Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Margir segja að norðurljós sjáist frekar eftir því sem kaldara er í veðri, er eitthvað samband milli norðurljósa og hitastigs á jörðu niðri?

Aðalbjörn Þórólfsson

Þar sem oft er kalt í veðri þegar fólk sér norðurljósin, telja margir að þarna sé eitthvað orsakasamband á milli, en svo er ekki. Grunnskilyrði fyrir því að sjá norðurljósin eru annars vegar að það sé nægilegt dimmt og hins vegar að himinninn sé nægilega heiður, það er að ský byrgi ekki sýn.

Á Íslandi er fyrra skilyrðinu helst fullnægt á veturna. Þegar himinn er heiður á veturna, sér í lagi á syðri helmingi landsins, þá er gjarnan hæð yfir landinu og/eða hæg norðanátt með köldu lofti norðan úr Íshafi. Það er því rétt að það eru meiri líkur að sjá norðurljós þegar kalt er í veðri, en það helgast af myrkri og vindátt, ekki orsakatengslum milli norðurljósa og veðurs.

Ekkert orsakasamband er á milli norðurljósa og kulda í lofti. Þó eru meiri líkur á að sjá norðurljós á veturna þegar kalt er í veðri, en það helgast af myrkri og vindátt.

Norðurljós hafa heldur ekki áhrif á hitastig á jörðu niðri. Loftþéttleikinn í þeirri hæð sem norðurljósin myndast helst, það er í 100-250 km hæð yfir jörðu, er svo lítill að engin varmaorka skilar sér niður í veðrahvolfið með varmaleiðingu (e. conduction).

Eftirfarandi spurningu var einnig svarað:
  • Tengjast segulljós veðri og hvernig þá? (spyrjandi Hjörtur Sigurðsson)

Myndir:

Höfundur

háloftaeðlisfræðingur og verkefnastjóri hjá Íslandsbanka

Útgáfudagur

30.12.2014

Spyrjandi

Herdís Sigurgrímsdóttir, Hjörtur Sigurðsson

Tilvísun

Aðalbjörn Þórólfsson. „Margir segja að norðurljós sjáist frekar eftir því sem kaldara er í veðri, er eitthvað samband milli norðurljósa og hitastigs á jörðu niðri?“ Vísindavefurinn, 30. desember 2014. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=17854.

Aðalbjörn Þórólfsson. (2014, 30. desember). Margir segja að norðurljós sjáist frekar eftir því sem kaldara er í veðri, er eitthvað samband milli norðurljósa og hitastigs á jörðu niðri? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=17854

Aðalbjörn Þórólfsson. „Margir segja að norðurljós sjáist frekar eftir því sem kaldara er í veðri, er eitthvað samband milli norðurljósa og hitastigs á jörðu niðri?“ Vísindavefurinn. 30. des. 2014. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=17854>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Margir segja að norðurljós sjáist frekar eftir því sem kaldara er í veðri, er eitthvað samband milli norðurljósa og hitastigs á jörðu niðri?
Þar sem oft er kalt í veðri þegar fólk sér norðurljósin, telja margir að þarna sé eitthvað orsakasamband á milli, en svo er ekki. Grunnskilyrði fyrir því að sjá norðurljósin eru annars vegar að það sé nægilegt dimmt og hins vegar að himinninn sé nægilega heiður, það er að ský byrgi ekki sýn.

Á Íslandi er fyrra skilyrðinu helst fullnægt á veturna. Þegar himinn er heiður á veturna, sér í lagi á syðri helmingi landsins, þá er gjarnan hæð yfir landinu og/eða hæg norðanátt með köldu lofti norðan úr Íshafi. Það er því rétt að það eru meiri líkur að sjá norðurljós þegar kalt er í veðri, en það helgast af myrkri og vindátt, ekki orsakatengslum milli norðurljósa og veðurs.

Ekkert orsakasamband er á milli norðurljósa og kulda í lofti. Þó eru meiri líkur á að sjá norðurljós á veturna þegar kalt er í veðri, en það helgast af myrkri og vindátt.

Norðurljós hafa heldur ekki áhrif á hitastig á jörðu niðri. Loftþéttleikinn í þeirri hæð sem norðurljósin myndast helst, það er í 100-250 km hæð yfir jörðu, er svo lítill að engin varmaorka skilar sér niður í veðrahvolfið með varmaleiðingu (e. conduction).

Eftirfarandi spurningu var einnig svarað:
  • Tengjast segulljós veðri og hvernig þá? (spyrjandi Hjörtur Sigurðsson)

Myndir:

...