Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er fasismi?

Hrafnkell Tjörvi Stefánsson

Fasismi er heiti á alræðistefnu í stjórnmálum sem byggir á andstöðu við lýðræði og einstaklingsfrelsi. Orðið á rætur að rekja til Rómaveldis og Benito Mussólíni sem komst til valda á Ítalíu árið 1922 notaði það yfir stjórnmálaflokk sinn. Fljótlega var einnig farið að tala um fasisma til þess að lýsa svipuðum hreyfingum sem spruttu fram annars staðar í álfunni á árunum milli stríða. Eftir seinni heimsstyrjöldina hefur það verið notað til þess að lýsa nokkuð fjölbreytilegri hugmyndafræði og stjórnarfari. Má þar nefna stjórn Francisco Francos á Spáni, ýmsar einræðisstjórnir í Suður-Ameríku auk öfgasinnaðra þjóðernisflokka í Evrópu.

Sem hugmyndafræði byggir fasismi ekki á neinum afmörkuðum grundvallar kennisetningum eða ritum. Hann þróaðist upphaflega miklu frekar sem andsvar við öðrum stefnum í stjórnmálum, félagslegu umróti í upphafi tuttugustu aldarinnar og byltingu bolsévíka í Rússlandi. Þrátt fyrir þetta má auðveldlega greina sameiginlega þætti í hugmyndafræði fasismans, sérstaklega þó í upphafi.



Benito Mússólíni flytur ræðu af hestbaki.

Þannig boða fasistar öfgafulla þjóðernishyggju og lofsama rétt ríkisins til þess að stjórna nánast öllum þáttum mannlegs samfélags. Ríkisvaldið hefur í þeirra augum algjört vald yfir þegnunum en takmarkast hvorki af lögum né mannréttindum. Þeir líta á þjóðríkið sem eina órofa heild sem hverjum einstaklingi beri að beygja sig undir og þjóna. Mannréttindi eru fyrir borð borin, sé það talið til hagsbóta fyrir ríkisheildina. Fasistar höfða til einingar þjóðarinnar sem þeir vilja sameina gegn meintum óvinum ríkisins. Með öðrum orðum verður ríkið sjálft æðsta takmark mannlegs samfélags.

Í upphafi 20. aldar skírskotuðu fasistar mjög til ótta fólks við byltingar og óstöðugleika. Þeir álitu sig vera brjóstvörn laga og reglu, kristilegs siðgæðis og einkaeignarréttar. Jafnframt höfðuðu þeir til þjóðerniskenndar og fordóma gegn ýmsum hópum manna, svo sem gyðingum.

Þeir höfnuðu kenningum kommúnista um stéttaandstæður og alþjóðabaráttu verkalýðsins sem þeir sáu sem ógn við þjóðríkið og hið fasíska skipulag. Í stað draumsýnarinnar um hið stéttlausa samfélag lögðu þeir áherslu á að ólíkar stéttir manna, fjármagnseigendur, verkalýður, bændur og menntamenn, ynnu saman, hver á sínu sviði, með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Ólíkt því sem tíðkaðist í hugmyndafræði sósíalismans nutu fjármagns- og landeigendur þess vegna verndar stjórnvalda undir stjórn Mussólínis og Adolfs Hitlers, þó á hinn bóginn hafi efnahagsstjórn einkennst af gríðarlegri afskiptasemi, ríkisrekstri og skipulagningu.

Félagslegur darwinismi, kenningin um það að hinir hæfustu lifi af, er ein af þungamiðjum fasismans. Fasistar heimfæra hana gjarnan á samskipti ríkja og útkoman verður yfirgangssöm utanríkisstefna. Fasistar telja að friðsöm ríki eigi litla framtíð fyrir sér og því verður hernaðarhyggja, stríðsrekstur og jafnvel heimsvaldastefna rökrétt framhald fasismans.

Stundum, en alls ekki alltaf, boða fasistar kynþáttahyggju þar sem því er haldið fram að einn kynþáttur sé æðri og rétthærri öðrum. Þessi áhersla er það helsta sem aðgreindi Þýskaland nasismans frá öðrum ríkjum þar sem sem fasismi var við lýði; í þeim var ekki lögð áhersla á kynþáttahyggju.



Veggspjald frá árinu 1938 sem á að sýna að dauðinn standi að baki fasismanum og að hann muni leiða almenning til glötunar.

Fasisminn er í eðli sínu þversagnakennd hugmyndafræði. Þannig boða fasistar til dæmis nýja röð og reglu, „endurfæðingu þjóðarinnar“, en leggja um leið áherslu á gömul rómantísk gildi og horfna tíð. Í stað þingræðis, sem þeir eru á móti, leggja þeir áherslu á fjöldasamtök og beina þátttöku almennings í stjórnmálum. Lýðræði, einstaklingsfrelsi og fjölbreytileiki er samt sem áður eitur í þeirra beinum, enda eiga réttu leiðtogarnir að hafa vit fyrir þegnunum og skynja hvað fólkinu er fyrir bestu. Þessu fylgir alræði þar sem litlum kjarna manna með sterkan leiðtoga í broddi fylkingar er ætlað að stjórna. Valdið streymir niður á við frá valdhöfunum til fjöldans.

Augljóst er að miklar innri mótsagnir eru í hugmyndafræði fasismans, enda verður vart litið á fasisma sem eina heildstæða hugmyndafræði. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að margir tóku kenningum fasista fegins hendi. Þegar stefnan ruddi sér til rúms á Ítalíu og í Þýskalandi ríkti þar mikill glundroði og spilling, efnahagslífið var máttlítið og lýðræðið stóð á brauðfótum. Í þeirri upplausn fundu margir nýja von um styrkari stjórn, bættan hag og nýjan kjark þjóðarinnar í fasismanum.

Fræðimenn eru langt frá því að vera á einu máli um það hvar flokka eigi fasisma í litrófi stjórnmálanna. Sumir telja til dæmis að strangt til tekið sé aðeins hægt að tala um fasisma á Ítalíu á árunum 1922-1943, að sérstakar sögulegar aðstæður á því tímabili geri það að verkum að ekki sé hægt að heimfæra stefnuna yfir á önnur lönd. Aðrir nota víðari skilgreiningu og lýsa ólíku einræðisstjórnarfari sem fasisma í einni eða annari mynd. Frá sjónarhóli marxismans er fasismi aðeins lokastig kapítalismans, neyðarúrræði fjármagnseigenda til þess að bjarga auðvaldsskipulaginu frá hruni, þó að fleiri sjái hins vegar skyldleika á milli fasisma og kommúnisma og líti svo á að þessar stefnur séu í raun greinar af sama meiði.

Í daglegu tali er orðið oft notað sem skammaryrði yfir einræðisstjórnarfar, valdníðslu og yfirgangssemi. Miðað við upprunann fer ágætlega á því.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

stjórnmálafræðingur

Útgáfudagur

13.11.2003

Spyrjandi

Aldís Guðbjörg, f. 1986
Ásmundur Sveinsson, f. 1985

Tilvísun

Hrafnkell Tjörvi Stefánsson. „Hvað er fasismi?“ Vísindavefurinn, 13. nóvember 2003, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3856.

Hrafnkell Tjörvi Stefánsson. (2003, 13. nóvember). Hvað er fasismi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3856

Hrafnkell Tjörvi Stefánsson. „Hvað er fasismi?“ Vísindavefurinn. 13. nóv. 2003. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3856>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er fasismi?
Fasismi er heiti á alræðistefnu í stjórnmálum sem byggir á andstöðu við lýðræði og einstaklingsfrelsi. Orðið á rætur að rekja til Rómaveldis og Benito Mussólíni sem komst til valda á Ítalíu árið 1922 notaði það yfir stjórnmálaflokk sinn. Fljótlega var einnig farið að tala um fasisma til þess að lýsa svipuðum hreyfingum sem spruttu fram annars staðar í álfunni á árunum milli stríða. Eftir seinni heimsstyrjöldina hefur það verið notað til þess að lýsa nokkuð fjölbreytilegri hugmyndafræði og stjórnarfari. Má þar nefna stjórn Francisco Francos á Spáni, ýmsar einræðisstjórnir í Suður-Ameríku auk öfgasinnaðra þjóðernisflokka í Evrópu.

Sem hugmyndafræði byggir fasismi ekki á neinum afmörkuðum grundvallar kennisetningum eða ritum. Hann þróaðist upphaflega miklu frekar sem andsvar við öðrum stefnum í stjórnmálum, félagslegu umróti í upphafi tuttugustu aldarinnar og byltingu bolsévíka í Rússlandi. Þrátt fyrir þetta má auðveldlega greina sameiginlega þætti í hugmyndafræði fasismans, sérstaklega þó í upphafi.



Benito Mússólíni flytur ræðu af hestbaki.

Þannig boða fasistar öfgafulla þjóðernishyggju og lofsama rétt ríkisins til þess að stjórna nánast öllum þáttum mannlegs samfélags. Ríkisvaldið hefur í þeirra augum algjört vald yfir þegnunum en takmarkast hvorki af lögum né mannréttindum. Þeir líta á þjóðríkið sem eina órofa heild sem hverjum einstaklingi beri að beygja sig undir og þjóna. Mannréttindi eru fyrir borð borin, sé það talið til hagsbóta fyrir ríkisheildina. Fasistar höfða til einingar þjóðarinnar sem þeir vilja sameina gegn meintum óvinum ríkisins. Með öðrum orðum verður ríkið sjálft æðsta takmark mannlegs samfélags.

Í upphafi 20. aldar skírskotuðu fasistar mjög til ótta fólks við byltingar og óstöðugleika. Þeir álitu sig vera brjóstvörn laga og reglu, kristilegs siðgæðis og einkaeignarréttar. Jafnframt höfðuðu þeir til þjóðerniskenndar og fordóma gegn ýmsum hópum manna, svo sem gyðingum.

Þeir höfnuðu kenningum kommúnista um stéttaandstæður og alþjóðabaráttu verkalýðsins sem þeir sáu sem ógn við þjóðríkið og hið fasíska skipulag. Í stað draumsýnarinnar um hið stéttlausa samfélag lögðu þeir áherslu á að ólíkar stéttir manna, fjármagnseigendur, verkalýður, bændur og menntamenn, ynnu saman, hver á sínu sviði, með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Ólíkt því sem tíðkaðist í hugmyndafræði sósíalismans nutu fjármagns- og landeigendur þess vegna verndar stjórnvalda undir stjórn Mussólínis og Adolfs Hitlers, þó á hinn bóginn hafi efnahagsstjórn einkennst af gríðarlegri afskiptasemi, ríkisrekstri og skipulagningu.

Félagslegur darwinismi, kenningin um það að hinir hæfustu lifi af, er ein af þungamiðjum fasismans. Fasistar heimfæra hana gjarnan á samskipti ríkja og útkoman verður yfirgangssöm utanríkisstefna. Fasistar telja að friðsöm ríki eigi litla framtíð fyrir sér og því verður hernaðarhyggja, stríðsrekstur og jafnvel heimsvaldastefna rökrétt framhald fasismans.

Stundum, en alls ekki alltaf, boða fasistar kynþáttahyggju þar sem því er haldið fram að einn kynþáttur sé æðri og rétthærri öðrum. Þessi áhersla er það helsta sem aðgreindi Þýskaland nasismans frá öðrum ríkjum þar sem sem fasismi var við lýði; í þeim var ekki lögð áhersla á kynþáttahyggju.



Veggspjald frá árinu 1938 sem á að sýna að dauðinn standi að baki fasismanum og að hann muni leiða almenning til glötunar.

Fasisminn er í eðli sínu þversagnakennd hugmyndafræði. Þannig boða fasistar til dæmis nýja röð og reglu, „endurfæðingu þjóðarinnar“, en leggja um leið áherslu á gömul rómantísk gildi og horfna tíð. Í stað þingræðis, sem þeir eru á móti, leggja þeir áherslu á fjöldasamtök og beina þátttöku almennings í stjórnmálum. Lýðræði, einstaklingsfrelsi og fjölbreytileiki er samt sem áður eitur í þeirra beinum, enda eiga réttu leiðtogarnir að hafa vit fyrir þegnunum og skynja hvað fólkinu er fyrir bestu. Þessu fylgir alræði þar sem litlum kjarna manna með sterkan leiðtoga í broddi fylkingar er ætlað að stjórna. Valdið streymir niður á við frá valdhöfunum til fjöldans.

Augljóst er að miklar innri mótsagnir eru í hugmyndafræði fasismans, enda verður vart litið á fasisma sem eina heildstæða hugmyndafræði. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að margir tóku kenningum fasista fegins hendi. Þegar stefnan ruddi sér til rúms á Ítalíu og í Þýskalandi ríkti þar mikill glundroði og spilling, efnahagslífið var máttlítið og lýðræðið stóð á brauðfótum. Í þeirri upplausn fundu margir nýja von um styrkari stjórn, bættan hag og nýjan kjark þjóðarinnar í fasismanum.

Fræðimenn eru langt frá því að vera á einu máli um það hvar flokka eigi fasisma í litrófi stjórnmálanna. Sumir telja til dæmis að strangt til tekið sé aðeins hægt að tala um fasisma á Ítalíu á árunum 1922-1943, að sérstakar sögulegar aðstæður á því tímabili geri það að verkum að ekki sé hægt að heimfæra stefnuna yfir á önnur lönd. Aðrir nota víðari skilgreiningu og lýsa ólíku einræðisstjórnarfari sem fasisma í einni eða annari mynd. Frá sjónarhóli marxismans er fasismi aðeins lokastig kapítalismans, neyðarúrræði fjármagnseigenda til þess að bjarga auðvaldsskipulaginu frá hruni, þó að fleiri sjái hins vegar skyldleika á milli fasisma og kommúnisma og líti svo á að þessar stefnur séu í raun greinar af sama meiði.

Í daglegu tali er orðið oft notað sem skammaryrði yfir einræðisstjórnarfar, valdníðslu og yfirgangssemi. Miðað við upprunann fer ágætlega á því.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:...