Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hvað tákna hringirnir í ólympíufánanum? Táknar hver litur eitthvað sérstakt?
Hringirnir fimm tákna þær fimm heimsálfur sem taka þátt í Ólympíuleikunum. Það eru allar heimsálfurnar nema Suðurheimskautslandið sem er óbyggt. Hver hringur vísar þó ekki til einnar ákveðinnar álfu en litirnir sex – gulur, rauður, grænn, blár og svartur í hringunum og hvítur í grunninum – taka yfir litina í öllum þjóðfánum heims, að sögn hönnuðarins og stofnanda hinna nýju Ólympíuleika í lok 19. aldar, Baron Pierre de Coubertin. Hvítur grunnurinn stendur einnig fyrir þann frið sem ríkja skal milli þjóða á leikunum.
Einhverjir hafa síðar viljað tengja hvern lit einni heimsálfu:
Blár = Evrópa; gulur = Asía; svartur = Afríka; grænn = Ástralía og rauður = Ameríka.
Fánanum var fyrst flaggað á Ólympíuleikum í Antwerpen, 1920.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins
Tilvísun
Haukur Már Helgason. „Hvað tákna hringirnir í ólympíufánanum? Táknar hver litur eitthvað sérstakt?“ Vísindavefurinn, 30. september 2000. Sótt 12. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=955.
Haukur Már Helgason. (2000, 30. september). Hvað tákna hringirnir í ólympíufánanum? Táknar hver litur eitthvað sérstakt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=955
Haukur Már Helgason. „Hvað tákna hringirnir í ólympíufánanum? Táknar hver litur eitthvað sérstakt?“ Vísindavefurinn. 30. sep. 2000. Vefsíða. 12. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=955>.
Kristín Norðdahl er dósent í náttúrufræðimenntun við deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði HÍ. Rannsóknir hennar beinast m.a. að hugmyndum leikskólabarna um náttúruna og hvernig má bregðast við þeim í skólastarfi.