Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hví eru allar farþegaþotur lágþekjur?

Agni Ásgeirsson

Flugvélum má skipta í 3 flokka eftir hæðarstaðsetningu vængja þeirra:

  1. Miðþekja: vængur er staðsettur á miðju skrokks.
  2. Lágþekja: vængur er staðsettur við botn skrokks.
  3. Háþekja: vængur er staðsettur við topp skrokks.

Miðþekja býður upp á minnstu loftmótstöðuna en er ekki hagkvæm í farþega- og flutningavélum þar sem vængirnir tveir eru tengdir saman með burðarbita sem þyrfti að ganga í gegnum miðja vél.

Lágþekja (sjá 1. mynd) hentar vel sem stór farþegavél. Skrokkur stórra flugvéla er yfirleitt hringlaga í þversniði og er farþegagólfið haft svo hátt að nóg pláss er fyrir burðarbita vængjanna neðan þess. Einnig hentar vel að nýta vænginn fyrir hjólabúnað á stórum vélum, vængurinn verndar búkinn fyrir hnjaski í nauðlendingu og verkar sem flotholt við nauðlendingu á vatni. Helstu gallar þessa fyrirkomulags eru að hátt er í búkinn og hleðslurýmin og því þarf dýrari búnað til að hlaða og afhlaða vélina, eldsneytisgeymar í vængjum geta orðið fyrir hnjaski í nauðlendingu og vængurinn skemmir fyrir útsýni sumra farþega.

Háþekja (sjá 2. mynd) hentar ef skrokkur vélarinnar þarf að vera nálægt jörðu því að þá hafa hreyflarnir það pláss sem hæð skrokksins gefur. Þetta þýðir að hjólastellið getur verið stutt og ekki þarf mikinn útbúnað til að hlaða og afhlaða vélina. Því hentar þetta fyrirkomulag vel á minni farþegavélum sem lenda oft á flugvöllum án stórra flugstöðva. Einnig hentar þetta vel á flutningavélum því að þá er mikilvægt að einfalt sé að hlaða/afhlaða vélina, til dæmis er þá hægt að keyra farartæki beint inn og út úr vélinni án aukabúnaðar á jörðu niðri. Af öðrum kostum háþekju má nefna að farþegar njóta góðs útsýnis úr öllum sætum og að eldsneytisgeymar í vængjum verða síður fyrir hnjaski við nauðlendingu. Helstu gallar háþekju eru að vængbitinn tekur frá loftrými í farþegarými, við nauðlendingu tekur skrokkurinn við mestöllu álagi en vængirnir nýtast lítið og erfitt getur verið að finna pláss fyrir hjólabúnað á stórum vélum.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Myndir: Af heimasíðu Boeing.

Höfundur

verkfræðingur hjá Marel

Útgáfudagur

5.10.2000

Spyrjandi

Egill Sigurjónsson

Tilvísun

Agni Ásgeirsson. „Hví eru allar farþegaþotur lágþekjur?“ Vísindavefurinn, 5. október 2000. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=969.

Agni Ásgeirsson. (2000, 5. október). Hví eru allar farþegaþotur lágþekjur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=969

Agni Ásgeirsson. „Hví eru allar farþegaþotur lágþekjur?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2000. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=969>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hví eru allar farþegaþotur lágþekjur?

Flugvélum má skipta í 3 flokka eftir hæðarstaðsetningu vængja þeirra:

  1. Miðþekja: vængur er staðsettur á miðju skrokks.
  2. Lágþekja: vængur er staðsettur við botn skrokks.
  3. Háþekja: vængur er staðsettur við topp skrokks.

Miðþekja býður upp á minnstu loftmótstöðuna en er ekki hagkvæm í farþega- og flutningavélum þar sem vængirnir tveir eru tengdir saman með burðarbita sem þyrfti að ganga í gegnum miðja vél.

Lágþekja (sjá 1. mynd) hentar vel sem stór farþegavél. Skrokkur stórra flugvéla er yfirleitt hringlaga í þversniði og er farþegagólfið haft svo hátt að nóg pláss er fyrir burðarbita vængjanna neðan þess. Einnig hentar vel að nýta vænginn fyrir hjólabúnað á stórum vélum, vængurinn verndar búkinn fyrir hnjaski í nauðlendingu og verkar sem flotholt við nauðlendingu á vatni. Helstu gallar þessa fyrirkomulags eru að hátt er í búkinn og hleðslurýmin og því þarf dýrari búnað til að hlaða og afhlaða vélina, eldsneytisgeymar í vængjum geta orðið fyrir hnjaski í nauðlendingu og vængurinn skemmir fyrir útsýni sumra farþega.

Háþekja (sjá 2. mynd) hentar ef skrokkur vélarinnar þarf að vera nálægt jörðu því að þá hafa hreyflarnir það pláss sem hæð skrokksins gefur. Þetta þýðir að hjólastellið getur verið stutt og ekki þarf mikinn útbúnað til að hlaða og afhlaða vélina. Því hentar þetta fyrirkomulag vel á minni farþegavélum sem lenda oft á flugvöllum án stórra flugstöðva. Einnig hentar þetta vel á flutningavélum því að þá er mikilvægt að einfalt sé að hlaða/afhlaða vélina, til dæmis er þá hægt að keyra farartæki beint inn og út úr vélinni án aukabúnaðar á jörðu niðri. Af öðrum kostum háþekju má nefna að farþegar njóta góðs útsýnis úr öllum sætum og að eldsneytisgeymar í vængjum verða síður fyrir hnjaski við nauðlendingu. Helstu gallar háþekju eru að vængbitinn tekur frá loftrými í farþegarými, við nauðlendingu tekur skrokkurinn við mestöllu álagi en vængirnir nýtast lítið og erfitt getur verið að finna pláss fyrir hjólabúnað á stórum vélum.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Myndir: Af heimasíðu Boeing....