Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er himnaríki til?

Hvað er átt við með orðinu Himnaríki? Kristin trú, sem upprunnin er meðal Gyðinga, varð fyrir miklum grískum áhrifum. Meðal Grikkja, og víðar, var himinninn tákn frjósemi og hins guðdómlega (enda berst rigningin frá himninum og þar stendur sólin og þannig veitir himinninn gróandann). Stjörnur himinsins báru meðal Grikkja nöfn guða, og gera enn – Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter, Satúrnus, Neptúnus, Úranus og Plútó eru allt grísk-rómversk guðanöfn – á himnum bjuggu guðirnir í hugum fornþjóðanna sem við rekjum menningu okkar til.

Fyrir Hebreum (Gyðingum) er himinninn þó „jarðbundnari" en svo. Hann er himinhvolfið yfir höfðum okkar og setur mönnunum um leið mörk sem ekki má rjúfa. Samkvæmt sköpunarsögu og heimsmynd Gyðinga er himinninn hluti af heiminum sem Guð skapar (Guð skapar himin og jörð, 1M 1.16—18) en Guð stendur utan hans.

Þrátt fyrir þetta er stundum talað um Guð eins og bústaður hans sé í himninum, samanber bænarorðin „Faðir vor, þú sem ert á himnum" (Mt 6.9). Hverju sætir það? Hér er ekki verið að tala um hvelfinguna fyrir ofan okkur sem vistarverur Guðs, heldur er orðið notað til að halda utan um sértækt hugtak (abstrakt). Samkvæmt kristinni trú er Guðu veruleiki handan tíma og rúms og þessu reynir guðspjallamaðurinn Páll að lýsa á eftirfarandi hátt: Guð „býr í ljósi, sem enginn fær til komist" (1Tím 6.16).

---

Handan heimsins, rúms og tíma, er til Guð og ímyndað aðsetur hans má kalla himna. En þegar spurt er hvort Himnaríki sé til er sennilega einnig verið að spyrja um staðinn sem börnum er kennt að afi þeirra og amma fari til eftir dauðann, og dveljist þar með Guði. Þessi heimur er sá sem Jesús lofar að bíði mannanna eftir endalok tímans, hin nýja Jerúsalem.

Aftur er hér um myndlíkingu að ræða og þarf ekki að túlka nýju Jerúsalem bókstaflega eins og því sé haldið fram að um stað sé að ræða, heldur fremur ástand. Ástand hvort sem er í lifanda lífi eða eftir lok tímanna. Maður sem í lifanda lífi fær nasasjón af himnaríki lifir alltaf við þá spennu að taka við þeirri gjöf Guðs en vita af sér syndugum. Sú spenna er horfin við lok tímanna, þar er hver maður syndlaus, réttlátur.

Við vísum að öðru leyti í svör sömu höfunda við spurningunni Hvert fer sálin eftir dauðann? og Hver eru inntökuskilyrðin í Himnaríki?

Útgáfudagur

15.9.2000

Spyrjandi

Elís Ingibergsson, f. 1988

Höfundar

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

stundakennari í guðfræði við HÍ

Tilvísun

Haukur Már Helgason og Sigurjón Árni Eyjólfsson. „Er himnaríki til?“ Vísindavefurinn, 15. september 2000. Sótt 25. september 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=912.

Haukur Már Helgason og Sigurjón Árni Eyjólfsson. (2000, 15. september). Er himnaríki til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=912

Haukur Már Helgason og Sigurjón Árni Eyjólfsson. „Er himnaríki til?“ Vísindavefurinn. 15. sep. 2000. Vefsíða. 25. sep. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=912>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ragný Þóra Guðjohnsen

1966

Ragný Þóra Guðjohnsen er lektor í uppeldis- og menntunarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknarefni hennar snúa að ungu fólki og velferð þeirra í víðu samhengi.