Sólin Sólin Rís 04:34 • sest 22:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:09 • Sest 24:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:15 • Síðdegis: 18:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:26 í Reykjavík

Hvort er meira af hvítháfum sunnan eða norðan við Ástralíu?

Jón Már Halldórsson

Hvíthákarlar (Carcharodon carcharias) eru algengari við suðurströnd Ástralíu en við norðurströndina.

Fjölmargar rannsóknir hafa farið fram á atferli og lífsháttum hvíthákarla. Meðal annars hafa sjávarlíffræðingar merkt mikinn fjölda hvíthákarla til að kanna ferðir þeirra og hafa rannsóknir sýnt að þeir flækjast mjög víða.

Hvíthákarl (Carcharodon carcharias).

Hvíthákarlar finnast á grunnsævi um allan heim þar sem sjávarhitinn er á bilinu 12-30°C. Þeir er þó algengari á ákveðnum svæðum en öðrum, svo sem á grunnsævi undan ströndum suður Ástralíu, við Suður-Afríku, Kaliforníu, beggja megin við Mexíkó, í Miðjarðarhafi og í Adríahafi.

Við Ástralíu eru hvíthákarlar algengastir frá miðhluta Queenslands í austri, meðfram suðurströndinni og til norðvesturstrandar Vestur-Ástralíu. Sést hefur til þeirra á öllum strandsvæðum Ástralíu nema við Norðursvæðið (e. Northern Territory).

Heimkynni hvíthákarla.

Ekki er ljóst af hverju hvíthákarlinn dreifist svona um strendur Ástralíu en ýmsar skýringar gætu komið til greina. Á hafsvæðinu milli Ástralíu, Indónesíu og Tímor er fjölmargar hákarlategundir og á svæðinu í kringum eyjar Indónesíu eru öflugir og skæðir ránfiskar eins og tígrishákarlinn (Galeocerdo cuvieri) og svartuggi (Carcharhinus limbatus). Út frá útbreiðslu þessara tegunda annars vegar og hvíthákarlsins hins vegar má velta fyrir sér hvort tegundirnar forðist samneyti við hvora aðra. Vel mætti hugsa sér að hvíthákarlinn hafi þróast fyrir milljónum ára frá formóður Carcharinus-tegunda á tempruðu hafsvæði og aðlagast veiðum á sjávarspendýrum eins og selum, sæljónum og því sem gefst á þessum svæðum, meðan hinar tegundirnar eru meira í fiskáti.

Þess má geta að hvíthákarlinn er einna skæðastur þegar kemur að árásum á menn þó aðrar tegundir, eins og tígrishákarlinn og svartuggi, séu líka þekktar fyrir að ráðast á menn enda eru hákarlar í eðli sínu tækifærissinnar hvað varðar fæðuval.

Heimild, mynd og kort:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.4.2014

Spyrjandi

Álfdís Hrefna Þorleifsdóttir, f. 2000

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvort er meira af hvítháfum sunnan eða norðan við Ástralíu?“ Vísindavefurinn, 23. apríl 2014. Sótt 8. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=66695.

Jón Már Halldórsson. (2014, 23. apríl). Hvort er meira af hvítháfum sunnan eða norðan við Ástralíu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66695

Jón Már Halldórsson. „Hvort er meira af hvítháfum sunnan eða norðan við Ástralíu?“ Vísindavefurinn. 23. apr. 2014. Vefsíða. 8. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66695>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort er meira af hvítháfum sunnan eða norðan við Ástralíu?
Hvíthákarlar (Carcharodon carcharias) eru algengari við suðurströnd Ástralíu en við norðurströndina.

Fjölmargar rannsóknir hafa farið fram á atferli og lífsháttum hvíthákarla. Meðal annars hafa sjávarlíffræðingar merkt mikinn fjölda hvíthákarla til að kanna ferðir þeirra og hafa rannsóknir sýnt að þeir flækjast mjög víða.

Hvíthákarl (Carcharodon carcharias).

Hvíthákarlar finnast á grunnsævi um allan heim þar sem sjávarhitinn er á bilinu 12-30°C. Þeir er þó algengari á ákveðnum svæðum en öðrum, svo sem á grunnsævi undan ströndum suður Ástralíu, við Suður-Afríku, Kaliforníu, beggja megin við Mexíkó, í Miðjarðarhafi og í Adríahafi.

Við Ástralíu eru hvíthákarlar algengastir frá miðhluta Queenslands í austri, meðfram suðurströndinni og til norðvesturstrandar Vestur-Ástralíu. Sést hefur til þeirra á öllum strandsvæðum Ástralíu nema við Norðursvæðið (e. Northern Territory).

Heimkynni hvíthákarla.

Ekki er ljóst af hverju hvíthákarlinn dreifist svona um strendur Ástralíu en ýmsar skýringar gætu komið til greina. Á hafsvæðinu milli Ástralíu, Indónesíu og Tímor er fjölmargar hákarlategundir og á svæðinu í kringum eyjar Indónesíu eru öflugir og skæðir ránfiskar eins og tígrishákarlinn (Galeocerdo cuvieri) og svartuggi (Carcharhinus limbatus). Út frá útbreiðslu þessara tegunda annars vegar og hvíthákarlsins hins vegar má velta fyrir sér hvort tegundirnar forðist samneyti við hvora aðra. Vel mætti hugsa sér að hvíthákarlinn hafi þróast fyrir milljónum ára frá formóður Carcharinus-tegunda á tempruðu hafsvæði og aðlagast veiðum á sjávarspendýrum eins og selum, sæljónum og því sem gefst á þessum svæðum, meðan hinar tegundirnar eru meira í fiskáti.

Þess má geta að hvíthákarlinn er einna skæðastur þegar kemur að árásum á menn þó aðrar tegundir, eins og tígrishákarlinn og svartuggi, séu líka þekktar fyrir að ráðast á menn enda eru hákarlar í eðli sínu tækifærissinnar hvað varðar fæðuval.

Heimild, mynd og kort:

...