Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hefur kartöflum verið erfðabreytt þannig að þær þoli frost á vaxtartíma?

Hafsteinn Hafliðason

Höfundur þessa svars hefur ekki heyrt um genabreytingu á kartöflum til að gera þær frostþolnar á vaxtartíma. Á síðari hluta liðinnar aldar gerði hins vegar dr. Einar I. Siggeirsson (1921-2007) plöntulífeðlisfræðingur tilraun með kynblöndun nokkurra mismunandi kartöfluafbrigða frá háfjöllum Perú við venjuleg ræktunarafbrigði úr görðum hérlendis. Úr þessum kynbótum fékk hann fram að minnsta kosti eina plöntu sem stóðst betur frost heldur en allar hinar.

Sá böggull fylgdi skammrifi að hnýðin undan þessu kartöflugrasi voru ekki merkileg og í ofanálag þóttu þau firnabragðvond. Því var kannski ekki lögð áhersla á að þróa þessar kynbætur betur hér á landi, enda kannski lítið um fjárveitingar til slíkra rannsókna.

Einar færði Grasagarði Reykjavíkur nokkur sýnishorn af þessum kartöflum um miðjan áttunda áratuginn en ekki er ljóst hvað um þær varð, þær hefur ekki verið að finna þar undanfarin ár.

Kartöflur hafa lengi verið hluti af daglegri máltíð margra Íslendinga. Eflaust vildu einhverjir að hægt væri að rækta kartöflur sem þola betur frost en ekki er vitað til þess að genum þeirra hafi verið breytt í þá veru með aðstoð erfðatækninnar.

Um það er deilt hvort leyfa eigi genasplæstar kartöflur, rétt eins og deilt er um önnur erfðabreytt matvæli. Evrópusambandið hefur leyft ræktun á nokkrum genasplæstum kartöfluyrkjum til framleiðslu á iðnaðarvörum, til dæmis sterkju sem meðal annars er notuð við pappírsgerð. Þessar kartöflur henta ekki til manneldis.

Stórir aðilar í efnaiðnaði hafa unnið að því að fá að dreifa genabreyttu kartöfluútsæði til ræktunar á hefðbundnum matarkartöflum. Það útsæði er genabreytt með það fyrir augum að plönturnar standist ýmsa rotsjúkdóma og kartöflumyglu og sagt að þetta sé til að koma í veg fyrir notkun kemískra varnarefna á akrana. Hver þróunin verður á eftir að koma í ljós, en ljóst er að allmikillar andstöðu gætir víða í Evrópu gegn þessu.

Mynd:

Höfundur

garðyrkjufræðingur

Útgáfudagur

20.4.2012

Spyrjandi

Sigrún Björgvinsdóttir

Tilvísun

Hafsteinn Hafliðason. „Hefur kartöflum verið erfðabreytt þannig að þær þoli frost á vaxtartíma?“ Vísindavefurinn, 20. apríl 2012. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62087.

Hafsteinn Hafliðason. (2012, 20. apríl). Hefur kartöflum verið erfðabreytt þannig að þær þoli frost á vaxtartíma? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62087

Hafsteinn Hafliðason. „Hefur kartöflum verið erfðabreytt þannig að þær þoli frost á vaxtartíma?“ Vísindavefurinn. 20. apr. 2012. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62087>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hefur kartöflum verið erfðabreytt þannig að þær þoli frost á vaxtartíma?
Höfundur þessa svars hefur ekki heyrt um genabreytingu á kartöflum til að gera þær frostþolnar á vaxtartíma. Á síðari hluta liðinnar aldar gerði hins vegar dr. Einar I. Siggeirsson (1921-2007) plöntulífeðlisfræðingur tilraun með kynblöndun nokkurra mismunandi kartöfluafbrigða frá háfjöllum Perú við venjuleg ræktunarafbrigði úr görðum hérlendis. Úr þessum kynbótum fékk hann fram að minnsta kosti eina plöntu sem stóðst betur frost heldur en allar hinar.

Sá böggull fylgdi skammrifi að hnýðin undan þessu kartöflugrasi voru ekki merkileg og í ofanálag þóttu þau firnabragðvond. Því var kannski ekki lögð áhersla á að þróa þessar kynbætur betur hér á landi, enda kannski lítið um fjárveitingar til slíkra rannsókna.

Einar færði Grasagarði Reykjavíkur nokkur sýnishorn af þessum kartöflum um miðjan áttunda áratuginn en ekki er ljóst hvað um þær varð, þær hefur ekki verið að finna þar undanfarin ár.

Kartöflur hafa lengi verið hluti af daglegri máltíð margra Íslendinga. Eflaust vildu einhverjir að hægt væri að rækta kartöflur sem þola betur frost en ekki er vitað til þess að genum þeirra hafi verið breytt í þá veru með aðstoð erfðatækninnar.

Um það er deilt hvort leyfa eigi genasplæstar kartöflur, rétt eins og deilt er um önnur erfðabreytt matvæli. Evrópusambandið hefur leyft ræktun á nokkrum genasplæstum kartöfluyrkjum til framleiðslu á iðnaðarvörum, til dæmis sterkju sem meðal annars er notuð við pappírsgerð. Þessar kartöflur henta ekki til manneldis.

Stórir aðilar í efnaiðnaði hafa unnið að því að fá að dreifa genabreyttu kartöfluútsæði til ræktunar á hefðbundnum matarkartöflum. Það útsæði er genabreytt með það fyrir augum að plönturnar standist ýmsa rotsjúkdóma og kartöflumyglu og sagt að þetta sé til að koma í veg fyrir notkun kemískra varnarefna á akrana. Hver þróunin verður á eftir að koma í ljós, en ljóst er að allmikillar andstöðu gætir víða í Evrópu gegn þessu.

Mynd:...