Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er mikið líf í hafinu?

Jón Már Halldórsson

Aðstæður í hafinu eru á margan hátt þægilegri til lífs en aðstæður uppi á landi. Það sem einkennir hafið er meiri stöðugleiki með tilliti til ýmissa eðlisþátta eins og hita og næringarefna.

Í fyrsta lagi eiga sjávardýr ekki á hættu að þorna upp, sem meðal annars stuðlar að öruggari vatnsskiptum við umhverfið og eykur almennan vatnsbúskap. Ofgnótt er af næringarefnum og söltum í hafinu sem skýrir það að egg sjávardýra hafa minni næringarefnabirgðir en egg landdýra. Þar að auki er algengt að frjóvgun verði útvortis hjá sjávardýrum en útvortis frjóvgun er nær óþekkt meðal landdýra vegna hættunnar á því að kynfrumur þorni upp. Þetta þýðir að sjávardýr eyða að jafnaði mun minni orku í æxlun og þroskun ungviðis en landdýr.

Í þriðja lagi eru hitasveiflur ekki eins miklar í hafinu. Dæmi eru um að hiti hafi sveiflast um marga tugi gráða á þurrlendinu. Slíkt þekkist ekki í hafinu.

Allar hreyfingar krefjast meiri orku á þurru landi en í sjó. Hafið hefur miklu meiri eðlismassa en loft og sjávardýr eru yfirleitt í flotjafnvægi við vatnið. Því er ekki nauðsynlegt fyrir þau að hafa sterkbyggða stoðgrind líkt og þurrlendisdýr þurfa að hafa. Þrýstingur og eðlismassi vatnsins sér um allan stuðning. Þar af leiðandi eyða sjávardýr hlutfallslega minni orku til hreyfinga en landdýr.

Glögglega má sjá af framantöldum ástæðum að lífið er á margan hátt auðveldara fyrir sjávarlífverur en landlífverur sem þurfa oft að glíma við sveiflukennt veðurfar og vatnsskort. Hins vegar er uppleyst súrefni í miklu minni mæli í hafinu en á þurru landi eða 5-6 ml O2 á hvern lítra af vatni á móti 210 ml O2 á lítra af lofti. Sjávardýr hafa í langri þróunarsögu þróað með sér nokkrar lausnir á því vandamáli og má þar helst nefna ýmsar útfærslur á tálknum.

Það sem takmarkar hvað mest lífið í hafinu er skortur á sólarljósi. Sólarljósið nær ekki nema niður á 20-50 metra dýpi. Þar af leiðandi fer öll frumframleiðsla sjávar fram á mjög takmörkuðu svæði við yfirborðið og í grunnum sjó þar sem stórvaxinn þari og þang vex og dafnar.

Að lokum má bæta því við að margir vísindamenn telja að lífið hér á jörðinni hafi kviknað í hafinu en ekki á þurru landi og fengið á mörgum milljörðum ára að þróast þar og aðlagast þeim aðstæðum sem þar ríkja. Því má segja að vagga lífsins sé í hafinu (sjá svar Guðmundar Eggertssonar við spurningunniHvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?)

Fleiri spurningar og svör um hafið:

Svar Jörundar Svavarssonar við Er líf á hafsbotni?

Svar Sigurðar Steinþórssonar við Hvers vegna er sjórinn saltur?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.10.2000

Spyrjandi

Íris Vignisdóttir f. 1988

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju er mikið líf í hafinu?“ Vísindavefurinn, 16. október 2000, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=992.

Jón Már Halldórsson. (2000, 16. október). Af hverju er mikið líf í hafinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=992

Jón Már Halldórsson. „Af hverju er mikið líf í hafinu?“ Vísindavefurinn. 16. okt. 2000. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=992>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er mikið líf í hafinu?
Aðstæður í hafinu eru á margan hátt þægilegri til lífs en aðstæður uppi á landi. Það sem einkennir hafið er meiri stöðugleiki með tilliti til ýmissa eðlisþátta eins og hita og næringarefna.

Í fyrsta lagi eiga sjávardýr ekki á hættu að þorna upp, sem meðal annars stuðlar að öruggari vatnsskiptum við umhverfið og eykur almennan vatnsbúskap. Ofgnótt er af næringarefnum og söltum í hafinu sem skýrir það að egg sjávardýra hafa minni næringarefnabirgðir en egg landdýra. Þar að auki er algengt að frjóvgun verði útvortis hjá sjávardýrum en útvortis frjóvgun er nær óþekkt meðal landdýra vegna hættunnar á því að kynfrumur þorni upp. Þetta þýðir að sjávardýr eyða að jafnaði mun minni orku í æxlun og þroskun ungviðis en landdýr.

Í þriðja lagi eru hitasveiflur ekki eins miklar í hafinu. Dæmi eru um að hiti hafi sveiflast um marga tugi gráða á þurrlendinu. Slíkt þekkist ekki í hafinu.

Allar hreyfingar krefjast meiri orku á þurru landi en í sjó. Hafið hefur miklu meiri eðlismassa en loft og sjávardýr eru yfirleitt í flotjafnvægi við vatnið. Því er ekki nauðsynlegt fyrir þau að hafa sterkbyggða stoðgrind líkt og þurrlendisdýr þurfa að hafa. Þrýstingur og eðlismassi vatnsins sér um allan stuðning. Þar af leiðandi eyða sjávardýr hlutfallslega minni orku til hreyfinga en landdýr.

Glögglega má sjá af framantöldum ástæðum að lífið er á margan hátt auðveldara fyrir sjávarlífverur en landlífverur sem þurfa oft að glíma við sveiflukennt veðurfar og vatnsskort. Hins vegar er uppleyst súrefni í miklu minni mæli í hafinu en á þurru landi eða 5-6 ml O2 á hvern lítra af vatni á móti 210 ml O2 á lítra af lofti. Sjávardýr hafa í langri þróunarsögu þróað með sér nokkrar lausnir á því vandamáli og má þar helst nefna ýmsar útfærslur á tálknum.

Það sem takmarkar hvað mest lífið í hafinu er skortur á sólarljósi. Sólarljósið nær ekki nema niður á 20-50 metra dýpi. Þar af leiðandi fer öll frumframleiðsla sjávar fram á mjög takmörkuðu svæði við yfirborðið og í grunnum sjó þar sem stórvaxinn þari og þang vex og dafnar.

Að lokum má bæta því við að margir vísindamenn telja að lífið hér á jörðinni hafi kviknað í hafinu en ekki á þurru landi og fengið á mörgum milljörðum ára að þróast þar og aðlagast þeim aðstæðum sem þar ríkja. Því má segja að vagga lífsins sé í hafinu (sjá svar Guðmundar Eggertssonar við spurningunniHvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?)

Fleiri spurningar og svör um hafið:

Svar Jörundar Svavarssonar við Er líf á hafsbotni?

Svar Sigurðar Steinþórssonar við Hvers vegna er sjórinn saltur?

...