Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Hvað er burstaormur?

Jón Már HalldórssonBurstaormar (Polychaeta) eru algengir sjávarhryggleysingjar og hafa meira en 6000 tegundir fundist, flestir minni en 10 mm á lengd. Burstaormar eru hópur sem tilheyrir fylkingu liðorma (Annelida) og er talið að 70% liðorma heyri undir þennan hóp. Aðrir liðormar eru ánamaðkar (Oligochaeta) og blóðsugur (Hirudinea). Það sem greinir liðorma frá öðrum ormlaga dýrum er að líkami þeirra er liðskiptur.

Langflestir burstaormar lifa í sjó og flestir eru botnlægir, grafa sig í setið og lifa þar sem rándýr eða grotætur. Einkennandi fyrir líkamsbyggingu burstaorma fyrir utan liðskiptan líkamann eru totur (parapodia) og áberandi burstar sem burstaormar draga nafn sitt af.

Algengt er að burstaormar lifi í einhvers konar göngum sem þeir grafa sér í mjúkum sjávarbotninum. Hér við land er ein burstaormategund öðrum kunnari fyrir þá iðju en það er sandmaðkurinn (Arenicola marina) sem lifir í leirum hér við land og þekkist á saurhrúgum sem hann skilur eftir sig við holur sínar.

Burstaormar eru gríðarlega fjölskrúðugur hópur dýra og verðugir athygli þeirra sem áhuga hafa á að kynna sér lífríkið í fjörum hérlendis. Meðal annars er þar að finna burstaorm sem nefnist risaskeri og getur orðið fáeinir tugir sentimetra á lengd.


Mynd fengin af vef steingervingasafns Kaliforníuháskóla í Berkeley.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.10.2000

Spyrjandi

Helgi Hrafn Guðmundsson, f. 1984

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er burstaormur?“ Vísindavefurinn, 4. október 2000. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=965.

Jón Már Halldórsson. (2000, 4. október). Hvað er burstaormur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=965

Jón Már Halldórsson. „Hvað er burstaormur?“ Vísindavefurinn. 4. okt. 2000. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=965>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er burstaormur?


Burstaormar (Polychaeta) eru algengir sjávarhryggleysingjar og hafa meira en 6000 tegundir fundist, flestir minni en 10 mm á lengd. Burstaormar eru hópur sem tilheyrir fylkingu liðorma (Annelida) og er talið að 70% liðorma heyri undir þennan hóp. Aðrir liðormar eru ánamaðkar (Oligochaeta) og blóðsugur (Hirudinea). Það sem greinir liðorma frá öðrum ormlaga dýrum er að líkami þeirra er liðskiptur.

Langflestir burstaormar lifa í sjó og flestir eru botnlægir, grafa sig í setið og lifa þar sem rándýr eða grotætur. Einkennandi fyrir líkamsbyggingu burstaorma fyrir utan liðskiptan líkamann eru totur (parapodia) og áberandi burstar sem burstaormar draga nafn sitt af.

Algengt er að burstaormar lifi í einhvers konar göngum sem þeir grafa sér í mjúkum sjávarbotninum. Hér við land er ein burstaormategund öðrum kunnari fyrir þá iðju en það er sandmaðkurinn (Arenicola marina) sem lifir í leirum hér við land og þekkist á saurhrúgum sem hann skilur eftir sig við holur sínar.

Burstaormar eru gríðarlega fjölskrúðugur hópur dýra og verðugir athygli þeirra sem áhuga hafa á að kynna sér lífríkið í fjörum hérlendis. Meðal annars er þar að finna burstaorm sem nefnist risaskeri og getur orðið fáeinir tugir sentimetra á lengd.


Mynd fengin af vef steingervingasafns Kaliforníuháskóla í Berkeley....