Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvernig flokkast skjaldbökur?

Jón Már Halldórsson

Til þess að fá glögga mynd af flokkun skjaldbaka er gott að byrja á því að skoða yfirlitsmynd af flokkun landhryggdýra.



Flokkar ýmissa núlifandi og útdauðra landhryggdýra.

Skjaldbökur tilheyra skriðdýrum, en skriðdýr eru einn fimm hópa hryggdýra eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru skriðdýr? Hinir hóparnir eru fiskar, fuglar, froskdýr og spendýr. Fyrir utan skjaldbökur teljast krókódílar, eðlur, snákar og tútarar til skriðdýra auk fjölda útdauðra ættbálka. Flokkunarfræði skjaldbaka er eftirfarandi:

Ríki (Kingdom)Dýraríki (Animalia)
Fylking (Phylum)Seildýr (Chordata)
Undirfylking (Subphylum)Hryggdýr (Vertebrata)
Flokkur (Class)Skriðdýr (Reptilia)
Ættbálkur (Order)Skjaldbökur (Chelonia)

Ættbálkur skjaldbaka skiptist svo í tvo undirættbálka, 13 ættir og fjölmargar tegundir. Of langt mál er að telja upp allar tegundirnar en ættirnar eru eftirfarandi:

ÆttbálkurUndirættbálkurÆttFjöldi Tegunda
Chelonia (skjaldbökur)Cryptodira (dulhálsur)

Testudinidae (landskjaldbökur)
~40
Bataguridae (ísl. heiti ekki til)
~60
Emydidae (ferskvatnsskjaldbökur)
~35
Trionychidae (slýskjaldbökur)
~25
Carettochelyidae (klumbubökur)
1
Dermatemydidae (mið-amerískar vatnaskjaldbökur)
1
Kinosternidae (amerískar leðjuskjaldbökur)
~22
Cheloniidae (sæskjaldbökur)
6
Dermochelyidae (leðurskjaldbökur)
1
Chelydridae (glefsaraskjaldbökur)
2
Pleurodira (snúðhálsur)Chelidae (snákhálsur)
~40
Pelomedusidae (afrísk-amerískar snúðhálsur)
~18
Podocnemidae (ísl. heiti ekki til)
8

Hér á eftir verður fjallað stuttlega um nokkrar ættir skjaldbaka, en almenna umfjöllun um skjaldbökur er að finna í svari sama höfundar við spurningunni Getið þið sagt mér það helsta um skjaldbökur?

Landskjaldbökur (Testudinidae) hafa bolinn að mestu hulinn hornplötum og geta að auki dregið haus og útlimi inn í skelina. Minnstu tegundirnar eru um 15 cm á lengd en þær stærstu geta orðið mjög stórar eða um 1 m á lengd. Til ættar landskjaldbaka teljast um 40 tegundir í 11 ættkvíslum. Þær finnast mjög víða, en heimkynni þeirra ná yfir Suður- og Norður-Ameríku, Evrópu, Asíu og Afríku auk Madagaskar.

Ætt ferskvatnsskjaldbaka (Emydidae) mætti einnig kalla tjarnaskjaldbökur en tegundirnar eru aðallega bundnar við vötn og tjarnir. Nokkrar tegundir innan ættarinnar eru þó eingöngu á landi. Þetta er ein fjölbreytilegasta ætt skjaldbaka hvað varðar bæði stærð og lögun. Alls eru þekktar um 35 tegundir ferskvatnsskjaldbaka og finnast þær í Norður-Ameríku, norðanverðri Suður-Ameríku, Evrópu og Asíu auk norðvesturhluta Afríku.

Slýskjaldbökur (Trionychidae) eru ferskvatnsskjaldbökur og sérstakar sökum þess að skjöldurinn er þakinn leðri en ekki hörðum hornplötum eins og þekkist meðal annarra ætta skjaldbaka. Ættin samanstendur af um það bil 25 tegundum sem lifa í ám og mýrlendum í Norður-Ameríku, Afríku og Asíu auk fjölda eyja í Kyrrahafi.

Innan ættar klumbubaka (Carettochelyidae) er aðeins ein tegund sem nefnist Carettochelys insculpa á fræðimáli. Á ensku hefur tegundin verið nefnd “pig-nosed turtle”, þar sem trýni hennar þykir minna á svín, en höfundi er því miður ekki kunnugt um íslenskt heiti þessarar tegundar. Þetta er eina ferskvatnsskjaldbakan með hreifa í stað venjulegra fóta. Tegundin lifir í Papúa Nýju-Gíneu og nyrsta hluta Ástralíu.

Ætt mið-amerískra vatnaskjaldbaka (Dermatemydidae) telur aðeins eina tegund, Dermatemys mawii, sem stundum nefnist fljótaskjaldbaka. Hún finnst í vötnum og fljótum í Mið-Ameríku.

Leðjuskjaldbökur (Kinosternidae) eru botnsæknar vatnsskjaldbökur sem losa daunillt moskusefni þegar þær eru undir álagi. Þessi ætt lifir í nýja heiminum, bæði í Norður- og Suður-Ameríku, og teljast um 22 tegundir til hennar. Tegundirnar eru alfarið rándýr og éta helst hryggleysingja og smáfiska.

Sæskjaldbökur (Cheloniidae) eru oftast stórvaxnar og með framhreifa sem eru stærri og kröftugri en afturhreifarnir. Til sæskjaldbaka teljast sjö tegundir í fimm ættkvíslum. Þær finnast í hitabeltissjó allt í kringum jörðina. Stærsta tegundin er Caretta caretta eða risasæskjaldbakan (einnig nefnd klumbudraga), en skjöldur stærstu dýranna getur mælst allt að 150 cm á lengd.

Aðeins ein tegund er innan ættar leðurskjaldbaka (Dermochelyidae) en það er Dermochelys coriacea sem gengur einfaldlega undir heitinu leðurskjaldbaka á íslensku. Leðurskjaldbakan hefur mjög mikla landfræðilega útbreiðslu og hefur sést í Atlantshafinu allt frá Nýfundnalandi til Argentínu og í Kyrrahafinu frá Japan til Tasmaníu. Hjá leðurskjalbökunni hefur þróast eiginleiki til að varðveita líkamshita sem aðlögun að köldu umhvefi. Leðurskjaldbökur eru stærsta tegund núlifandi skjaldbaka. Fullvaxinn einstaklingur getur vegið allt að 800 kg og skjaldlengdin getur mælst allt að 250 cm.



Risasæskjaldbaka (Caretta caretta) á spjalli við kafara.

Nánari upplýsingar má finna í eftirfarandi svörum Vísindavefsins:

Heimildir og myndir:
  • Ernst, C.H., og Barbour, R.W. 1989. Turtles of the World. Smithsonian Inst. Press, Washington, D.C.
  • Óskar Ingimarsson.1989. Dýra- og plöntuorðabók. Reykjavík, Örn og Örlygur.
  • Pough, F.H., Andrews, R.M., Cadle, J.E., Crump, M.L., Savitzky, A.H., og Wells, K.D. 2000. Herpetology, 2. útg. Prentice Hall, New Jersey
  • Pough, F.H., Janis, C.M. and Heiser, J.B. 2002. Vertebrate Life. Prentice Hall, New Jersey.
  • Animal Diversity Web
  • EuroTurtle
  • Associazione Subacquei Senesi

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.10.2005

Spyrjandi

Ásdís María Magnúsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig flokkast skjaldbökur?“ Vísindavefurinn, 20. október 2005. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5343.

Jón Már Halldórsson. (2005, 20. október). Hvernig flokkast skjaldbökur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5343

Jón Már Halldórsson. „Hvernig flokkast skjaldbökur?“ Vísindavefurinn. 20. okt. 2005. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5343>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig flokkast skjaldbökur?
Til þess að fá glögga mynd af flokkun skjaldbaka er gott að byrja á því að skoða yfirlitsmynd af flokkun landhryggdýra.



Flokkar ýmissa núlifandi og útdauðra landhryggdýra.

Skjaldbökur tilheyra skriðdýrum, en skriðdýr eru einn fimm hópa hryggdýra eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru skriðdýr? Hinir hóparnir eru fiskar, fuglar, froskdýr og spendýr. Fyrir utan skjaldbökur teljast krókódílar, eðlur, snákar og tútarar til skriðdýra auk fjölda útdauðra ættbálka. Flokkunarfræði skjaldbaka er eftirfarandi:

Ríki (Kingdom)Dýraríki (Animalia)
Fylking (Phylum)Seildýr (Chordata)
Undirfylking (Subphylum)Hryggdýr (Vertebrata)
Flokkur (Class)Skriðdýr (Reptilia)
Ættbálkur (Order)Skjaldbökur (Chelonia)

Ættbálkur skjaldbaka skiptist svo í tvo undirættbálka, 13 ættir og fjölmargar tegundir. Of langt mál er að telja upp allar tegundirnar en ættirnar eru eftirfarandi:

ÆttbálkurUndirættbálkurÆttFjöldi Tegunda
Chelonia (skjaldbökur)Cryptodira (dulhálsur)

Testudinidae (landskjaldbökur)
~40
Bataguridae (ísl. heiti ekki til)
~60
Emydidae (ferskvatnsskjaldbökur)
~35
Trionychidae (slýskjaldbökur)
~25
Carettochelyidae (klumbubökur)
1
Dermatemydidae (mið-amerískar vatnaskjaldbökur)
1
Kinosternidae (amerískar leðjuskjaldbökur)
~22
Cheloniidae (sæskjaldbökur)
6
Dermochelyidae (leðurskjaldbökur)
1
Chelydridae (glefsaraskjaldbökur)
2
Pleurodira (snúðhálsur)Chelidae (snákhálsur)
~40
Pelomedusidae (afrísk-amerískar snúðhálsur)
~18
Podocnemidae (ísl. heiti ekki til)
8

Hér á eftir verður fjallað stuttlega um nokkrar ættir skjaldbaka, en almenna umfjöllun um skjaldbökur er að finna í svari sama höfundar við spurningunni Getið þið sagt mér það helsta um skjaldbökur?

Landskjaldbökur (Testudinidae) hafa bolinn að mestu hulinn hornplötum og geta að auki dregið haus og útlimi inn í skelina. Minnstu tegundirnar eru um 15 cm á lengd en þær stærstu geta orðið mjög stórar eða um 1 m á lengd. Til ættar landskjaldbaka teljast um 40 tegundir í 11 ættkvíslum. Þær finnast mjög víða, en heimkynni þeirra ná yfir Suður- og Norður-Ameríku, Evrópu, Asíu og Afríku auk Madagaskar.

Ætt ferskvatnsskjaldbaka (Emydidae) mætti einnig kalla tjarnaskjaldbökur en tegundirnar eru aðallega bundnar við vötn og tjarnir. Nokkrar tegundir innan ættarinnar eru þó eingöngu á landi. Þetta er ein fjölbreytilegasta ætt skjaldbaka hvað varðar bæði stærð og lögun. Alls eru þekktar um 35 tegundir ferskvatnsskjaldbaka og finnast þær í Norður-Ameríku, norðanverðri Suður-Ameríku, Evrópu og Asíu auk norðvesturhluta Afríku.

Slýskjaldbökur (Trionychidae) eru ferskvatnsskjaldbökur og sérstakar sökum þess að skjöldurinn er þakinn leðri en ekki hörðum hornplötum eins og þekkist meðal annarra ætta skjaldbaka. Ættin samanstendur af um það bil 25 tegundum sem lifa í ám og mýrlendum í Norður-Ameríku, Afríku og Asíu auk fjölda eyja í Kyrrahafi.

Innan ættar klumbubaka (Carettochelyidae) er aðeins ein tegund sem nefnist Carettochelys insculpa á fræðimáli. Á ensku hefur tegundin verið nefnd “pig-nosed turtle”, þar sem trýni hennar þykir minna á svín, en höfundi er því miður ekki kunnugt um íslenskt heiti þessarar tegundar. Þetta er eina ferskvatnsskjaldbakan með hreifa í stað venjulegra fóta. Tegundin lifir í Papúa Nýju-Gíneu og nyrsta hluta Ástralíu.

Ætt mið-amerískra vatnaskjaldbaka (Dermatemydidae) telur aðeins eina tegund, Dermatemys mawii, sem stundum nefnist fljótaskjaldbaka. Hún finnst í vötnum og fljótum í Mið-Ameríku.

Leðjuskjaldbökur (Kinosternidae) eru botnsæknar vatnsskjaldbökur sem losa daunillt moskusefni þegar þær eru undir álagi. Þessi ætt lifir í nýja heiminum, bæði í Norður- og Suður-Ameríku, og teljast um 22 tegundir til hennar. Tegundirnar eru alfarið rándýr og éta helst hryggleysingja og smáfiska.

Sæskjaldbökur (Cheloniidae) eru oftast stórvaxnar og með framhreifa sem eru stærri og kröftugri en afturhreifarnir. Til sæskjaldbaka teljast sjö tegundir í fimm ættkvíslum. Þær finnast í hitabeltissjó allt í kringum jörðina. Stærsta tegundin er Caretta caretta eða risasæskjaldbakan (einnig nefnd klumbudraga), en skjöldur stærstu dýranna getur mælst allt að 150 cm á lengd.

Aðeins ein tegund er innan ættar leðurskjaldbaka (Dermochelyidae) en það er Dermochelys coriacea sem gengur einfaldlega undir heitinu leðurskjaldbaka á íslensku. Leðurskjaldbakan hefur mjög mikla landfræðilega útbreiðslu og hefur sést í Atlantshafinu allt frá Nýfundnalandi til Argentínu og í Kyrrahafinu frá Japan til Tasmaníu. Hjá leðurskjalbökunni hefur þróast eiginleiki til að varðveita líkamshita sem aðlögun að köldu umhvefi. Leðurskjaldbökur eru stærsta tegund núlifandi skjaldbaka. Fullvaxinn einstaklingur getur vegið allt að 800 kg og skjaldlengdin getur mælst allt að 250 cm.



Risasæskjaldbaka (Caretta caretta) á spjalli við kafara.

Nánari upplýsingar má finna í eftirfarandi svörum Vísindavefsins:

Heimildir og myndir:
  • Ernst, C.H., og Barbour, R.W. 1989. Turtles of the World. Smithsonian Inst. Press, Washington, D.C.
  • Óskar Ingimarsson.1989. Dýra- og plöntuorðabók. Reykjavík, Örn og Örlygur.
  • Pough, F.H., Andrews, R.M., Cadle, J.E., Crump, M.L., Savitzky, A.H., og Wells, K.D. 2000. Herpetology, 2. útg. Prentice Hall, New Jersey
  • Pough, F.H., Janis, C.M. and Heiser, J.B. 2002. Vertebrate Life. Prentice Hall, New Jersey.
  • Animal Diversity Web
  • EuroTurtle
  • Associazione Subacquei Senesi

...