Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur sá siður að heilsa að hermannasið?

Ívar Daði Þorvaldsson

Uppruni hefða og siða er oft ansi óljós. Vitanlega eru til margar skýringar á hinum ýmsu siðum sem okkur kann að virðast sennilegar en það sem þykir „eðlilegt“ nú þarf ekki að hafa viðgengist fyrir hundruðum ára.

Að heilsa að hermannasið virðist upprunlega tengjast nokkuð þeirri hefð að heilsa með hægri hendi. Hér áður fyrr er riddarar báru hjálma sem þöktu andlit þeirra þótti það merki um vinskap, eða að minnsta kosti að þeir kæmu í friði, ef menn notuðu hægri höndina til að opna hjálminn þannig að í þá sást. Sú vinstri var notuð til að halda í tauminn á hestinum. Auk þess máttu frjálsir menn bera vopn en þegar tveir frjálsir menn mættust lyftu þeir hægri höndinni upp, og þannig frá vopni sínu, til að sýna fram á vinsamleg kynni. Ein skýring sem kann að þykja fremur hlægileg í dag var sú að rómverskir hermenn báru höndina upp að enni til að skýla sér frá þeirri miklu birtu sem átti að skína úr augum yfirboðara þeirra.



Þrátt fyrir að þetta séu allt skemmtilegar og í raun fremur sennilegar skýringar, þá er ekki víst að þessi siður nái mikið lengra aftur en til ársins 1745. Í sérstakri hersveitartilskipun í Englandi frá 1745 kemur fram að mönnum sé nú uppálagt að taka ekki ofan hatta sína er þeir mæti liðsforingja, eða tali við þá, heldur ættu þeir einungis að bera hönd upp að hatti sínum og beygja sig er þeir gengju fram hjá. Árið 1762 er svo ritað að ekkert óhreinki hattinn meira og jafnvel skemmi en að taka hattinn ofan í tíma og ótíma og því ættu menn einungis að bera hönd upp að hattinum. Að lokum mætti nefna eitt er tengist skítugum höttum en í breska flotanum notuðu menn hvíta hanska til að verja hendurnar er þeir dittuðu að skipunum. Þeir urðu því óneitanlega ansi skítugir. Menn vildu ekki beina skítugri hendinni að yfirmönnum sínum svo að lófinn var látinn snúa niður þegar heilsað var með því að bera hönd upp að hatti.

Þessar skýringar geta hafað tvinnast saman í gegnum árin og orðið að hinni alþekktu kveðju hermanna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvaðan kemur sá siður að heilsa að hermannasið, það er bera höndina upp að enninu þegar heilsað er?

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

19.7.2010

Spyrjandi

Gestur Pálsson

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvaðan kemur sá siður að heilsa að hermannasið?“ Vísindavefurinn, 19. júlí 2010, sótt 5. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=9859.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2010, 19. júlí). Hvaðan kemur sá siður að heilsa að hermannasið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=9859

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvaðan kemur sá siður að heilsa að hermannasið?“ Vísindavefurinn. 19. júl. 2010. Vefsíða. 5. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=9859>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur sá siður að heilsa að hermannasið?
Uppruni hefða og siða er oft ansi óljós. Vitanlega eru til margar skýringar á hinum ýmsu siðum sem okkur kann að virðast sennilegar en það sem þykir „eðlilegt“ nú þarf ekki að hafa viðgengist fyrir hundruðum ára.

Að heilsa að hermannasið virðist upprunlega tengjast nokkuð þeirri hefð að heilsa með hægri hendi. Hér áður fyrr er riddarar báru hjálma sem þöktu andlit þeirra þótti það merki um vinskap, eða að minnsta kosti að þeir kæmu í friði, ef menn notuðu hægri höndina til að opna hjálminn þannig að í þá sást. Sú vinstri var notuð til að halda í tauminn á hestinum. Auk þess máttu frjálsir menn bera vopn en þegar tveir frjálsir menn mættust lyftu þeir hægri höndinni upp, og þannig frá vopni sínu, til að sýna fram á vinsamleg kynni. Ein skýring sem kann að þykja fremur hlægileg í dag var sú að rómverskir hermenn báru höndina upp að enni til að skýla sér frá þeirri miklu birtu sem átti að skína úr augum yfirboðara þeirra.



Þrátt fyrir að þetta séu allt skemmtilegar og í raun fremur sennilegar skýringar, þá er ekki víst að þessi siður nái mikið lengra aftur en til ársins 1745. Í sérstakri hersveitartilskipun í Englandi frá 1745 kemur fram að mönnum sé nú uppálagt að taka ekki ofan hatta sína er þeir mæti liðsforingja, eða tali við þá, heldur ættu þeir einungis að bera hönd upp að hatti sínum og beygja sig er þeir gengju fram hjá. Árið 1762 er svo ritað að ekkert óhreinki hattinn meira og jafnvel skemmi en að taka hattinn ofan í tíma og ótíma og því ættu menn einungis að bera hönd upp að hattinum. Að lokum mætti nefna eitt er tengist skítugum höttum en í breska flotanum notuðu menn hvíta hanska til að verja hendurnar er þeir dittuðu að skipunum. Þeir urðu því óneitanlega ansi skítugir. Menn vildu ekki beina skítugri hendinni að yfirmönnum sínum svo að lófinn var látinn snúa niður þegar heilsað var með því að bera hönd upp að hatti.

Þessar skýringar geta hafað tvinnast saman í gegnum árin og orðið að hinni alþekktu kveðju hermanna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvaðan kemur sá siður að heilsa að hermannasið, það er bera höndina upp að enninu þegar heilsað er?
...