Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvað er nýtt í „nýja hagkerfinu“?

Vilhjálmur Bjarnason

Nýja hagkerfið er ekki hefðbundið. Með talsverðri einföldun má segja að fyrirtæki hafi áður starfað í stöðugu umhverfi og átt sér þekkta keppinauta. Í nýja hagkerfinu verða stöðugt nýir keppinautar til og ný bandalög myndast, þar sem gömul fyrirtæki eru jafnframt þátttakendur. Hin nýju bandalög geta af sér ný afsprengi sem kunna að rofna frá uppruna sínum og verða sjálfstæð fyrirtæki. Fyrirtækjum sem skráð eru á verðbréfamörkuðum fjölgar hratt. Vöruframboð eykst hratt og þróunartími nýrrar vöru er stuttur. Þrátt fyrir fjöldaframleiðslu er vara og þjónusta sérsniðin að þörfum neytandans. Það er vitaskuld ekki nýtt að breytingar verði en hraðinn er hér lykilatriði.

Aflvakinn er eins og áður ágóðavonin sem leiðir til betri lífskjara í samfélaginu ef vel tekst til. Í nýja hagkerfinu eru áhætta og óvissa regla fremur en undantekning og breytingar verða stöðugt.

Í hefðbundnu framleiðslufyrirtæki var skipuritið með byggingarlag píramída en verður í hinu nýja kerfi breiðast um miðjuna; það eru fleiri við vel launuð sérfræði- og þjónustustörf en við hina eiginlegu framleiðslu. Í stað framleiðslustarfa er vélbúnaður sem þarfnast sérfræðiþekkingar.

Í þjóðhagsreikningum mælast þessar breytingar annars vegar með beinum hætti sem vöxtur í einni grein og samdráttur í annarri en hins vegar með óbeinum hætti í formi aukinnar tæknivæðingar, sem hin síðari ár birtist einkum í tölvuvæðingu, lækkun kostnaðar og auknum afköstum, og greiðari fjarskiptum og lækkun einingakostnaðar í fjarskiptum. Torvelt er að leggja tölulegt mat á þessi óbeinu áhrif en sem dæmi um mælikvarða á þróunina í átt til hins nýja hagkerfis má einkum nefna þrennt:

  1. Mat á breytingum á grunnþáttum efnahagslífsins, sem greina má í fernt:
    • Breyting á atvinnuháttum og samsetningu vinnuafls, menntun og kyni.
    • Sókn til alþjóðavæðingar.
    • Breyttar samkeppnisaðstæður og aukinn sveigjanleiki hagkerfisins.
    • Hagnýting upplýsingatækni.

  2. Mat á áhrifum á vinnuafl; tekjur og starfstækifæri; hagvöxt og aðlögunarhæfni vinnuafls.
  3. Mat á helstu vaxtarþáttum hins nýja hagkerfis sem greina má aftur í þrennt:
    • Hvernig miðar í átt að stafrænu umhverfi.
    • Fjárfesting fyrirtækja og hins opinbera í nýrri tækni.
    • Menntun fólks til starfa í nýju og breyttu umhverfi.

Að baki þessum atriðum eru breytingar á fjarskiptum og tölvusamskiptum. Með afnámi einokunar fjarskiptafyrirtækja í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum fjölgaði símafyrirtækjum sem buðu fram þjónustu á sviði hefðbundinna og óhefðbundinna fjarskipta. Þessi þróun hefur síðan náð til sífellt fleiri landa. Stöðugt kemur fram ný þjónusta sem eykur framleiðni fyrirtækja í hefðbundnum atvinnugreinum. Árangurinn af frelsinu og lægri reglugerðarkostnaði er samkeppni og lækkað einingaverð í fjarskiptum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Upphafleg spurning var á þessa leið:
Er til fræðileg skilgreining á nýja hagkerfinu (New Economy)?

Höfundur

aðjúnkt við viðskipta- og hagfræðideild HÍ

Útgáfudagur

12.9.2000

Spyrjandi

Davíð Örn Halldórsson

Tilvísun

Vilhjálmur Bjarnason. „Hvað er nýtt í „nýja hagkerfinu“?“ Vísindavefurinn, 12. september 2000. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=898.

Vilhjálmur Bjarnason. (2000, 12. september). Hvað er nýtt í „nýja hagkerfinu“? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=898

Vilhjálmur Bjarnason. „Hvað er nýtt í „nýja hagkerfinu“?“ Vísindavefurinn. 12. sep. 2000. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=898>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er nýtt í „nýja hagkerfinu“?
Nýja hagkerfið er ekki hefðbundið. Með talsverðri einföldun má segja að fyrirtæki hafi áður starfað í stöðugu umhverfi og átt sér þekkta keppinauta. Í nýja hagkerfinu verða stöðugt nýir keppinautar til og ný bandalög myndast, þar sem gömul fyrirtæki eru jafnframt þátttakendur. Hin nýju bandalög geta af sér ný afsprengi sem kunna að rofna frá uppruna sínum og verða sjálfstæð fyrirtæki. Fyrirtækjum sem skráð eru á verðbréfamörkuðum fjölgar hratt. Vöruframboð eykst hratt og þróunartími nýrrar vöru er stuttur. Þrátt fyrir fjöldaframleiðslu er vara og þjónusta sérsniðin að þörfum neytandans. Það er vitaskuld ekki nýtt að breytingar verði en hraðinn er hér lykilatriði.

Aflvakinn er eins og áður ágóðavonin sem leiðir til betri lífskjara í samfélaginu ef vel tekst til. Í nýja hagkerfinu eru áhætta og óvissa regla fremur en undantekning og breytingar verða stöðugt.

Í hefðbundnu framleiðslufyrirtæki var skipuritið með byggingarlag píramída en verður í hinu nýja kerfi breiðast um miðjuna; það eru fleiri við vel launuð sérfræði- og þjónustustörf en við hina eiginlegu framleiðslu. Í stað framleiðslustarfa er vélbúnaður sem þarfnast sérfræðiþekkingar.

Í þjóðhagsreikningum mælast þessar breytingar annars vegar með beinum hætti sem vöxtur í einni grein og samdráttur í annarri en hins vegar með óbeinum hætti í formi aukinnar tæknivæðingar, sem hin síðari ár birtist einkum í tölvuvæðingu, lækkun kostnaðar og auknum afköstum, og greiðari fjarskiptum og lækkun einingakostnaðar í fjarskiptum. Torvelt er að leggja tölulegt mat á þessi óbeinu áhrif en sem dæmi um mælikvarða á þróunina í átt til hins nýja hagkerfis má einkum nefna þrennt:

  1. Mat á breytingum á grunnþáttum efnahagslífsins, sem greina má í fernt:
    • Breyting á atvinnuháttum og samsetningu vinnuafls, menntun og kyni.
    • Sókn til alþjóðavæðingar.
    • Breyttar samkeppnisaðstæður og aukinn sveigjanleiki hagkerfisins.
    • Hagnýting upplýsingatækni.

  2. Mat á áhrifum á vinnuafl; tekjur og starfstækifæri; hagvöxt og aðlögunarhæfni vinnuafls.
  3. Mat á helstu vaxtarþáttum hins nýja hagkerfis sem greina má aftur í þrennt:
    • Hvernig miðar í átt að stafrænu umhverfi.
    • Fjárfesting fyrirtækja og hins opinbera í nýrri tækni.
    • Menntun fólks til starfa í nýju og breyttu umhverfi.

Að baki þessum atriðum eru breytingar á fjarskiptum og tölvusamskiptum. Með afnámi einokunar fjarskiptafyrirtækja í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum fjölgaði símafyrirtækjum sem buðu fram þjónustu á sviði hefðbundinna og óhefðbundinna fjarskipta. Þessi þróun hefur síðan náð til sífellt fleiri landa. Stöðugt kemur fram ný þjónusta sem eykur framleiðni fyrirtækja í hefðbundnum atvinnugreinum. Árangurinn af frelsinu og lægri reglugerðarkostnaði er samkeppni og lækkað einingaverð í fjarskiptum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Upphafleg spurning var á þessa leið:
Er til fræðileg skilgreining á nýja hagkerfinu (New Economy)?
...