður Adolfs Hitlers á tímum þriðja ríkisins. Goebbels óx úr grasi ásamt fjórum systkinum við frekar kröpp kjör. Honum var þó gert kleift að ganga menntaveginn og að loknu stúdentsprófi árið 1917 lagði hann stund á heimspeki, sögu, þýsku og fornfræði við ýmsa þ...

category-iconHugvísindi

Eru til ritaðar heimildir um að Hitler hafi sagt að Ísland væri hið fullkomna land?

Ekki er alveg ljóst hvað átt er við með „fullkomið land“ en þegar spurt er um skoðanir Hitlers á Íslandi er líklegast að átt sé við hugmyndafræði hans um yfirburði kynstofns aría. En spurningin gæti einnig verið tilvísun til hernaðarlegrar lykilstöðu Íslands á Atlantshafinu í tilraunum Þjóðverja til að rjúfa hafnb...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað gerðist í orrustunni um Saipan í síðari heimsstyrjöldinni?

Kyrrahafsstríðið hófst með árás Japana á Pearl Harbor hinn 7. desember 1941. Í kjölfarið fylgdu örir landvinningar og sigrar Japana sem lögðu undir sig landsvæði allt að Indlandi til vesturs, Nýju-Gíneu til suðurs og Wake-eyju og Gilberts-eyja til austurs. Þetta var mikil sigurganga og gefur til kynna þá miklu yfi...

category-iconHugvísindi

Hvaða tilgangi þjónaði loftárás Bandamanna á Dresden í seinni heimsstyrjöld (sem olli dauða fleira fólks en dó í Hiroshima)?

Spurningin er gildishlaðin og svarar sér eiginlega sjálf. Það er útilokað að sjá í loftárásinni einhvern tilgang. Þegar loftárásin var gerð vorið 1945 var Þýskaland í reynd gjörsigrað. Sovéskar hersveitir nálguðust Dresden og augljóst var að þær næðu borginni á vald sitt eftir nokkra daga. Opinbera skýringi...

Fleiri niðurstöður