Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
ForsíðaHugvísindiSagnfræði: mannkynssagaHvað hét Norðmaðurinn sem gekk til liðs við Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni og er í dag samnefnari fyrir föðurlandssvikara?
Vidkun Quisling (1887-1945) var foringi í norska hernum á 2. og 3. áratug 20. aldar. Hann var varnarmálaráðherra Noregs frá 1931 til 1933 en sagði þá skilið við ríkisstjórnina og stofnaði fasistaflokkinnNasjonal samling sem einkenndist af ákafri þjóðernishyggju og andstöðu við kommúnisma og verkalýðshreyfingar.
Eftir að Þjóðverjar hernámu Noreg 9. apríl 1940 varð Quisling forsætisráðherra en naut takmarkaðrar hylli meðal almennings í Noregi. Eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar var hann fundinn sekur um landráð og tekinn af lífi. Hann er meðal annars talinn hafa sent 1000 Gyðinga í opinn dauðann í fangabúðum Þjóðverja.
Nafn Quislings hefur orðið að samheiti fyrir föðurlandssvikara. Íslensk útgáfa af orðinu er kvislingur sem merkir, samkvæmt Íslenskri orðabók, „landráðamaður, sá sem svíkur land sitt í hendur óvinaher”.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
EMB. „Hvað hét Norðmaðurinn sem gekk til liðs við Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni og er í dag samnefnari fyrir föðurlandssvikara?“ Vísindavefurinn, 20. apríl 2001, sótt 3. nóvember 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=1519.
EMB. (2001, 20. apríl). Hvað hét Norðmaðurinn sem gekk til liðs við Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni og er í dag samnefnari fyrir föðurlandssvikara? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1519
EMB. „Hvað hét Norðmaðurinn sem gekk til liðs við Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni og er í dag samnefnari fyrir föðurlandssvikara?“ Vísindavefurinn. 20. apr. 2001. Vefsíða. 3. nóv. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1519>.