Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 24 svör fundust

Af hverju er fólk minna núna en í gamla daga?

Fólk er að meðaltali hærra í dag en það var fyrr á öldum en ekki minna, eins og spyrjandi telur. Það ræðst mikið til af því að í dag býr fólk almennt við mun betri aðstæður en áður fyrr, það fær betri næringu og heilsufar er betra. Raunar er meðalhæð stundum notuð sem mælikvarði á hversu góð lífsskilyrði þjóða eru...

Nánar

Af hverju dóu allar risaeðlur út af einum loftsteini?

Ekki er vitað með vissu hvað það er sem olli útdauða risaeðlannna í lok Krítartímabilsins fyrir um 65 milljón árum síðan. Ýmsar kenningar hafa verið uppi um þetta en flestir hallast þó að því í dag að loftslagsbreytingar í kjölfar mikilla náttúruhamfara hafi verið megin orsökin. Í svari sínu við spurningunni, E...

Nánar

Hvar myndast fellibyljir helst?

Fellibyljir eru skæðastir og algengastir á Kyrrahafi vestanverðu, norðan miðbaugs, frá dægurlínunni vestur til Filippseyja og Suður-Kína og norður til Japans. Á þessu svæði myndast að meðaltali um 20 fellibyljir á ári. Heldur færri, eða 10-12, myndast austan til á Kyrrahafi undan ströndum Mexíkó. Fellibyljir eru e...

Nánar

Af hverju er mikið líf í hafinu?

Aðstæður í hafinu eru á margan hátt þægilegri til lífs en aðstæður uppi á landi. Það sem einkennir hafið er meiri stöðugleiki með tilliti til ýmissa eðlisþátta eins og hita og næringarefna. Í fyrsta lagi eiga sjávardýr ekki á hættu að þorna upp, sem meðal annars stuðlar að öruggari vatnsskiptum við umhverfið o...

Nánar

Dóu sverðtígrar út vegna of stórra vígtanna?

Að öllum líkindum dóu hinir svokölluðu sverðtígrar, það er tegundirnar Smilodon fatalis og Smilodon populator, út undir lok síðasta jökulskeiðs fyrir um 10 til 12 þúsund árum síðan. Menn hafa mikið velt því fyrir sér hvers vegna þessi öflugu en sérhæfðu rándýr hafi horfið af sjónarsviðinu. Útbreiðsla tegundanna sk...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um trjáfroska?

Trjáfroskar eru heiti froska sem tilheyra tveimur ættum, Hylidae og Rhacophoridae. Þessar ættir greinast nánar í 6 undirættir, 49 ættkvíslir og yfir 350 tegundir. Þetta er afar fjölbreyttur hópur og þrátt fyrir heitið þá lifa ekki allar tegundir hinna svokölluðu trjáfroska í trjám, heldur einnig á jörðu niðri, við...

Nánar

Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars?

Hugmyndir manna og kenningar um líf á Mars hafa tekið sífelldum breytingum með aukinni þekkingu á hnettinum. Í upphafi 20. aldar var ákaft rætt um kenningar Percivals Lowells, sem skoðaði Mars í sjónauka um árabil og taldi sig hafa greint viðamikið net skurða á yfirborði hnattarins. Ályktaði hann að vitsmunaverur ...

Nánar

Er hægt að eyðileggja jörðina með mengun?

Þessa spurningu má skilja á ýmsa vegu en áhugaverðast er að skoða eftirfarandi tvær spurningar, nánar tiltekið: Getur mannkynið eyðilagt allt líf á jörðinni með mengun eða öðrum ráðum? Getur mannkynið gert jörðina óbyggilega mönnum?Eins og við er að búast þekkir enginn svarið við fyrri spurningunni fyrir víst; þ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Staðardagskrá 21?

Staðardagskrá 21 (e. Local Agenda 21) er áætlun sem öllum sveitarstjórnum heimsins er ætlað að gera í samræmi við ályktun Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun, í Rio de Janeiro 1992. Sem alþjóðleg ályktun er hún ekki þjóðréttarlega bindandi, eins og ef um staðfestan alþjóðlegan sáttmála væri að r...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um mengun hafsins og afleiðingar hennar?

Mengunarefni geta borist til sjávar frá landi á fjóra vegu: Með lofti, frárennsli, vegna skipa eða sem úrgangsefni sem varpað er í sjóinn. Áætlað er að sú mengun sem fer í hafið á heimsvísu skiptist í þessa fjóra flokka á eftirfarandi hátt: 33% er loftborin mengun (með ryki, úrkomu eða efni eða efnasambönd sem guf...

Nánar

Hvað eru frumdýr?

Frumdýr (protozoa) eru litlar lífverur, venjulega á bilinu 10-50 μm (míkrómetrar) að stærð. Sumar tegundir geta þó orðið allt að 1mm og því vel sýnilegar í víðsjá. Frumdýr eru langflest einfrumungar en fáeinar tegundir mynda sambú frumna. Lífríkinu er gjarnan skipt í þrjú yfirríki, en það eru gerlar (bact...

Nánar

Hvernig varð Norður-Kórea svona spillt?

Norður-Kórea er án vafa eitt sérkennilegasta ríki heims. Allt frá stofnun þess árið 1948 hefur það farið eigin leiðir og takmarkað mjög samskipti sín við önnur ríki, að frátöldum Sovétríkjunum og Alþýðulýðveldinu Kína eftir stofnun hins síðarnefnda árið 1949. Þótt bæði Kóreuríkin hafi farið illa út úr Kóreustrí...

Nánar

Er sannað að greindarpróf verki?

Greindarpróf sýna meðal annars talsverða fylgni, sem kallað er, við almennan námsárangur manna eða gengi í almennum skólum. Þau nýtast því til dæmis vel við greiningu og meðferð námserfiðleika. Hins vegar hefur ekki tekist að gera próf sem segi fyrir um árangur á tilteknum, afmörkuðum sviðum eins og tónlist eða íþ...

Nánar

Fleiri niðurstöður