Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er póstmódernismi?

Birna Bjarnadóttir

Póstmódernismi er hugtak. Það er ekki aðeins eitt af stærri hugtökum í vestrænni hugmynda- og menningarsögu, heldur varðar það nútímann og lifandi fólk. Nú kann það sem er risavaxið og í seilingarfjarlægð að virðast auðgreinanlegt og svarið við spurningunni: Hvað er póstmódernismi? að liggja í augum uppi. En því miður er ekki því að heilsa.

Alveg eins og myndin af risanum sem stendur beint fyrir framan okkur (hann sem getur til dæmis verið veraldarvefurinn eða tölvupóstur) er ekki mynd af risanum í heild sinni heldur aðeins hluta hans, þá er mynd okkar af hugtaki á borð við póstmódernisma ekki aðeins brotakennt, heldur á hreyfingu.

Þær raddir hafa reyndar heyrst að tími þessa hugtaks sé liðinn, að það heyri nú sögunni til. Aðrir eru ekki jafn vissir og segja máli sínu til stuðnings: Það er ekki hægt að segja skilið við það sem er. Tími póstmódernisma er nútíminn, hér og nú, hvaða nafni sem fólk gefur sjálfu sér, umhverfi sínu, sköpun sinni og tíðaranda.

En hvað er póstmódernismi? Þetta hugtak hefur á víxl verið notað sem heiti á tíðaranda og eða menningarástandi og sem heiti á afmörkuðum einkennum samtímafræða, lista og dægurmenningar. Þannig er talað um "póstmóderníska tíma" annars vegar og póstmódernískar fræðakenningar og list hins vegar.

Í umræðu um fyrri þáttinn, í umræðu um þessa tíma sem eiga að vera okkar, eru þeir til sem segja hugtakið sannkallaða ruslakistu. Öllu sé hent í hana, allt frá ástum nútímafólks til innkaupakörfu þess. Aðrir temja sér nákvæmari nálgun og koma til dæmis auga á vaxandi ítök sýndarveruleika í lífi nútímafólks. Tímarnir eru póstmódernískir af því að þeir atburðir sem eiga sér stað á okkar tímum eru ekki raunverulegir, heldur eftirlíking atburða. Þetta eru í stuttu máli atburðir sem eiga sér ekkert svið annað en það sem fjölmiðlarnir skapa þeim.

Nærtækt dæmi um atburð af þessu tagi er Kristnihátíðin á Þingvöllum sumarið 2000. Svo virðist sem þjóðin hafi haldið upp á 1000 ára afmæli kristni á Íslandi með því að sitja stjörf fyrir framan sjónvarpstækin. Þegar fram líða stundir verður hugsanlega spurt: Hver átti afmæli á Þingvöllum sumarið 2000? Voru pylsur?

Hinn þátturinn, sá sem snýr að hugmyndum fólks um póstmódernísk fræði og listsköpun, er ekki síður áhugaverður. En líkt og gildir um heitið "póstmódernískir tímar" ber áhugafólki um efnið ekki saman um merkingu orðanna "póstmódernísk fræði og listir". Þær hugmyndir hafa komið fram að með póstmódernisma hafi sígild mörk fræða og lista ekki aðeins verið rofin og það með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, heldur séu skilin milli alvörulista og afþreyingar að þurrkast út.

Aðrir benda á sprengikraft þessa hugtaks og hvernig póstmódernismi færi nútímafólk ekki bara nær sjálfri sköpuninni - hver sem hún kann að vera - heldur gefi sama fólki tækifæri til að lifa lífinu sínu í meðvitund um þann tíma sem kallaður er nútími. Sumir telja reyndar "rofið" vera fyrirtaks vegvísi að því hvað sé póstmódernismi. Í því efni er bent á einn þátt í alþjóðavæðingunni, hröðu rafrænu samskiptin og hvernig þau hafi möguleg áhrif á hvernig fólk skynjar stund og stað. Hvernig sem afstöðu fólks er háttað, hafa fylkingar fræði- og listamanna ekki getað varist samræðunni um nútímann, samræðu sem í sjálfri sér er skapandi afl.

Hér að framan var minnst á risa sem stendur beint fyrir framan okkur (risa á borð við veraldarvefinn eða tölvupóstinn) og hvernig mynd okkar af honum er ekki mynd af risanum í heild sinni heldur aðeins hluta hans. Þessi líking getur, eins og fram hefur komið, átt við mynd okkar af hugtakinu póstmódernismi. Það er of stórt, of nálægt og á of mikilli hreyfingu til þess að hægt sé að svara spurningunni: Hvað er póstmódernismi? með góðu móti.

En kannski felst vísir að svari í þeirri samræðu um nútímann sem hugtakið póstmódernismi hefur óneitanlega stuðlað að, samræðu sem kann að vekja fólk úr roti þægindanna á öld góðæris. Samræðan sem póstmódernisminn hefur skapað felur nefnilega í sér áminningu um að heimurinn er miklu stærri, fjölbreyttari og flóknari en það brot sem blasir við í glansmyndum hagræðingar og samruna þeirra landa sem kalla sig þróuð og tæknivædd. Hafi módernismi, segja líka sumir, markast af hruni nýlenduríkja og kalda stríðinu (austur-vestur ás) markist póstmódernismi af norður-suður togstreitu.


Um póstmódernísk fræði má einnig lesa um á Vísindavefnum í svari Jóns Gunnars Þorsteinssonar við spurningunni Hvað er ofurraunveruleiki? Ennfremur er bent á svarið Hvað er módernismi? eftir Njörð Sigurjónsson.

Mynd: HB og "Don Quijote" eftir Picasso

Höfundur

Birna Bjarnadóttir

bókmenntafræðingur og rannsóknasérfræðingur við HÍ

Útgáfudagur

3.10.2000

Spyrjandi

Bjarni Már Magnússon,
Þórður Kr. Jóhannsson, Ásgerður,
Óli Þór Atlason,
Elís Vilberg Árnason

Tilvísun

Birna Bjarnadóttir. „Hvað er póstmódernismi?“ Vísindavefurinn, 3. október 2000, sótt 7. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=964.

Birna Bjarnadóttir. (2000, 3. október). Hvað er póstmódernismi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=964

Birna Bjarnadóttir. „Hvað er póstmódernismi?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2000. Vefsíða. 7. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=964>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er póstmódernismi?
Póstmódernismi er hugtak. Það er ekki aðeins eitt af stærri hugtökum í vestrænni hugmynda- og menningarsögu, heldur varðar það nútímann og lifandi fólk. Nú kann það sem er risavaxið og í seilingarfjarlægð að virðast auðgreinanlegt og svarið við spurningunni: Hvað er póstmódernismi? að liggja í augum uppi. En því miður er ekki því að heilsa.

Alveg eins og myndin af risanum sem stendur beint fyrir framan okkur (hann sem getur til dæmis verið veraldarvefurinn eða tölvupóstur) er ekki mynd af risanum í heild sinni heldur aðeins hluta hans, þá er mynd okkar af hugtaki á borð við póstmódernisma ekki aðeins brotakennt, heldur á hreyfingu.

Þær raddir hafa reyndar heyrst að tími þessa hugtaks sé liðinn, að það heyri nú sögunni til. Aðrir eru ekki jafn vissir og segja máli sínu til stuðnings: Það er ekki hægt að segja skilið við það sem er. Tími póstmódernisma er nútíminn, hér og nú, hvaða nafni sem fólk gefur sjálfu sér, umhverfi sínu, sköpun sinni og tíðaranda.

En hvað er póstmódernismi? Þetta hugtak hefur á víxl verið notað sem heiti á tíðaranda og eða menningarástandi og sem heiti á afmörkuðum einkennum samtímafræða, lista og dægurmenningar. Þannig er talað um "póstmóderníska tíma" annars vegar og póstmódernískar fræðakenningar og list hins vegar.

Í umræðu um fyrri þáttinn, í umræðu um þessa tíma sem eiga að vera okkar, eru þeir til sem segja hugtakið sannkallaða ruslakistu. Öllu sé hent í hana, allt frá ástum nútímafólks til innkaupakörfu þess. Aðrir temja sér nákvæmari nálgun og koma til dæmis auga á vaxandi ítök sýndarveruleika í lífi nútímafólks. Tímarnir eru póstmódernískir af því að þeir atburðir sem eiga sér stað á okkar tímum eru ekki raunverulegir, heldur eftirlíking atburða. Þetta eru í stuttu máli atburðir sem eiga sér ekkert svið annað en það sem fjölmiðlarnir skapa þeim.

Nærtækt dæmi um atburð af þessu tagi er Kristnihátíðin á Þingvöllum sumarið 2000. Svo virðist sem þjóðin hafi haldið upp á 1000 ára afmæli kristni á Íslandi með því að sitja stjörf fyrir framan sjónvarpstækin. Þegar fram líða stundir verður hugsanlega spurt: Hver átti afmæli á Þingvöllum sumarið 2000? Voru pylsur?

Hinn þátturinn, sá sem snýr að hugmyndum fólks um póstmódernísk fræði og listsköpun, er ekki síður áhugaverður. En líkt og gildir um heitið "póstmódernískir tímar" ber áhugafólki um efnið ekki saman um merkingu orðanna "póstmódernísk fræði og listir". Þær hugmyndir hafa komið fram að með póstmódernisma hafi sígild mörk fræða og lista ekki aðeins verið rofin og það með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, heldur séu skilin milli alvörulista og afþreyingar að þurrkast út.

Aðrir benda á sprengikraft þessa hugtaks og hvernig póstmódernismi færi nútímafólk ekki bara nær sjálfri sköpuninni - hver sem hún kann að vera - heldur gefi sama fólki tækifæri til að lifa lífinu sínu í meðvitund um þann tíma sem kallaður er nútími. Sumir telja reyndar "rofið" vera fyrirtaks vegvísi að því hvað sé póstmódernismi. Í því efni er bent á einn þátt í alþjóðavæðingunni, hröðu rafrænu samskiptin og hvernig þau hafi möguleg áhrif á hvernig fólk skynjar stund og stað. Hvernig sem afstöðu fólks er háttað, hafa fylkingar fræði- og listamanna ekki getað varist samræðunni um nútímann, samræðu sem í sjálfri sér er skapandi afl.

Hér að framan var minnst á risa sem stendur beint fyrir framan okkur (risa á borð við veraldarvefinn eða tölvupóstinn) og hvernig mynd okkar af honum er ekki mynd af risanum í heild sinni heldur aðeins hluta hans. Þessi líking getur, eins og fram hefur komið, átt við mynd okkar af hugtakinu póstmódernismi. Það er of stórt, of nálægt og á of mikilli hreyfingu til þess að hægt sé að svara spurningunni: Hvað er póstmódernismi? með góðu móti.

En kannski felst vísir að svari í þeirri samræðu um nútímann sem hugtakið póstmódernismi hefur óneitanlega stuðlað að, samræðu sem kann að vekja fólk úr roti þægindanna á öld góðæris. Samræðan sem póstmódernisminn hefur skapað felur nefnilega í sér áminningu um að heimurinn er miklu stærri, fjölbreyttari og flóknari en það brot sem blasir við í glansmyndum hagræðingar og samruna þeirra landa sem kalla sig þróuð og tæknivædd. Hafi módernismi, segja líka sumir, markast af hruni nýlenduríkja og kalda stríðinu (austur-vestur ás) markist póstmódernismi af norður-suður togstreitu.


Um póstmódernísk fræði má einnig lesa um á Vísindavefnum í svari Jóns Gunnars Þorsteinssonar við spurningunni Hvað er ofurraunveruleiki? Ennfremur er bent á svarið Hvað er módernismi? eftir Njörð Sigurjónsson.

Mynd: HB og "Don Quijote" eftir Picasso

...