Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Dóu sverðtígrar út vegna of stórra vígtanna?

Jón Már Halldórsson

Að öllum líkindum dóu hinir svokölluðu sverðtígrar, það er tegundirnar Smilodon fatalis og Smilodon populator, út undir lok síðasta jökulskeiðs fyrir um 10 til 12 þúsund árum síðan. Menn hafa mikið velt því fyrir sér hvers vegna þessi öflugu en sérhæfðu rándýr hafi horfið af sjónarsviðinu. Útbreiðsla tegundanna skaraðist lítið eftir því sem best er vitað. S. fatalis lifði í Norður-Ameríku en S. populator í Suður-Ameríku.

Sverðtígrar hafa sennilega veitt úr launsátri. Þeir voru með hlutfallslega styttri og vöðvameiri fætur en kattardýr nútímans og hafa því ekki haft líkamsburði til að hlaupa langar vegalengdir á eftir bráð. Rófan var jafnframt aðeins stuttur dindill líkt og hjá gaupum, en ekki löng eins og hjá kattardýrum af Panthera-ættkvíslinni.



Hér sést beinagrind sverðtígurs á Smithsonian-náttúrugripasafninu í Washington í Bandaríkjunum.

Við lok síðasta jökulskeiðs urðu miklar loftslagsbreytingar á jörðinni sem ollu talsverðum breytingum á gróðurfari jarðar. Þetta hafði áhrif á lífsskilyrði helstu grasbíta þessa tíma, meðal annars þeirra sem sverðtígrar sérhæfðu sig í að veiða. Þunglamalegu ísaldargrasbítarnir hurfu af sjónarsviðinu og í stað þeirra urðu fótfráir grasbítar algengari. Jafnframt er talið að mennirnir hafi einnig átt hlut að máli og ýtt undir útdauða stóru grasbítanna með ofveiði. Þetta hefur gert sverðtígrunum erfitt fyrir við fæðuöflun og svo fór að lokum að þeir dóu út.

Það má því segja það að óbeint hafi hinar stóru tennur sverðtígrana, ásamt fleiri þáttum í líkambyggingu þeirra, orðið til þess að þeir hurfu af sjónarsviðinu. Lífshættir sverðtígra voru mjög sérhæfðir og þeir voru því fastir í svokölluðum "þróunarfræðilegum blindgötum". Slík dýr eiga það frekar á hættu að deyja út þegar breytingar verða á umhverfi þeirra en tegundir sem eru ósérhæfðari og eiga því hægara um vik að aðlagast breytingum. Dæmi um slík dýr er til dæmis brúnrottan (Rattus norvegicus) sem hefur mikla útbreiðslu og hefur tekist að aðlaga sig að breyttum aðstæðum svo sem inni í stórborgum. Stari (Sturnus vulgaris) er annað dæmi um tegund sem hefur náð að laga sig að borgarmenningu Evrópu og Ameríku.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir og mynd:
  • Radinsky, L., and S. Emerson. 1982. The late, great sabertooths. Natural History, 91(4).
  • Wikimedia Commons

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.2.2007

Spyrjandi

Svava Jónsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Dóu sverðtígrar út vegna of stórra vígtanna?“ Vísindavefurinn, 16. febrúar 2007. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6502.

Jón Már Halldórsson. (2007, 16. febrúar). Dóu sverðtígrar út vegna of stórra vígtanna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6502

Jón Már Halldórsson. „Dóu sverðtígrar út vegna of stórra vígtanna?“ Vísindavefurinn. 16. feb. 2007. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6502>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Dóu sverðtígrar út vegna of stórra vígtanna?
Að öllum líkindum dóu hinir svokölluðu sverðtígrar, það er tegundirnar Smilodon fatalis og Smilodon populator, út undir lok síðasta jökulskeiðs fyrir um 10 til 12 þúsund árum síðan. Menn hafa mikið velt því fyrir sér hvers vegna þessi öflugu en sérhæfðu rándýr hafi horfið af sjónarsviðinu. Útbreiðsla tegundanna skaraðist lítið eftir því sem best er vitað. S. fatalis lifði í Norður-Ameríku en S. populator í Suður-Ameríku.

Sverðtígrar hafa sennilega veitt úr launsátri. Þeir voru með hlutfallslega styttri og vöðvameiri fætur en kattardýr nútímans og hafa því ekki haft líkamsburði til að hlaupa langar vegalengdir á eftir bráð. Rófan var jafnframt aðeins stuttur dindill líkt og hjá gaupum, en ekki löng eins og hjá kattardýrum af Panthera-ættkvíslinni.



Hér sést beinagrind sverðtígurs á Smithsonian-náttúrugripasafninu í Washington í Bandaríkjunum.

Við lok síðasta jökulskeiðs urðu miklar loftslagsbreytingar á jörðinni sem ollu talsverðum breytingum á gróðurfari jarðar. Þetta hafði áhrif á lífsskilyrði helstu grasbíta þessa tíma, meðal annars þeirra sem sverðtígrar sérhæfðu sig í að veiða. Þunglamalegu ísaldargrasbítarnir hurfu af sjónarsviðinu og í stað þeirra urðu fótfráir grasbítar algengari. Jafnframt er talið að mennirnir hafi einnig átt hlut að máli og ýtt undir útdauða stóru grasbítanna með ofveiði. Þetta hefur gert sverðtígrunum erfitt fyrir við fæðuöflun og svo fór að lokum að þeir dóu út.

Það má því segja það að óbeint hafi hinar stóru tennur sverðtígrana, ásamt fleiri þáttum í líkambyggingu þeirra, orðið til þess að þeir hurfu af sjónarsviðinu. Lífshættir sverðtígra voru mjög sérhæfðir og þeir voru því fastir í svokölluðum "þróunarfræðilegum blindgötum". Slík dýr eiga það frekar á hættu að deyja út þegar breytingar verða á umhverfi þeirra en tegundir sem eru ósérhæfðari og eiga því hægara um vik að aðlagast breytingum. Dæmi um slík dýr er til dæmis brúnrottan (Rattus norvegicus) sem hefur mikla útbreiðslu og hefur tekist að aðlaga sig að breyttum aðstæðum svo sem inni í stórborgum. Stari (Sturnus vulgaris) er annað dæmi um tegund sem hefur náð að laga sig að borgarmenningu Evrópu og Ameríku.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir og mynd:
  • Radinsky, L., and S. Emerson. 1982. The late, great sabertooths. Natural History, 91(4).
  • Wikimedia Commons
...