Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Er hægt að búa til geislasverð?

Ari Ólafsson

Það eru að minnsta kosti tveir alvarlegir gallar á hugmyndinni um „geislasverð“ eins og hún birtist okkur í vísindaskáldskap og kvikmyndum, sem lýsandi massalaust skurðarblað með takmarkaðri lengd.
  • Í fyrsta lagi þarf óhreinindi í loftinu til að gera ljósgeisla sýnilegan. Við skynjum geislann vegna ljóseinda sem dreifast af rykkornum út úr geislanum. Sverð sem einungis er sýnilegt í svarta þoku eða reykjarkófi veitir handhafanum ekki það vald og virðingu sem til stóð.
  • Í öðru lagi hefur ljósgeisli ekki endanlega lengd nema hann lendi á ógegnsærri mótstöðu. Hér væri orðið og hugtakið geislabyssa því nærtækara.
Skæran ljósstaf af endanlegri lengd getum við hinsvegar keypt í næstu raftækjaverslun. Þá biðjum við um flúrljósaperu. Hún hefur alla eiginleika geislasverðs nema massaleysið og skurðarhæfnina og endingartíminn er stuttur ef henni er beitt til höggs. Skammlífari en minna brothætta ljósstafi má stundum fá hjá götusölum á útihátíðum. Þetta eru vökvafyllt plaströr sem lýsa dauflega meðan efnahvörf í vökvanum standa yfir (e. chemiluminesence).

Á hinn bóginn er efnisskurður með leysigeisla mikill iðnaður í dag og algeng aðferð við uppskurði á sjúkrahúsum. Í flestum tilfellum er þetta gert með ósýnilegum innrauðum leysigeislum með öldulengd á bilinu 1-10 míkrómetrar. Undantekningar eru aðgerðir á augnbotnum þar sem geislinn þarf að komast inn úr ytri lögum augans án þess að hafa áhrif á þau. Þar er notaður leysir með öldulengd á sýnilega sviðinu.

Við skurð með leysi er breiðum geisla safnað í brennipunkt. Á þröngu svæði í kringum brennipunktinn er aflþéttleikinn nægur til að hita skotmarkið svo að það gufar upp. Annarsstaðar á geislaleiðinni nægir aflþéttleikinn ekki til skurðar heldur velgir aðeins lítillega. Leysigeislanum er því beitt til skurðar líkt og hnífsblaði sem aðeins bítur á stuttum kafla við oddinn.

Mynd: Geislasverð - Sótt 02.06.10

Höfundur

Ari Ólafsson

dósent emeritus í eðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

27.9.2000

Spyrjandi

Sigurður Jónsson

Tilvísun

Ari Ólafsson. „Er hægt að búa til geislasverð?“ Vísindavefurinn, 27. september 2000. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=944.

Ari Ólafsson. (2000, 27. september). Er hægt að búa til geislasverð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=944

Ari Ólafsson. „Er hægt að búa til geislasverð?“ Vísindavefurinn. 27. sep. 2000. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=944>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að búa til geislasverð?
Það eru að minnsta kosti tveir alvarlegir gallar á hugmyndinni um „geislasverð“ eins og hún birtist okkur í vísindaskáldskap og kvikmyndum, sem lýsandi massalaust skurðarblað með takmarkaðri lengd.

  • Í fyrsta lagi þarf óhreinindi í loftinu til að gera ljósgeisla sýnilegan. Við skynjum geislann vegna ljóseinda sem dreifast af rykkornum út úr geislanum. Sverð sem einungis er sýnilegt í svarta þoku eða reykjarkófi veitir handhafanum ekki það vald og virðingu sem til stóð.
  • Í öðru lagi hefur ljósgeisli ekki endanlega lengd nema hann lendi á ógegnsærri mótstöðu. Hér væri orðið og hugtakið geislabyssa því nærtækara.
Skæran ljósstaf af endanlegri lengd getum við hinsvegar keypt í næstu raftækjaverslun. Þá biðjum við um flúrljósaperu. Hún hefur alla eiginleika geislasverðs nema massaleysið og skurðarhæfnina og endingartíminn er stuttur ef henni er beitt til höggs. Skammlífari en minna brothætta ljósstafi má stundum fá hjá götusölum á útihátíðum. Þetta eru vökvafyllt plaströr sem lýsa dauflega meðan efnahvörf í vökvanum standa yfir (e. chemiluminesence).

Á hinn bóginn er efnisskurður með leysigeisla mikill iðnaður í dag og algeng aðferð við uppskurði á sjúkrahúsum. Í flestum tilfellum er þetta gert með ósýnilegum innrauðum leysigeislum með öldulengd á bilinu 1-10 míkrómetrar. Undantekningar eru aðgerðir á augnbotnum þar sem geislinn þarf að komast inn úr ytri lögum augans án þess að hafa áhrif á þau. Þar er notaður leysir með öldulengd á sýnilega sviðinu.

Við skurð með leysi er breiðum geisla safnað í brennipunkt. Á þröngu svæði í kringum brennipunktinn er aflþéttleikinn nægur til að hita skotmarkið svo að það gufar upp. Annarsstaðar á geislaleiðinni nægir aflþéttleikinn ekki til skurðar heldur velgir aðeins lítillega. Leysigeislanum er því beitt til skurðar líkt og hnífsblaði sem aðeins bítur á stuttum kafla við oddinn.

Mynd: Geislasverð - Sótt 02.06.10...