Hvað gerist ef rafhlaða á móðurborði tölvu tæmist?

Stefán Þorvarðarson

Á móðurborði venjulegrar tölvu er rafhlaða sem sér um að geyma ýmsar stillingar fyrir móðurborðið. Þessum stillingum má breyta þegar tölvan er ræst með því að opna BIOS-stillingarnar áður en stýrikerfi tölvunnar ræsir sig upp. Rafhlaðan sér einnig um að keyra litla klukku ef móðurborðið missir rafmagn. Þannig getur tölvan vitað hvað klukkan er næst þegar kveikt er á henni. Þessi rafhlaða endist í mörg ár en að lokum tæmist hún.

Rafhlaðan á móðurborðinu (rauður hringur er dreginn í kringum hana) er oftast 3 V liþínrafhlaða og er hægt að skipta um hana eftir þörfum.

Það helsta sem gerist þegar rafhlaðan tæmist er að tölvan gleymir hvað klukkan er þegar slökkt er á henni. Mismunandi er eftir móðurborðum hvaða önnur áhrif tóm rafhlaða hefur. Oft kemur upp villan Invalid checksum in CMOS þegar kveikt er á tölvu með tóma rafhlöðu en sú villa er einfaldlega tilkynning um að stillingar á móðurborðinu séu ógildar. Móðurborðið notar þá sjálfgefnar stillingar (e. default settings). Rafhlaðan á móðurborðinu er oftast 3 volta liþínrafhlaða og hægt er að skipa um hana eftir þörfum.

Frekara lesefni:

Mynd:

Höfundur

tölvunarfræðingur

Útgáfudagur

18.9.2012

Spyrjandi

Hans Óttar

Tilvísun

Stefán Þorvarðarson. „Hvað gerist ef rafhlaða á móðurborði tölvu tæmist?“ Vísindavefurinn, 18. september 2012. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=10211.

Stefán Þorvarðarson. (2012, 18. september). Hvað gerist ef rafhlaða á móðurborði tölvu tæmist? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=10211

Stefán Þorvarðarson. „Hvað gerist ef rafhlaða á móðurborði tölvu tæmist?“ Vísindavefurinn. 18. sep. 2012. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=10211>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist ef rafhlaða á móðurborði tölvu tæmist?
Á móðurborði venjulegrar tölvu er rafhlaða sem sér um að geyma ýmsar stillingar fyrir móðurborðið. Þessum stillingum má breyta þegar tölvan er ræst með því að opna BIOS-stillingarnar áður en stýrikerfi tölvunnar ræsir sig upp. Rafhlaðan sér einnig um að keyra litla klukku ef móðurborðið missir rafmagn. Þannig getur tölvan vitað hvað klukkan er næst þegar kveikt er á henni. Þessi rafhlaða endist í mörg ár en að lokum tæmist hún.

Rafhlaðan á móðurborðinu (rauður hringur er dreginn í kringum hana) er oftast 3 V liþínrafhlaða og er hægt að skipta um hana eftir þörfum.

Það helsta sem gerist þegar rafhlaðan tæmist er að tölvan gleymir hvað klukkan er þegar slökkt er á henni. Mismunandi er eftir móðurborðum hvaða önnur áhrif tóm rafhlaða hefur. Oft kemur upp villan Invalid checksum in CMOS þegar kveikt er á tölvu með tóma rafhlöðu en sú villa er einfaldlega tilkynning um að stillingar á móðurborðinu séu ógildar. Móðurborðið notar þá sjálfgefnar stillingar (e. default settings). Rafhlaðan á móðurborðinu er oftast 3 volta liþínrafhlaða og hægt er að skipa um hana eftir þörfum.

Frekara lesefni:

Mynd:...