Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það satt að árásum hvíthákarla og annarra hákarla sé að fjölga við strendur Ástralíu?

Jón Már Halldórsson

Já, árásum hákarla á menn við strendur Ástralíu hefur fjölgað marktækt hin seinni ár. Á tímabilinu 1991 til 2000 voru að meðaltali 4,7 hákarlaárásir á ári við Ástralíu en á árunum 2001 til 2008 var meðaltalið komið upp í 8,9 árásir á ári. Samhliða hefur dauðsföllum af völdum hákarla fjölgað, en þó ekki í sama hlutfalli og fjölgun árása. Á seinasta áratug síðustu aldar dó að meðaltali einn maður á ári af völdum sára sem hákarlar ollu en á árunum 2001 til 2008 var meðaltalið komið upp í 1,13 menn.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá fjölda árása og mannsláta af völdum hákarla á árunum 1990 til 2008. Þar sést glögglega að árásum hefur fjölgað hin seinni ár.



Árásir hákarla við strendur Ástralíu.

Vísindamenn sem rannsakað hafa hákarla við strendur Ástralíu telja ekki líklegt að fjölgun hákarlaárása skýrist af fjölgun hákarla. Viðkoma þeirra sé alltof hæg auk þess sem mikið veiðiálag hefur verið á helstu hákarlastofna Kyrrahafs og Indlandshafs síðastliðna áratugi.

Frekar er talið að um aðra samverkandi þætti sé að ræða, þar á meðal fjölgun baðstrandagesta á undanförnum áratug og minna fæðuframboð. Til dæmis hefur verið bent á að eftir því sem fiskistofnar hafi farið minnkandi á hafsvæðum í kringum Ástralíu hafi hlutfall sæskjaldbaka (Chelonioidea), höfrunga (Delphinidae) og sækúa (Dugonginae) aukist í fæðu hákarla. Þegar framboð á þeirri fæðu minnkar líka leita hákarlarnir að fæðu nærri baðströndum og þar er ekki ólíklegt að þeir rekist á menn á sundi sem eru yfirleitt ákaflega auðveld fæða fyrir þá.



Ekki það sem fólk vildi helst mæta þegar það leggst til sunds.

Aðrir hafa bent á að slor sem sjómenn henda í sjóinn laði hákarla að og þegar veitt sé nálægt ströndinni leiði það óhjákvæmilega til þess að hákörlum á strandsvæðum fjölgi.

Um þetta eins og margt annað verður sjálfsagt deilt og sitt sýnist hverjum: Hins vegar virðist ljóst af tölum að árásum hákarla á menn við Ástralíustrendur hefur fjölgað hverjar sem ástæðurnar kunna að vera.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.12.2009

Spyrjandi

Björn Hansson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er það satt að árásum hvíthákarla og annarra hákarla sé að fjölga við strendur Ástralíu?“ Vísindavefurinn, 16. desember 2009, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54372.

Jón Már Halldórsson. (2009, 16. desember). Er það satt að árásum hvíthákarla og annarra hákarla sé að fjölga við strendur Ástralíu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54372

Jón Már Halldórsson. „Er það satt að árásum hvíthákarla og annarra hákarla sé að fjölga við strendur Ástralíu?“ Vísindavefurinn. 16. des. 2009. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54372>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það satt að árásum hvíthákarla og annarra hákarla sé að fjölga við strendur Ástralíu?
Já, árásum hákarla á menn við strendur Ástralíu hefur fjölgað marktækt hin seinni ár. Á tímabilinu 1991 til 2000 voru að meðaltali 4,7 hákarlaárásir á ári við Ástralíu en á árunum 2001 til 2008 var meðaltalið komið upp í 8,9 árásir á ári. Samhliða hefur dauðsföllum af völdum hákarla fjölgað, en þó ekki í sama hlutfalli og fjölgun árása. Á seinasta áratug síðustu aldar dó að meðaltali einn maður á ári af völdum sára sem hákarlar ollu en á árunum 2001 til 2008 var meðaltalið komið upp í 1,13 menn.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá fjölda árása og mannsláta af völdum hákarla á árunum 1990 til 2008. Þar sést glögglega að árásum hefur fjölgað hin seinni ár.



Árásir hákarla við strendur Ástralíu.

Vísindamenn sem rannsakað hafa hákarla við strendur Ástralíu telja ekki líklegt að fjölgun hákarlaárása skýrist af fjölgun hákarla. Viðkoma þeirra sé alltof hæg auk þess sem mikið veiðiálag hefur verið á helstu hákarlastofna Kyrrahafs og Indlandshafs síðastliðna áratugi.

Frekar er talið að um aðra samverkandi þætti sé að ræða, þar á meðal fjölgun baðstrandagesta á undanförnum áratug og minna fæðuframboð. Til dæmis hefur verið bent á að eftir því sem fiskistofnar hafi farið minnkandi á hafsvæðum í kringum Ástralíu hafi hlutfall sæskjaldbaka (Chelonioidea), höfrunga (Delphinidae) og sækúa (Dugonginae) aukist í fæðu hákarla. Þegar framboð á þeirri fæðu minnkar líka leita hákarlarnir að fæðu nærri baðströndum og þar er ekki ólíklegt að þeir rekist á menn á sundi sem eru yfirleitt ákaflega auðveld fæða fyrir þá.



Ekki það sem fólk vildi helst mæta þegar það leggst til sunds.

Aðrir hafa bent á að slor sem sjómenn henda í sjóinn laði hákarla að og þegar veitt sé nálægt ströndinni leiði það óhjákvæmilega til þess að hákörlum á strandsvæðum fjölgi.

Um þetta eins og margt annað verður sjálfsagt deilt og sitt sýnist hverjum: Hins vegar virðist ljóst af tölum að árásum hákarla á menn við Ástralíustrendur hefur fjölgað hverjar sem ástæðurnar kunna að vera.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

...