Sólin Sólin Rís 07:00 • sest 19:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:39 • Sest 07:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:17 • Síðdegis: 18:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:15 • Síðdegis: 12:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:00 • sest 19:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:39 • Sest 07:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:17 • Síðdegis: 18:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:15 • Síðdegis: 12:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er BIOS í tölvum?

Hjálmtýr Hafsteinsson

Það má líta á BIOS (Basic Input/Output System) eða grunnstýringarkerfi sem mjög einfalt stýrikerfi sem er á öllum PC-tölvum. Það er brennt inn í minni tölvunnar og því er yfirleitt ekki breytt.

Helsta hlutverk BIOS forritsins er að keyra tölvuna upp þegar kveikt er á henni. Þegar örgjörvi fær straum eftir að það hefur verið slökkt á honum, þá byrjar hann alltaf á því að fara á tiltekinn stað í minninu og keyra skipanirnar sem eru þar. Þessi staður, sem er efst í fyrsta megabæti minnis tölvunnar (vistfang FFFF0h), inniheldur skipanir úr BIOS forritinu.

Þegar BIOS forritið hefur fengið stjórnina í upphafi þá byrjar það hina svokölluðu ræsiröð (e. boot sequence). Í henni felast aðallega prófanir á hinum ýmsu hlutum tölvunnar. Til dæmis er athugað hvort skjákort sé til staðar og það upphafsstillt. Einnig er leitað að villum í minni tölvunnar, diskar eru athugaðir og svo framvegis. Oftast eru niðurstöður þessara prófana settar út á skjáinn (sem er ein ástæðan fyrir því að skjákortið er athugað fyrst!) og sjá má torskilinn texta skruna upp skjáinn rétt eftir að tölvan er (endur)ræst.

Meðan á þessum prófunum BIOS forritsins stendur þá hefur notandinn tækifæri til að opna stjórnforrit BIOS forritsins. Það er nokkuð mismunandi milli framleiðenda hvernig það er gert. Algengast er að notandi eigi að slá á [Del]-lykilinn á lyklaborðinu. Einnig þekkist að slá eigi á [F1], [F2], [F10] eða [Esc]-lykilinn. Upplýsingar um þetta eru í handbók móðurborðsins og birtast stundum á skjánum þegar BIOS forritið er í keyrslu.



Dæmigert stjórnforrit fyrir BIOS

Í stjórnforriti BIOS forritsins er hægt að breyta ýmsum stillingum tölvunnar. Það er þó mikilvægt að engu sé breytt þar nema menn viti nákvæmlega hvað þeir eru að gera, því að afleiðingarnar geta orðið afdrifaríkar!

Það síðasta sem BIOS forritið gerir þegar það keyrir upp tölvuna er að ræsa stýrikerfið. Oftast er stýrikerfið staðsett á harða diskinum í tölvunni, en einnig er hægt að ræsa stýrikerfi af geisladiski eða jafnvel disklingi. Stýrikerfið gæti verið hinar ýmsu gerðir af MS Windows, Linux, eða einhver önnur stýrikerfi sem keyra á PC-tölvum.

Eins og nafnið bendir til þá býður BIOS (Basic Input/Output System) forritið uppá einfaldar leiðir til að hafa aðgang að vélbúnaði tölvunnar. Sum stýrikerfi nota BIOS forritið sem hluta af sínum kerfisforritum. Til dæmis, ef notandi biður um að skrá sé skrifuð á harða diskinn í Windows, þá kallar Windows á frumstætt BIOS-fall til að skrifa sjálf gögnin. Það er hins vegar ýmislegt í sambandi við skráarvinnslu í Windows sem BIOS forritið veit ekkert um og afgreiðir Windows þann hluta sjálft.



Minniskubbur sem hefur að geyma BIOS-forritið

Þar sem BIOS-forritið er staðsett á móðurborði tölvunnar (brennt inn í einn minniskubbinn), þá eru það oftast framleiðendur móðurborðsins sem skrifa BIOS forritið. Gerðir BIOS-forrita eru því margar, en allar hafa þær þó svipaða eiginleika eins og lýst hefur verið að ofan.

Eins og áður sagði er BIOS-forriti tölvu yfirleitt ekki breytt. Þó getur það verið nauðsynlegt til að leiðrétta villur sem ekki voru kunnar við framleiðslu móðurborðsins eða til að gera móðurborðinu kleift að þekkja nýrri vélbúnað, svo sem hraðari örgjörva eða stærri harða diska, en til var þegar BIOS forritið var skrifað.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Frekara lesefni:

Myndir:

Höfundur

Hjálmtýr Hafsteinsson

dósent í tölvunarfræði við HÍ

Útgáfudagur

18.12.2002

Spyrjandi

Hlynur Baldursson

Tilvísun

Hjálmtýr Hafsteinsson. „Hvað er BIOS í tölvum?“ Vísindavefurinn, 18. desember 2002, sótt 18. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2966.

Hjálmtýr Hafsteinsson. (2002, 18. desember). Hvað er BIOS í tölvum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2966

Hjálmtýr Hafsteinsson. „Hvað er BIOS í tölvum?“ Vísindavefurinn. 18. des. 2002. Vefsíða. 18. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2966>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er BIOS í tölvum?
Það má líta á BIOS (Basic Input/Output System) eða grunnstýringarkerfi sem mjög einfalt stýrikerfi sem er á öllum PC-tölvum. Það er brennt inn í minni tölvunnar og því er yfirleitt ekki breytt.

Helsta hlutverk BIOS forritsins er að keyra tölvuna upp þegar kveikt er á henni. Þegar örgjörvi fær straum eftir að það hefur verið slökkt á honum, þá byrjar hann alltaf á því að fara á tiltekinn stað í minninu og keyra skipanirnar sem eru þar. Þessi staður, sem er efst í fyrsta megabæti minnis tölvunnar (vistfang FFFF0h), inniheldur skipanir úr BIOS forritinu.

Þegar BIOS forritið hefur fengið stjórnina í upphafi þá byrjar það hina svokölluðu ræsiröð (e. boot sequence). Í henni felast aðallega prófanir á hinum ýmsu hlutum tölvunnar. Til dæmis er athugað hvort skjákort sé til staðar og það upphafsstillt. Einnig er leitað að villum í minni tölvunnar, diskar eru athugaðir og svo framvegis. Oftast eru niðurstöður þessara prófana settar út á skjáinn (sem er ein ástæðan fyrir því að skjákortið er athugað fyrst!) og sjá má torskilinn texta skruna upp skjáinn rétt eftir að tölvan er (endur)ræst.

Meðan á þessum prófunum BIOS forritsins stendur þá hefur notandinn tækifæri til að opna stjórnforrit BIOS forritsins. Það er nokkuð mismunandi milli framleiðenda hvernig það er gert. Algengast er að notandi eigi að slá á [Del]-lykilinn á lyklaborðinu. Einnig þekkist að slá eigi á [F1], [F2], [F10] eða [Esc]-lykilinn. Upplýsingar um þetta eru í handbók móðurborðsins og birtast stundum á skjánum þegar BIOS forritið er í keyrslu.



Dæmigert stjórnforrit fyrir BIOS

Í stjórnforriti BIOS forritsins er hægt að breyta ýmsum stillingum tölvunnar. Það er þó mikilvægt að engu sé breytt þar nema menn viti nákvæmlega hvað þeir eru að gera, því að afleiðingarnar geta orðið afdrifaríkar!

Það síðasta sem BIOS forritið gerir þegar það keyrir upp tölvuna er að ræsa stýrikerfið. Oftast er stýrikerfið staðsett á harða diskinum í tölvunni, en einnig er hægt að ræsa stýrikerfi af geisladiski eða jafnvel disklingi. Stýrikerfið gæti verið hinar ýmsu gerðir af MS Windows, Linux, eða einhver önnur stýrikerfi sem keyra á PC-tölvum.

Eins og nafnið bendir til þá býður BIOS (Basic Input/Output System) forritið uppá einfaldar leiðir til að hafa aðgang að vélbúnaði tölvunnar. Sum stýrikerfi nota BIOS forritið sem hluta af sínum kerfisforritum. Til dæmis, ef notandi biður um að skrá sé skrifuð á harða diskinn í Windows, þá kallar Windows á frumstætt BIOS-fall til að skrifa sjálf gögnin. Það er hins vegar ýmislegt í sambandi við skráarvinnslu í Windows sem BIOS forritið veit ekkert um og afgreiðir Windows þann hluta sjálft.



Minniskubbur sem hefur að geyma BIOS-forritið

Þar sem BIOS-forritið er staðsett á móðurborði tölvunnar (brennt inn í einn minniskubbinn), þá eru það oftast framleiðendur móðurborðsins sem skrifa BIOS forritið. Gerðir BIOS-forrita eru því margar, en allar hafa þær þó svipaða eiginleika eins og lýst hefur verið að ofan.

Eins og áður sagði er BIOS-forriti tölvu yfirleitt ekki breytt. Þó getur það verið nauðsynlegt til að leiðrétta villur sem ekki voru kunnar við framleiðslu móðurborðsins eða til að gera móðurborðinu kleift að þekkja nýrri vélbúnað, svo sem hraðari örgjörva eða stærri harða diska, en til var þegar BIOS forritið var skrifað.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Frekara lesefni:

Myndir:...