Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Er einhver munur á táknmáli og fingramáli?

Valgerður Stefánsdóttir

Saga íslenska táknmálsins hefur ekki verið rannsökuð sérstaklega og ekkert er hægt að staðhæfa um hvenær farið var að nota orðið táknmál um mál heyrnarlausra. Hugtakið fingramál hefur verið notað um fingrastöfun en þá eru bókstafir táknaðir með fingrahreyfingum og orð þannig stöfuð. Í dag er þó oftast talað um fingrastafróf og fingrastöfun. Fingramál getur í raun haft víðtækari merkingu því að samskipti fólks á fingramáli hér áður fyrr fólu í sér miklu meira en bara að stafa orð.

Í fyrsta skóla fyrir heyrnarlausa á Íslandi, sem stofnaður var árið 1867, var markmið kennslunnar að nemendur skildu ritmál og gætu gert sig skiljanlega með skrift. Aðferðin við kennslu ritmálsins var sú að kenna skrift og fingramál. Nemendur áttu að gera grein fyrir því sem þeir lærðu með fingramáli og bendingum. Til eru viðtöl við heyrnarlaust fólk sem fæddist á Íslandi nálægt aldamótunum 1900 og notaði fingramál. Þar sést að málið er byggt upp af fingrastöfuðum orðum eða orðhlutum. Stöku tákn eru notuð og svipbrigði og munnhreyfingar koma í stað lýsingarorða (til dæmis erfitt, gott, leiðinlegt) en munnhreyfingar og augnhreyfingar eru einnig notaðar til að sýna málfræði á sama hátt og í nútímatáknmáli.

Nú til dags er oftast talað um fingrastafróf og fingrastöfun frekar en fingramál.

Í nútímatáknmáli byggist táknaforðinn upp af táknum yfir hluti og hugtök og táknmálið á sína eigin málfræði. Fingrastafróf er einungis notað til að stafa hugtök eða orð sem ekki eru þekkt tákn yfir, en það geta til dæmis verið eiginnöfn og götunöfn. Fingramálið hefur líklega þróast mest yfir í nútímatáknmál frá því um 1940-1950 eða jafnvel frá þeim tíma sem Félag heyrnarlausra var stofnað árið 1960. Eins og fyrr segir vantar rannsóknir á uppruna og þróun íslenska táknmálsins en víst er að íslenska táknmálið hefur þróast mikið og breyst frá því að talað var um samskipti heyrnarlauss fólks sem fingramál og bendingar.

Smelltu hér til að sjá hvernig maður segir hamborgarhryggur á táknmáli.

Mynd:

Upprunalega hljómaði spurningin svo:
Mig langar að vita hver er munurinn á táknmáli og fingramáli? Ég hef heyrt að eldra fólk talaði gott fingramál, en ekki táknmál og því langar mig að vita hvort einhver munur sé á þessu tvennu og þá í hverju hann felist.

Höfundur

forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra

Útgáfudagur

30.4.2012

Spyrjandi

Aðalheiður Kristín Jónsdóttir

Tilvísun

Valgerður Stefánsdóttir. „Er einhver munur á táknmáli og fingramáli? “ Vísindavefurinn, 30. apríl 2012. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=60319.

Valgerður Stefánsdóttir. (2012, 30. apríl). Er einhver munur á táknmáli og fingramáli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60319

Valgerður Stefánsdóttir. „Er einhver munur á táknmáli og fingramáli? “ Vísindavefurinn. 30. apr. 2012. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60319>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er einhver munur á táknmáli og fingramáli?
Saga íslenska táknmálsins hefur ekki verið rannsökuð sérstaklega og ekkert er hægt að staðhæfa um hvenær farið var að nota orðið táknmál um mál heyrnarlausra. Hugtakið fingramál hefur verið notað um fingrastöfun en þá eru bókstafir táknaðir með fingrahreyfingum og orð þannig stöfuð. Í dag er þó oftast talað um fingrastafróf og fingrastöfun. Fingramál getur í raun haft víðtækari merkingu því að samskipti fólks á fingramáli hér áður fyrr fólu í sér miklu meira en bara að stafa orð.

Í fyrsta skóla fyrir heyrnarlausa á Íslandi, sem stofnaður var árið 1867, var markmið kennslunnar að nemendur skildu ritmál og gætu gert sig skiljanlega með skrift. Aðferðin við kennslu ritmálsins var sú að kenna skrift og fingramál. Nemendur áttu að gera grein fyrir því sem þeir lærðu með fingramáli og bendingum. Til eru viðtöl við heyrnarlaust fólk sem fæddist á Íslandi nálægt aldamótunum 1900 og notaði fingramál. Þar sést að málið er byggt upp af fingrastöfuðum orðum eða orðhlutum. Stöku tákn eru notuð og svipbrigði og munnhreyfingar koma í stað lýsingarorða (til dæmis erfitt, gott, leiðinlegt) en munnhreyfingar og augnhreyfingar eru einnig notaðar til að sýna málfræði á sama hátt og í nútímatáknmáli.

Nú til dags er oftast talað um fingrastafróf og fingrastöfun frekar en fingramál.

Í nútímatáknmáli byggist táknaforðinn upp af táknum yfir hluti og hugtök og táknmálið á sína eigin málfræði. Fingrastafróf er einungis notað til að stafa hugtök eða orð sem ekki eru þekkt tákn yfir, en það geta til dæmis verið eiginnöfn og götunöfn. Fingramálið hefur líklega þróast mest yfir í nútímatáknmál frá því um 1940-1950 eða jafnvel frá þeim tíma sem Félag heyrnarlausra var stofnað árið 1960. Eins og fyrr segir vantar rannsóknir á uppruna og þróun íslenska táknmálsins en víst er að íslenska táknmálið hefur þróast mikið og breyst frá því að talað var um samskipti heyrnarlauss fólks sem fingramál og bendingar.

Smelltu hér til að sjá hvernig maður segir hamborgarhryggur á táknmáli.

Mynd:

Upprunalega hljómaði spurningin svo:
Mig langar að vita hver er munurinn á táknmáli og fingramáli? Ég hef heyrt að eldra fólk talaði gott fingramál, en ekki táknmál og því langar mig að vita hvort einhver munur sé á þessu tvennu og þá í hverju hann felist.
...